Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU 31 L|F|Ð EFtIRV|nNU Föngulegar konur í faðmi föngulegs piltungs. Fyrir aftan Axel, þó ekki Rose, stendur Ey- dís, en Fríða og Sigrún eru í faðmi hans. Kátir piltar voru glaðir að sjá þegar þeir munduðu hljóðfærin, enda ábyggilega nokkuð til í því að þeir líti á hljóðfærin sem meðfærilegt kvenfólk. Hjörtur Howser er á nikkunni, Hallur Helga trommar, Steinn Ármann fer Ijúfum höndum um tamborínuna, Atli Geir syngur bara og steppar en Jakob er á gítarnum. * ' -wf Hafnfirska gengið Kátirpiltar mlt upp á útkomu plötunnar „Bláa höfrungsins“ með hátt í 300 manna stórteiti á Grettis- götunni föstudaginn 13. nóvember. í tilefni dagsins brutu Kátu piltarnir hvern spegilinn af öðrum og höfðu meðferðis tuttugu svarta ketti til að stríða gegn lögmálum hjátrúarinnar. Engin óhöpp urðu þetta kvöld, heldur varþetta þvert á móti hið mesta happakvöld og seldistfyrsta eintakið afplötu Kátra pilta upp. Stórpopparinn Egill Ólafsson virðistþjást afhjátrú því hann þorði ekki að láta sjá sig ípartíinu fyrr en klukkan var eina mínútu gengin í eitt. íveislunni mátti sjá margaþjóð- kunna Hafnfirðinga ogaðra þekkta íslendinga. Frá því endurnýjun átti sér á stað á einu elsta diskóteki bœjarins, Casablt ið fullt út úr dyrum. Tónlistarstemmningin sem þar rtkir er „Hard Core lœtur ágœtlega í eyrum. Þeir sem sækja staðinn eruýmist leðurklœtt tískulið eða uppá- Njj® búió háskólagengi á ahl '\n- um 20 til 28 ára. Um síi tu lielgi varfjör ögf Rabbi, sem er á forsíðu bókarinnar „Tíminn og tár- ið" sem fjallar um drykkjusiði íslendinga fyrr og nú, með eitthvað glært í kókglasi; Ingvar Þórðar altmul- igmann mundar einn hinna tuttugu svörtu katta og Hjördís f Levi's situr hjá. Heit, kynferðisleg stemmn- ing skapaðist á Tunglinu þegar danstónlistarfríkið Adamski, sem getið hefur sér gott orð fyrir frumlegan tónlistarflutning á Eng- landi, mætti á staðinn. Fjöldi íslenskra kvenna fór að dæmi enskra kynsystra sinna og mætti á korselett- inu einu klæða. Allir voru kátir þetta kvöld, meira að segja Valdi Flygenring, Auðunn, upp- tökumaður Reykjavíkur síðdegis, og koll- ega hans, SteingrímurÓlafsson. Jói á Café Romance og Nanna Guðbergsdóttir í Mílanó á heitri stundu. Jonni sveppur, Bára í Spútnik og Erla Ellingsen, systir stjórstjörn unnar Maríu Ellingsen. B I O B O R G I N Friðhelgin rofin Unlawful Entry ★★ Þetta gæti verið Höndin sem vöggunni ruggar II eða Pacific Heights III. Úlfur í sauðargæru ryðst inn í líf ungs fólks á uppleið og kemst langt með að rústa þvi. Systragervi SisterAct ★★ Það er visst áfall þegar kemur í Ijós að syngjandi nunnurnar eru fýndnari en Whoopi Goldberg. Hinir vægðarlausu Unforgiven ★★★★ Clint Eastwood er vernd- ari hins vestræna heims — að minnsta kosti þess villta. Þegar engum dettur lengur í hug að bjóða upp á vestra kemur hann með þetta meistarastykki. Veggfóður ★★★ Fjörug og skemmtileg þrátt fyrir augljósa hnökra. najuuui Systragervi SisterAct ★★ Mynd- in sannar hversu slæm blanda gamansemi og tilfinningasemi getur orðið. Kaliforníumaðurinn California Man ★ Mynd sem hefði ekki átt að fara út fyrir fylkismörk Kaliforníu. Blóðsugubaninn Buffy Buffy the Vampire Slayer ★ Mynd sem er byggð upp á einum brandara og sá er fljótur að ganga sér til húðar. Ekki fyrir aðra en hörðustu aðdá- endur Lukes Perry að þola þetta. Lygakvendið Housesitter -trk Myndin er spunnin út frá bráð- snjallri hugmynd, en það er líka allt og sumt. Stórkostlegir vinir Shaking the Tree ★ Svo virðist sem hver einasti Ameríkani sakni æskufélaganna svo að hann er ekki í rónni fyrr en hann hefur búið til goðsögn um þá. HASKOLABIO Boomerang ★ Myndin sem átti að draga úr hraðri niðurleið Eddies Murphy af stjörnuhimninum. Hann stendur sig reyndar ágætlega drengurinn, en söguþráðurinn fer í allar áttir og skilur hann eftir í von- lausri stöðu. Forboðin ást Ju Dou ★★★★ Meistaraverk. Óvenju stílhrein mynd; hvert smáatriði er mikilvæg- ur þáttur í magnaðri heild. En sorg- leg er hún sagan um það hvernig gamalmenni og hefðir níðast á einlægri ást. Myndin sem sagt var að mundi keppa við Börn náttúr- unnar um Óskarsverðlaun; en, með fullri virðingu — Friðrik Þór keppir ekki við þetta. Háskaleikir Patriot Games ★★ Smásmugulegheit eru helsti kostur reyfara eftir Tom Clancy, þegar þau vantar verður söguþráðurinn heisti fátæklegur. Sódóma Reykjavík ★★★ ímyndaðir undirheimar Reykjavíkur eru uppfullir af skemmtilegum kjánum og aulahúmor. Svo á jörðu sem á himni ★★★ í heildina séð glæsileg kvikmynd og átakanleg. Varla hefur sést betri leikur í íslenskri bíómynd en hjá Álfrúnu litlu Örnólfsdóttur. Steiktir grænir tómatar Fried green tomatoes ★★★ Tálbeitan Deep Cover ★★ Bara nokkuð smart mynd. Þar fýrir utan er hún spennandi framan af en rennur síðan út í sandinn. Eins og tálbeitutrixið í kókaínmálinu okkar. Eitraða Ivy Poison Ivy ★ Drew Barrymore vinnur sín stærstu afrek í slúðurdálkum tímaritanna. Lygakvendið Housesitter ★★ Góð hugmynd, en Goldie Hawn og Steve Martin eru eins og grín- sjálfsalar. REGNBOGINN Leikmaðurinn The Player ★★★★ (senn þriller, gamanmynd og eitruð háðsádeila. Furðulega vel heppnuð mynd og ber fagurt vitni áreynslulausu og öruggu handbragði meistara Altmans. Al- gjört möst, líka til að sjá 65 stórar og litlar stjörnur leika sjálfar sig. Sódóma Reykjavík ★★★ Álappalegir og hlægilegir smák- rimmar i höfuðborginni. Prinsessan og durtarnir ★★★ Myndin er tal- og hljóðsett af mik- illi kostgæfni og ekkert til sparað. Lostæti Delicatessen ★★★★ Henry, nærmynd af fjölda- morðingja ★★ Að ýmsu leyti ókræsilegri morðingi en Hannibal Lecter. Homo Faber ★★★★ Hittið frá síðustu kvikmyndahátíð. STJÖRNUBÍÓ í sérflokki A League ofTheir Own ★ ★ Líklega var miklu skemmti- legra að leika í þessari mynd en horfa á hana. Geena Davis er svo skemmtileg í framan að hún kemst upp með allt. Bitur máni Bitter Moon ★★★ Meinlega erótísk og oft kvikindis- lega fyndin sápuópera. Samt er spurning hversu alvarlega maður á að taka þessa mynd. Það bregður fyrir meistaratöktum en kannski er Polanski löngu hættur að taka sjálf- an sig hátíðlega. Börn náttúrunnar ★★★ S Ö G U B í Ó Blade Runner ★★ Ný útgáfa hins klassíska framtíðartryllis Ridley Scott og Phil K. Dick. Lítt nýtt og spjöll unnin á frumútgáfunni. Fríða og dýrið The Beauty and the Beast ★★★★ Ótrúlega fögur mynd og fjarska óhugnanleg þeg- ar það á við. Höfundar hennar sanna að því lygilegri sem sagan er og umbúnaðurinn ótrúlegri því auðveldara á áhorfandinn með að lifa sig inn í verkið. Það er galdur- inn við skáldskap.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.