Pressan - 09.09.1988, Blaðsíða 2

Pressan - 09.09.1988, Blaðsíða 2
-4%* js'.■ 'i'i*0? V*h61U jHC-' Blóm fyrir barnasögu HELENA FAGRA OG LEGGIR HENNAR Auglýsingar geta oft á tíðum verið hin skondnasta lesning. Sú al- frumlegasta, sem við höfum rekist á að undanförnu, er sokkabuxnaaug- lýsing frá Rolf Johansen og co. í ný- útkomnu tímariti. Yfirskrift aug- lýsingarinnar er Hugleiðingar um Helenu — hver svo sem hún er. Les- endum eru þó gefnar nokkrar vís- bendingar, því í textanum segir: „Hún sækir kirkju á sunnudögum. Hún þegir yfir leyndarmálum. Hún gleymir ekki afmælisdögum.“ Helena er því greinilega hin vand- aðasta stúlka, en höfundur textans er ekki síður hrifinn af Iíkama hennar en innræti. Hann bætir nefnilega við: „Ahh, og leggirnir... fótleggir Helenu.“ En síðan ekki orð um það meira. Með þessum óhefðbundna auglýsingatexta er mynd af glæsikvendi í samkvæmis- kjól og horfir hún lokkandi augna- ráði á karlmann, sem virðist liggja á hnjánum fyrir framan hana. Ætli boðskapurinn sé sá, að Helena til- biðji Guð en karlmenn tilbiðji hana (af því hún er í sokkabuxum frá Rolf)? Pressunni eru þegar farnar að berast skondnar sögur af börnum þessa lands, sem pabbar og mömmur, afar og ömmur, frændur og frænkur senda okkur. Hér birtist sú besta þessa vikuna og fékk sendandinn, Dagný Lillien- dahl, sendan stóran blómvönd frá Blómavali. Fyrir nokkrum dögum var ég á gangi eftir Hofsvallagötunni ásamt syni mínum, sem er 4 ára gamall. Drengurinn staðnœmdist við eitt húsið. Það var greinilega nýbúið að vökva grasflötina. „Mamma, sjáðu hvað þetta er ofsalega langur ormur!“ „Óskar minn, þetta er ekki ormur. Þetta er bara slanga. “ Þá leit hann á mig óttaslegnum augum og spurði: „Er hún PRESSAN-Barnasagan, Ármúla 38, 108 Reykjavík. velkomin i heiminn f Þeim Magdaienu Gestsdóttur og Pétri H. Helgasyni fæddist dóttir 31. ágúst. Snótin sú vó rúmar 15 merkur og var 53 sm löng. Eins og sjá má á myndinni lætur hún ekkert raska ró sinni, enda engin ástæða til þess. „Bióiði bara, hárið kemur seinna.“ Kristbjörg Steingrímsdóttir og Finnur Gunnarsson eignuðust litia prinsessu 31. ágúst. Hún yó 14,5 merkur og var 50 sm löng. Á mynd- inni erhún alveg sallaróleg. „Það er lika ágætt að sofa sem mest á dag- inn svo ég geti haldið vöku fyrir mömmu og pabba á nóttunni." Kristin Eysteinsdóttir og Ólafur Jónsson eignuðust stæltan strák 31. ágúst. Hann vó 15 merkurog var 52 sm langur. Hann svaf vært þegar myndin var tekin, enda miðdags- blundurinn hans á þessum tima. Díana Linda Sigurðardóttir og Sverrir Þórður Sigurðsson eignuð- ust strák 30. ágúst. Hann vó 15 merkur og var 51 sm langur. Hér sjáum við hvað hann er ánægður með lífið og tilveruna. Hrönn Friögeirsdóttir og Frið- leifur Friðriksson eignuðust strák 4. september. Hann var 13 merkur og 51 sm langur. Lítill og nettur. „Sjáiði bara hvað ég er duglegur að gretta mig, samt var ég aðeins sólarhringsgamall þegar myndin var tekin.“ Marianne Rasmussen og Egill Stefánsson eignuðust stelpu þann 3. september. Hún vó 12 merkur og var 49 sentimetra löng. Hér sýnir hún að margur er knár þótt hann sé smár. Hún er greinilega kraftmikil þessi litla dama. Þeim Ragnhildi Gunnarsdóttur og Guðbirni Árnasyni fæddist dótt- ir 3. september. Hún var tæpar 16 merkur og 54 sm löng. „Æi maður verður svo latur í þessum hita.“ Þaö er greinilega gott að vera ungur og áhyggjulaus. Ingibjörg Ingvarsdóttir og Jónas Þórisson eignuðust strák 5. sept- ember. Hann var heilar 20 merkur og 57 sm langur. Þetta er myndar- strákur sem ætlar að verða stór og sterkur. Myndin er tekin daginn sem hann fæddist og er hann þvi svolítið lúinn þar sem hann kúrir i vöggunni sinni. Hér kynnum við fleiri glœnýja þjóð- félagsþegna, sem allir komu í heiminn á Fæðingarheimilinu í Reykjavík, og minnum nýbakaða foreldra úti á landi á að senda okkur myndir og upplýs- ingar um afkomand- ann. Ennfremur vill Pressan þakka Huldu Jensdóttur og starfs- fólki hennar á fœðingarheimilinu innilega fyrir sam- starfsvilja þeirra og alúðlegt viðmót í garð Ijósmyndara og blaðamanns.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.