Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 2

Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 2
2' FftrtmtU'ti&öúf'&’ déáömtíér' 1Ö8Ó PRESSU e kki er okkur kunnugt um að nokkru sinni hafi verið kannað hér á landi hvað fólk vill síst fá í jóla- gjöf. í Bandaríkjunum hefur það þó að sjálfsögðu verið gert. Nýlega voru eitt þúsund manns spurðir að því hvað þeir vildu helst ekki fá. Þrjátíu og einn af hundraði vildi síst fá hina ótrúlega ólystugu hefð- bundnu ávaxtaköku. Átján prósent vildu helst ekki fá ekki neitt! Einu færri vildu ekkert fá sem þyrfti að safna. Og hvað gerir fólk helst við jólagjafir sem það vill ekkert með hafa. Þrjátíu prósent stungu þeim inn í skáp (vonandi þó ekki ávaxta- kökunni). Níu af hundraði sögðust bara gefa óvinsælu gjafirnar ein- hverjum öðrum... ^fyrirhuguð vörugjaldshækkun hefur heldur betur hleypt fjöri í verslun, að minnsta kosti hvað varðar dýrari heimilistæki eins og eldavélar og þess háttar. Biðraðir munu hafa myndast út úr dyrum þessara verslana undanfarna daga, enda getur þessi kostnaðarauki skollið á hvenær sem er . . . 11 1 Wf ' ■ V-,- I V 9 Jj f llk iH í. :. 5 f 9 1 JL Á iflÍfl ■ IL S S w R JS7 oH Jafngott fyrir islensku þjóðina að Pétur Kristjánsson varð ekki hár- skeri. Síðast/iðið sunnudags- kvöld vóru haldnir tónleik- ar í íslensku óperunni og stóð fyrir þeim Va/geir Guðjónsson af Hánefs- staðaœtt. Valgeir þessi er löngu landskunnur til sjáv- ar og sveita fyrir hljóð- fœraslátt og söng og þá ekki síður ýms gamanyrði sem hann lœturfrá sér þeg- ar hann telur viðeigandi. Má rekja vinsœldir hans til þess að öðru fólki þykja gamanyrði hans sömuleiðis viðeigandi. Hefur hann því verið auknefndur Valgeir viðeigandi. Er skemmst frá því að segja að tónleikar þessir tókust afar vel og gerði fólk góðan róm að söng og hljóðfœraleik títtnefnds Valgeirs. Var listamannin- um klappað lof í lófa þegar yfir lauk. Flutti hann efni af hljómplötum þeim sem hann sendir frá sér um þessar mundir, Góðum ís- lendingum annars vegar og Sönnum sögum hins „Þvilikur maður — bæði greindur og graöur,“ segir í texta eftir Valgeir á einum stað. Fjölmiðiamenn, nauðsynlegt að koma þeim að, hvernig getur það öðruvísi verið? velkomin i heiminn ! 1. Þetta iitla kríli eignuðust þau Sesselja Guðjónsdóttir og Davið Sigurðsson þann 4. desember. Þetta er stúlka, ef það vefst fyrir einhverjum, og hún vó 16 merkur og mældist 54 sentimetrar. 2. Passlega mikið vill maður opin- bera sinn innri mann fyrir heimin- um. Augun eru jú spegill sálarinn- ar. Drengurinn litli sem lætur nægja að opna annað augað fæddist 4. desember, hann vó 12 merkur og mældist 50 sentimetr- ar. Hann er sonur þeirra Álfheiðar Þórðardótturog Auðuns Pálsson- ar. 3. Stúlkan fæddist 30. dag nóvem- bermánaðar og er dóttir þeirra Bjarkar Hákonson og Magnúsar Más Magnússonar. Hún vó 3.630 grömm og mældist 52 sentimetr- ar. Stórog stæðileg nútímakona á leiðinni. 4. Fullorðnir reyna alltaf að ráða i svip barna samkvæmt eigin skiln- ingi á svipbrigðum. Kannski væri samt gáfulegra að leita hjá dýrum merkurinnar. Ingibjörg Björns- dóttir og Gunnar Þór Gunnarsson eignuðust þennan son þann 29. nóvember og hann var 14 merkur og 54 sentimetrar. 5. Þessi stúlka, með sínar bústnu kinnar og vísi að glotti á andlitinu, er dóttir þeirra Elínar Ólafsdóttur og Freys Hreiðarssonar. Hún fæddist 3. desember, vó 141/2 mörk og mældist 50 sentimetrar. 6. Þessi litla hnátutáta fæddist þeim Margréti Þráinsdóttur og Héðni Kjartanssyni á Landspital- anum i Reykjavík þann 17da nóvember. Hún vó 16 merkur og mældist 53 sentimetrar. vegar, auk eldri laga. Telja menn að eftir þessa tón- leika sé um það engum blöðum að fletta að Val- geir Guðjónsson sé fugl dagsins í dag. Ljósmyndari Pressunn- ar, Helga Vilhelmsdóttir, mœtti galvösk og myndaði gesti og gangandi. Er allt sem sýnist? Turtlldúfumynd. Kók en ekkert popp.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.