Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 5

Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAÍ 1991 5 og rithöfund- urinn Hrafn Jökulsson skrifar um reynslu sína af dópheimi Reykjavík- ur í Mannlífi sem kemur út eftir nokkra daga. Grein- in byggir á mjög svo persónulegri reynslu hans og lýsir hann meðal annars því er hann sprautar sig í fyrsta sinn ... u ■^ú eru menn farnir að velta fyrir sér nöfnum aðstoðarmanna nýju ráðherranna. Guðmundur Magnússon sem var aðstoð'armaður Birgis ísleifs Gunnarssonar menntamálaráð- herra á sínum tíma er nú aftur orðaður við aðstoðarmanns- starfið, að þessu sinni hjá Ólafi G. Einarssyni menntamálaráð- herra.. . að er alls ekki víst að Davíd Oddsson ráði til sín aðstoðarmann í forsætisráðuneytið. Hins vegar er líklegt að hann velji sér efnahagsráðu- naut. Eitt nafn hefur komið upp í umræð- unni, nafn Ólafs Davíðssonar fram- kvæmdastjóra Fé- lags íslenskra iðn- rekenda. Ólafur hefur síðustu árin kynnt sér ítarlega málefni Evrópska efnahagssvæðisins og leitt nefnd sérfræðinga EFTA landanna. Sú reynsla gæti verið nýjum forsætis- ráðherra dýrmæt á næstu mánuð- um, þegar samningar á milli EFTA og EB eru á lokaspretti... JUft ■ WBönnum hefur orðið tíðrætt um bílaskipti í kringum ráðherra- skiptingu nýrrar ríkisstjórnar og þá ------------ sérstaklega jeppann hans Júlíusar Sól- nes. Sá sem fær dýr- asta ráðherrabílinn steinn Pálsson sem . Halldórs Ásgríms- sonar. Halldór fékk hins vegar Benzinn frá Albert Guðmunds- syni en Albert keypti hann í tíð sinni sem fjármálaráðherra. Þor- steinn vildi þá ekki taka við honum en hann leysti sem kunnugt er Al- bert af hólmi eftir að hafa rekið hann úr ráðherrastólnum. Nú stefn- ir hins vegar í að hann fái Benzinn þrátt fyrir allt... A H^^kveðið er að Geir H. Haarde verði formaður þingflokks sjálfstæðismanna. Geir átti ekki möguleika á ráð- herraembætti að þessu sinni, þótt ýmsir af yngri mönnunum í flokkn- um hefðu gjarnan viljað sjá hann í stóli fjármálaráðherra. Hins vegar telja þeir víst að Geir eigi eftir að verða Friðriki Sophussyni mjög svo innan handar í því emb- ætti... A flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins þar sem stjórnarþátttakan var endanlega samþykkt voru fjör- legar umræður. Sá fundarmaður sem harðast gekk fram í gagnrýni á samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn var Ólína Þor- varðardóttir borg- arfulltrúi Nýs vett- vangs. Meðan á lesningu Ólínu stóð kom upp í huga sumra fundar- manna að ef til vill væri Ólína á leið úr flokknum. Hún eyddi hins vegar öllum vafa um það og sagði að menn mættu ekki halda að hún væri að yfirgefa Alþýðuflokkinn. Einum fundarmanna varð að orði, að þetta væri alvarlegasta hótun sem hann hefði heyrt í langan tíma... o ^^^víst er hver mun taka við starfi Vilhjálms Egilssonar, fram- kvæmdastjóra Verzlunarráðs, nú þegar hann sest á þing. Framundan eru miklar skipu- lagsbreytingar hjá Verzlunarráði en hugmyndir eru uppi um að Kaupmanna- samtökin komi til samstarfs og eru þegar hafnar við- ræður þar um. Hefur meðal annars hinn nýkjörni formaður Kaup- mannasamtakanna Bjarni Finns- son boðað slíkt samstarf þannig að vægi framkvæmdastjórastöðunnar mun síst minnka ... Á þriðjudagskvöldið mátti sjá nokkra nýorðna ráðherra á veit- ingahúsum borgarinnar. Á Hótel Holti var Davíð Oddsson við eitt borðið ásamt vinum sínum; Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni, Kjartani Gunnarssyni og fleirum. A næsta borði sat Friðrik Sophusson ásamt sínum vinum. í Grillinu á Hót- el Sögu voru síðan þeir Ólafur G. Einarsson og Halldór Blöndal. Þorsteinn Pálsson var hins vegar á 25 ára útskriftarfagnaði hjá Verzl- unarskólanum ásamt Hemma Gunn, Júlíusi Hafstein og fleir- um ... F lokksráðsfundur sjálfstæðis- manna fór eins og þeir vilja hafa svona fundi. Davíð Oddsson hélt tölu. Síðan hélt Sig- urður Einarsson, útgerðarmaður úr Eyjum og stuðnings- maður Þorsteins, ræðustúf. Þá sté séra Hjálmar Jónsson í stól og fór með stöku. Davíð fór þá aftur í ræðustól og fór með vísu sem Þór- arinn Eldjárn hafði gaukað að honum. Síðan stóð flokksráðið upp og klappaði samþykki sitt við stjórn- armynduninni... TÓNLISTARDEILD JAPIS3 KRINGLUNNI VIÐ ERUM AÐ OPNA í KRINGLUNNI GLÆSILEGA TÓNLISTARDEILD, ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MIIIIIKIÐ OG AÐ SJÁLFSÖGÐU Á SAMA LÁGA VERÐINU OG í VERSLUN OKKAR í BRAUTARHOLTI. R Ú S í N A N í PYLSUENDANUM EF ÞÚ VERSLAR FYRIR MEIRA EN ÞÚSUND KRÓNUR, FÆRÐ ÞÚ AÐ GJÖF HLJÓÐSNÆLDU FRÁ SONY

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.