Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 17

Pressan - 08.12.1988, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 8. desember 1988 17 Litli Ijósálf urinn lætur litið yfir sér. Hann varð þó f irnavinsæl jólagjöf fyrir nokkrum árum. Pressumyndir: Magnús Reynir. ÓLAGJAFATÍSKAN Af sígildum jólagjöfum fyrri ára Jafn árviss atburður og sjálf jólin er höfuöverkurinn, sem fylgir því hvað eigi að gefa ættingjum og vinum í jólagjöf. Og í óvissunni virðast margir einfaldlega fylgja straumnum. EFTIR ÁSGEIR TÓMASSON — MYNDIR MAGNÚS REYNIR Fyrir mörg okkar getur það verið mikið vandamál að velja jólagjafir. Við eigum hins vegar góða hauka í horni þar sem kaupmennirnir eru. Þeir vilja ólmir leysa vanda okkar. Aftur á móti er erfitt að veita hverju landsins barni per- sónulega þjónustu. Því er það einstaklega hentugt að koma einhverri ákveðinni vöru í tísku. Á liðnum árum hefur mörg tískujólagjöfin komið fram á sjónarsviðið. Stundum fyrir slysni en oftar en ekki hefur einhver snjall kaupsýslumaðurinn séð með góðum fyrirvara að nú væri hann einmitt með í höndun- um vöru sem myndi leysa hvers manns vanda þessi jól- in. Við ætlum að rifja upp nokkrar tískujólagjafir liðinna jóla um leið og harmaö er að ekkert hefur komið fram að þessu sinni sem ómissandi er á hverju heimili. Fyrir þá sök verða jólin ’88 ekki eins minnisstæð og ella hefði i orðið. — En hægan nú. Des- ember er enn ekki hálfnaður og hvað gerist á næstu dög- um? Vandi er um sllkt aö spá. En eitt er vfst að alltaf verður ákaflega gaman þá. FÓTANUDDTÆKIN SLÓGU ÖLL MET Hver man ekki fótanudd- tækin sem slógu öll sölumet síðla árs I982? Radíóbúðin seldi svo mikið af þeim að umboðsfyrirtækið í Dan- mörku sendi mann til lands- ins til að kanna hvort íslend- ingarnir endurseldu tækin eitthvert annað! „Frá því í ágúst og til árs- loka seldum viö um tólf þús- und fótanuddtæki," sagði Einar Long hjá Radíóbúðinni. „Við kynntum þau fyrst á heimilissýningunni þá um sumarið. Síðan hjálpaði mjög minnisstæð sjónvarpsauglýs- ing upp á sakirnar." Fyrst voru pöntuð eitt hundrað tæki tii landsins. Þá tvö hundruð, síðan eitt þús- und og fjórða pöntun var upp á tíu þúsund fótanuddtæki. Um tíma tók því ekki að stilla tækjunum upp í versluninni. Þau voru seld úr fjörutfu feta gámi úti á stétt. Fólk keypti sumt allnokkur tæki. Til dæmis gaf kona nokkur tíu ættingjum og vinum fóta- nuddtæki í jólagjöf. Nokkrir fengu fleiri en eitt tæki að gjöf og skiluðu þeim gegn innleggsnótum. Þannig hafði verslunin hag af fótanudd- tækjunum með þvl að minnka birgðirnar af öðrum varningi. Alls munu hafa selst um tuttugu þúsund fótanudd- tæki I allt. Því lætur nærri að þau séu til á öðru hvoru heimili á landinu. Einar Long býst ekki við því að það met veröi slegið á næstu árum. En hver er jóla- gjöfin I ár? „Við erum að fá í verslun- ina sérstakan rafhlööudrifinn stressskynjara sem við bind- um miklar vonir við,“ sagði Einar. „Þessi mælir sýnir hvernig við erum á okkur komin. Honum fylgja leió- beiningar á nokkrum kassett- Gamalreynd barnapia. Binatone- sjónvarpsleiktækið. Tölvurnar ruddu þvi úr vegi. um um hvernig við getum slakað á og látið okkur líöa vel. Síðan mælum við árang- urinn.“ — Einar bjóst við að stressmælirinn yrði á rétt innan við fimm þúsund krón- ur. Á ÞRIÐJA HVERJU HEIMILI Trivial Pursuit-spurninga- leikurinn gerði góða lukku þegar hann kom fram á sjón- arsviðið fyrir fjórum árum. Og enn er verið að selja hann. Gulur kassi meö viðbótar- spurningum sem kom út rétt fyrir jólin í fyrra er sagður seljast vel núna. „Ég hef aldrei gefið upp heildarsölu Trivial Pursuit- kassanna að öðru leyti en því að spilið er til á um 33 pró- • sentum íslenskra heimila," sagði Peter Salmon hjá heild- versluninni Eskifelli. „Við höf- um gefið út þrjá kassa. Sá fyrsti varö langvinsælastur en það er langt frá því að ég kvarti yfir sölu hinna tveggja." Ensku útgáfurnar af Trivial Pursuit munu vera sex til sjö talsins. Peter Salmon taldi ekki að ný útgáfa væri vænt- anleg á íslandi á næstunni. „Við setjum á markaðinn nýtt spil á næsta ári. Það kallast Pictionary og hefur orðið jafnvel enn vinsælla en Trivial Pursuit erlendis. Sér í lagi I Skandinavlu. Höfuö- kosturinn við Pictionary er sá að það höföar jafnt til fólks á aldrinum sjö til 99 ára. Við vonumst jafnvel til að geta byrjað að selja þetta nýja spil með vorinu." SJÓNVARPS- LEIKTÆKJAÆDI Einu sinni vildu öll börn og unglingar eignast Binatone- sjónvarpsleiktæki. Nú muna það fáir. „Þetta tæki var ágætis barnapía á þeim tíma er sjón- varpið gerði ákaflega lítið fyr- ir börn. Foreldrarnir stungu tækinu bara í samband við sjónvarpstækið og leyfðu svo krökkunum að leika lausum hala,“ sagði Hans Kragh Júlí- usson hjá Radíóbæ. Hann man ekki lengur hversu mörg Binatone-tæki hann flutti til landsins. „Þetta var óhemjumagn. Tvö ár i röð seldist allt upp sem ég gat fengið utanlands frá og þriðja árið gekk einnig vel. Ög Binatone-æðið gekk ekki bara á íslandi. Eg man að Bretar voru einnig mjög hrifnir af tækinu." En allt i einu var sjónvarps- leiktækið frá Radíóbæ ekki nógu gott. „Tölvurnar komu til sög- unnar,“ sagði Hans. „Bina- tone-tækið hafði aðeins fjóra leiki. Miðað við þaö buðu tölvurnar upp á óendanlega möguleika. Þærvoru líka ótollaðar en Binatone-tækin höfðu níutlu prósent toll. Þvl var maður ekki samkeppnis- fær lengur." LJÓSÁLFUR ÁRSINS Litli Ijósálfurinn nefnist lampi sem seldist flestu öðru betur á aðventunni fyrir nokkrum árum. Hann þykir sérlega hentugur fyrir bóka- orma sem vilja lesa I rúminu án þess að láta Ijósið trufla aðra. „Við náðum nú ekki að selja Ijósálfinn eins vel og Radíóbúðin stóð sig með fótanuddtækin," sagði Krist- inn Jörundsson hjá fyrirtæk- inu Hildu. „Ég held að það hafi farið um fimm til sex þúsund lampar fyrir ein jólin. Nú, þeir seljast svo sem enn þótt magnið sé náttúrlega ekkert í líkingu við þaö sem áður var. Einnig var eitthvað um að þeir væru gefnir í fermingargjöf hér áður fyrr. Á öðrum tímum árs hreyfist Ijósálfurinn lítið. Einna helst að tónlistarmenn kaupi hann til að festa á nótnagrindur." METSÖLURÓK Bók er að sjálfsögðu sígild jólagjöf. En sumar bækur seljast betur en aðrar. Ekki fór á milli mála hver var met- sölubókin árið I984. Á Gljúfrasteini, samtalsbók Auöar Laxness og Eddu Andrésdóttur, seldist í um tíu þúsund eintökum. „í og með kom mér þessi sala á óvart,“ sagði Edda. „Meðan við vorum að vinna að bókinni hugsuðum við ekkert um söluna en þegar nær dró jólum fór okkur að gruna margt.“ Hví seljast samtalsbækur? Af hreinni og klárri hnýsni telja margir. Edda álítur þó að fleira hafi ráðið vinsældum bókarinnar Á Gljúfrasteini. „Auður er vinmörg kona og þau hjónin njóta mikillar hylli landsmanna. Svo kann það að hafa ráðið nokkru að kaupendur hafi talið samtals- bók við eiginkonu nóbels- skáldsins veróskulda stað aftast í hillu við hlið verka þess.“ ■ Það tók þvi ekki að fara með fótanuddtækin i Radióbúðina þegar þau seldust sem best. Stórum gámi var komið fyrir á hlaðinu og tækin afgreidd úr honum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.