Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 12

Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAl 1991 D ■ mökin fyrir því að Karl Stein- ar Guðnason yrði félagsmálaráð- herra voru ekki bara þau að fara að vilja forystumanna verkalýðshreyfing- arinnar, sem hefðu gjarnan vilja sjá mann úr sínum röð- um í ráðherraliðinu. Framganga hús- bréfakerfisins hefur valdið nokkrum áhyggjum, ekki síst tregða Iífeyrissjóðanna varðandi fjármögnunina, kaup á bréfum. Sú tregða er rakin til fýlu og langrækni ýmissa forystumanna í verkalýðs- hreyfingunni, sem eru ekki enn búnir að viðurkenna hrun húsnæð- iskerfisins sem komið var á í kjöifar kjarasamninga árið 1986. Þeir hafa sí og æ reynt að bregða fæti fyrir Jó- hönnu Sigurðardóttur sem verið hefur hatrammasti andstæðingur gamla húsnæðiskerfisins ... A ^^^Kpotekarinn Werner Rassm- usson gerir fleira en að flytja inn og selja pillur. Eins og kunnugt er eign- aðist fyrirtæki hans nýverið meirihluta í Viking-Brugg og Sanitas og nú heyrist að Werner ætli að leggjast í víking með framléTðslu sína. Fyrir nokkru voru staddir hér á landi fulltrúar frá nokkrum erlendum hótelum og veitingahúsum og leist þeim það vel á víkingbjórinn, að þeir hyggjast reyna að bjóða upp á hann í sínum heimalöndum. Víkingbjórinn mun hafa fengið þá einkunn að vera bragðgóður og í fallegum flöskum. Fijótlega verða sendar út prufur og innan þriggja mánaða er stefnt að útflutningi... að getur verið forvitnilegt að lesa gömul viðtöl við stjórnmála- menn. Davíð Oddsson var í við- tali við Helgar- póstinn fyrir fimm árum. Þá leit hann svona á málin: „For- sætisráðherra ætti auðvitað að hafa meiri völd en hann hefur núna. Hann hefur í raun hlægilega lítil völd, menn átta sig bara ekki á því og það bjargar honum. Hann er að vísu fundarstjóri og getur komið fram út á við gagnvart fjölmiðlum, en hann hefur sáralítið forvald. Ég hugsa að það sé hvergi til valdalausara for- sætisráðherraembætti í veröldinni." Svo mörg voru þau orð ... L GÆÐAFLÍSAR Á GÓDU VERÐI STÓRHÖFÐA 17 VIÐ GULLINBRÚ SÍMI674844 l sama viðtali segir Davíö Odds- son: „Ég held að í Sviss séu ekki nema sjö ráðherrar, þannig að ég ------------- skil ekki hvað við er- um að burðast með ar ráðherrarnir eru ráðherradómur ekki ------------- inu segir Davíð að nægilegt sé að hafa hér fimm ráð- herra. Eins og kunnugt er þá eru þeir helmingi fleiri í ríkisstjórn hans... GULLNI HANINN - lítíll, notalegur og ódýr - líttu inn! GULLM HANINN er mátulega stór veitingastaður til að skapa notalega stemmningu og góð tengsl milli gesta og starfsfólks. Gl'LLNl HANINN býður ódýran matseðil dagsins í hádeginu auk rétta af gómsætum sérréttaseðli hússins. GULLNI HANINN veitir frábæra þjónustu hvort sem þú lítur inn í hádeginu eða kemur í ró og næði á kvöldin. Gl'LLNI HANINN er opinn 11.30-15.00 og 18.00- 22.30 alla virka daga og um helgar 18.00-24.00. Líttu inn! Laugavegur 178 Sími347 80. Fax. 680155. c A^vo enn sé vitnað í sama viðtal þá var Davíö Oddsson spurður um hvort hann ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjálf- stæðisflokksins. Hann svaraði því svo fyrir fimm árum: „Ég hef ekki hugsað til þess. Á meðan Þorsteinn Pálsson kýs að vera formað- ur Sjálfstæðisflokksins styð ég hann til þess ... Víðtæk fjölskylduvemd VÍS. „Charme" jj 40 ára reynsla / 25 ár á íslandi Græna línan CJandq/ Gæði og góð þjónusta PFAFF Borgartúni 20, sími: 626788 rrc-ís. . - rlEJE-SHAMPOO JQJOBA OLANS OG VfXMITET TlllANGTHAt LORÉAU

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.