Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 26
-V 26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 í Þ R Ó T T I R Viku fyrir ársafmæli hinnar frægu yfirlýsingar Earvins „Mag- ic“ Johnson um að hann væri smitaður af alnæmi kom ný yfir- lýsing. Eftir allt saman sagði Mag- ic að hann væri hættur við að hætta við að hætta. Þessi seinni yfirlýsing markar endalokin á furðulegu ári í lífi eins fremsta og ástsælasta íþróttamanns heims. Um leið afhjúpar hún tvískinn- unginn og hræsnina sem sjúk- dómur Magic hefur kallað ffam. Ákvörðun Magic um að draga sig í hlé kemur í kjölfar þess að hann hefur orðið að þola óvægna og miskunnarlausa umfjöllun upp á síðkastið. Allir voru sammála um að með þvf að segja frá því að hann væri smitaður af alnæmi í fyrra hefði Karl Malone: Stýrir „galdraofsóknunum" gegn töframanninum. hann unnið mikinn sigur — sigur sem margir töldu að markaði upphafið að því að um sjúkdóm- inn „ægilega“ yrði nú fjallað af meiri víðsýni og mannúð. VARÐ HETJA OG HÉLT SAMNING UNUM Tilkynning Magic 7. nóvember í fyrra um að hann hefði greinst með HlV-veiruna var mjög dram- atísk og flaug eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Bandaríkin stóðu á öndinni og George Bush forseti vottaði Magic virðingu sína og samúð. Vorkunnin breyttist í aðdáun á hugrekki Magic og menn fóru fljótlega að tala um að nú yrði hægt að hleypa umræð- unni um alnæmi í skynsamlegan farveg. Um leið tókst Magic að varðveita alla auglýsingasamninga sína og ef eitthvað var varð hann bara enn vinsælli, dáðari og dýr- ari! Magic hætti að leika um leið og þetta varð ljóst en hélt sér í þjálf- un. Að sjálfsögðu var hann valinn í Stjörnuleikinn í febrúar á síðasta vetri, en liðin í honum eru valin af áhorfendum, sem ávallt hafa dýrkað Magic. „Endurkoman11 var eftirminnileg; Magic sýndi alla töfrana, skoraði 25 stig og gerði meðal annars þrjár þriggja stiga körfur síðustu fimm mínúturnar. Hann var valinn maður leiksins (Most Valuable Player) og allir voru að springa af hamingju. Ævintýrið hélt áfram þegar hann tilkynnti að hann vildi leika á Ólympíuleikunum. Hann varð annar tveggja fyrirliða „drauma- liðsins" og fékk auðvitað ólymp- íugull. Honum virtist ekkert ómögulegt — hann hafði gefið sjúkdómnum „ægilega" langt nef og virtist ætla að lækna heiminn af fordómum gagnvart alnæmi á eig- in spýtur. ENGINN VILL LEIKA VIÐ MAGIC En í september fóru sprungur að myndast í goðsögnina. Magic tilkynnti að þetta væri allt svo gaman að hann ætlaði að leika SMITAÐIST HANN AF KARL- MANNI? En leikmennirnir segja meira, því nú eru komnar efasemdir um að Magic hafi smitast með þeim hætti sem hann hefur haldið ffam. Blaðið Intemational Herald Tri- bune segir að þessi orðrómur hafi meðal annars verið rakinn til Is- iah Thomas, bakvarðarins fræga hjá Detroit Pistons. Er því haldið fram að Thomas hafi látið hafa eftir sér að Magic væri hommi og þannig hefði hann smitast. Hvað svo sem hæft er í þessu mun Mag- ic hafa rætt við Thomas í einn og hálfan klukkutíma fyrir nokkrum dögum. „Earvin sagði að það hefði verið gott samtal,“ sagði Lon Rosen, talsmaður Magic, en Thomas hefur ekkert látið eftir sér knattspyrnutímaritsins World Soccer er grein þar sem fjallað er um það hversu mikið hin svokölluðu litlu lið í Evrópu hafa eflst. Fjall- að er um óvæntan sigur Danaí Evrópukeppn- inni í Svíþjóð í sumar og frábæra frammi- stöðu Norðmanna upp á síðkastið, sem unnu Hollendinga 2-1 íÓsló og gerðu jafntefli við Englendinga á Wem- bley. Þá hafa Svisslend- ingar vakið athygli en Ttalir sluppu með skrekkinn á heimavelli sínum fyrir stuttu er lið- in gerðu 2-2-jafntefli en Ttalir náðu að jafna seint f leiknum. Og þá er það millifyrirsögnin; „Meira að segja fsland sýnir að engir leikir er auðveldir." Þar segir um íslenska landsliðið í lauslegri þýðingu: „Meira að segja ísland, sem svo lengi hefur verið eitt af þeim liðum sem þola hafa mátt rassskellingar, hefur sýnt að yfir það verður ekki valtað. Þeir sýndu framfarir sínar með því að vinna Ungverja 2-1 í Búdapest í júní og fóru síðan til Moskvu þar sem Rússar náðu að sigra með einu marki." Frammistaða okkar manna þykir góð og sagt er að lið, sem þóttu auðveld viður- eignar fyrir tíu árum, geti bitið frá sér núna og enginn hafi efni á að bóka sigur gegn þeim fyrirfram. áfram og um leið undirritaði hann sannkallaðan draumasamning við Lakers sem færði honum 150 milljónir á ári næstu þrjú árin. Á sama tíma undirritaði hann nýja auglýsingasamninga, m.a. við Miller-bjórframleiðandann — tákn karlmennskunnar í Banda- ríkjunum. Eina vandamálið virtist vera hve marga leiki hann þyldi að leika og að læknisráði sagðist hann ætla að leika 60 af 80 leikjum tímabilsins. En rétt áður en tí'ma- bilið átti að hefjast kom óvænt yfirlýsing: Magic var endanlega hættur. Og ástæðan: Það vildi enginn leika við hann! Síðan í september hefur úrtöluröddunum vaxið ás- megin og menn orðið sífellt gagn- rýnni á þá ákvörðun Magic að leika áffam. Leikmenn í deildinni hafa dregið réttmæti þess í efa og er Karl „póstmaður“ Malone sér- staklega borinn fýrir því, en hann var með Magic í draumaliðinu. „Allir voru hrifnir af hugmynd- inni um draumaliðið en nú verð- um við að horfast í augu við raun- veruleikann,“ sagði Malone og í svipaðan streng tók Gerald Wilk- ins, sem nú leikur með Cleveland Cavaliers: „AUir tala um þetta og sumir eru hræddir. Þetta gæti ver- ið okkur öllum hættulegt en þar sem þetta snýst um Magic taka allir á þessu með silkihönskum,“ sagði Wilkins. Um leið hafa menn verið að draga fram að ástæðan fyrir gengi Magic í Stjörnuleikn- um sé sú að menn hafi ekki þorað að koma nálægt honum. Einnig hefur því verið haldið fram að frammistaða Magic í æfingaleikj- um hafi síður en svo verið sann- færandi. Þessi 206 sm hái bak- vörður hefur reyndar blásið nýju h'fi í miðvörðinn Divac með stoð- sendingum í æfingaleikjunum (met hans upp á 9.921 stoðsend- ingu í NBA verður seint slegið), en hann skoraði lítið sjálfur. I síðasta æfingaleiknum fékk Magic smásár á handlegginn sem blæddi úr. Hér hugar einn aðstoðarmanna Lakers að sárinu en eng- inn í salnum gat tekið augun af blóðinu sem vætlaði úr því. Magic viðurkenndi að atvikið hefði verið vandræðalegt. hafa um málið. Aðrir hafa reyndar risið upp honum til varnar, þar á meðal Sam Bowie, miðvörður NY Nets, sem segir að þetta stafi af því að karlrembumar í NBA trúi því í raun ekki að venjulegir menn geti smitast. Og það er við fleiri fortíðar- drauga að glíma. Kona frá heima- fylki hans, Michigan, hefur höfðað mál á hendur honum og segir að hann beri ábyrð á því að hún smitaðist effir samfarir við Magic í júní 1990. Hún heldur því fram að hann hafi þá þegar vitað um vír- usinn en þetta er því sem næst einu og hálfu ári áður en hann kom fram opinberlega. Auk þess stangast þetta á við fyrri yfirlýs- ingar Magic um hvernig hann smitaðist, en hann hefur haldið því fram að hann hafi smitast sumarið 1991. Það er því hart sótt að ameríska draumasjúklingnum, enda má segja að það hafi verið bjartsýni hjá honum að ætla að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Hann er jú haldinn alvarlegum smitsjúkdómi og menn með smit- sjúkdóma eru yfirleitt ekki á kafi í íþróttum. Á sínum tíma féllst hann á að taka sæti í nefnd á vegum Bush Bandaríkjaforseta um alnæmi. Hann hætti þar í haust vegna óánægju með störf nefndarinnar og áhugaleysis Bush. Má vera að hann taki aftur sæti þar nú þegar Bill Clinton er á leiðinni í Hvíta húsið, en Magic var yfirlýstur stuðningsmaður hans. En það er langur vetur fram- undan hjá Lakers-liðinu, sem verður að spila án töfrabragða Magic. Um leið og það varð ljóst fóru stuðningsmenn liðsins að skila inn ársmiðum sínum — þeir ætla frekar íbíó._____________ Siguröur MárJónsson Ameríski draumasjúklingurinn gat ekki galdrað sig út úr vandræð- unum þegar í Ijós kom að enginn vildi leika við hann. Gervihnattasport MMWITÍMM.McMIM;! 14.30 NBA-körfuboltinn Scre- ensport. Washington Bull- ets mætir New York Knicks. 20.30 Hollenski fótboltinn Screensport. Leikur I hol- lensku 1. deildinni. Klukkan 21.00 er það slðan spænski boltinn og klukkan 22.00 verður farið á flakk um fót- boltavelli í Evrópu. 23.00 Keila Screensport. Svip- myndir frá alþjóðlegu móti í Hollandi þar sem at- vinnumenn glíma við keil- urnar. ■ j m 14.00 Tennis SkySports. Bein út- sending frá móti í Frank- furt þar sem helstu stór- stjörnur tennisheimsins keppa um hvorki meira né minna en 250 milljóna króna verðlaunafé. 19.30 Mótorsport Screensport. Klukkutíma blandaður þáttur með allrahanda ökutækjum og ökuþórum. 22.30 Fótboltahelgin Sky Sports. Snillingar velta fyrir sér leikjum helgarinnar á Englandi. Markasyrpa ein mikil fylgir í kjölfarið. 13.00 fþróttir á laugardegi Sky Sports. Fimm tlma dagskrá. Meðal annars íshokkl, tennis og náttúrlega hinn ómissandi fótbolti. 17.50 Brasilíski fótboltinn Screensport. Bein útsend- ing frá leik I Brasillu þar sem samban ræður ríkjum. 20.00 Fjölbragðagllma Sky Sports. Það er glettilega gaman að fylgjast með þegar þessir furðufýrar berja hver á öðrum. Þótt það sé I hálfgerðu plati. 12.30 Fallhlífarstökk Sky Sports. Frá Spáni. Kepp- endur leika sér heillengi I frjálsu falli, fallhlífin er ekki opnuð fyrr en á siðustu stundu. 13.00 Snóker Screensport. Kapp- ar eins og Steve Davis sýna listir sínar með kjuðann. 18.00 Körfubolti Screensport. Bein útsending frá leik í þýsku Bundesligunni. Þar spila þeir góðan körfu- bolta. 20.00 Fótbolti Screensport. Sýnt frá leikjum 1 hollensku, spænsku og portúgölsku fyrstu deildunum. Draumurinn sem gat ekki orðið að veruleika Ehqím ■ ■ ■ ■ ■ I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.