Pressan - 07.01.1993, Page 21

Pressan - 07.01.1993, Page 21
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 7. JANÚAR 1993 E R L E N T 21 Streisand skemmtir Clinton Spænskir sagn- fræðingar hafa varpað nýju ljósi á einræðisherrann Francisco Franco, sem virðist hafa verið mömmu- drengur, fyrirlitinn af föður sínum. í tilefni hundrað ára fæðingarafmælis Francos hafa for- vitnilegar bók- menntir um harð- stjórann litið dags- ins ljós. Þann 4. desember síðastliðinn voru liðin hundrað ár frá fæðingu einræðisherrans Franciscos Franco, sem stjómaði Spáni með harðri hendi í 36 ár. Fæstir Spán- verjar hefðu munað eftir stóraf- mælinu ef spænskir sagnffæðing- ar og rithöfundar hefðu ekki vakið upp gamlan draug með ítarlegum bókmenntaverkum sínum um ævi Francos. Bækur þessar sýna einræðisherrann í nýju ljósi og hafa vakið umtalsverða athygli jafnt innan Spánar sem utan. Ýmsir áhugasamir hafa í gegn- um árin velt því fýrir sér hvernig þessum grannvaxna, veiklulega, mjóróma dreng, sem skólafélag- arnir og systkinin kölluðu iðulega „eldspýtuna“, tókst að eflast með slíkum hætti; sigra lýðveldissinna í borgarastyijöldinni og ná heljar- tökum á spænsku þjóðinni. Meðal þeirra sem leitað hafa svara við þessari spumingu er spænski sál- fræðingurinn Enrique Gonzáles Duro og í nýrri bók hans um Franco varpar hann ffam skýr- ingu sinni. LEITAÐISKJÓLS HJÁ MÓÐ- URSINNI Faðir Francos, Don Nicolás, liðsforingi í sjóhemum, hafði ekki verið kvæntur lengi þegar hann fór að leita út fyrir hjónabandið eftir ástaratlotum, enda þótti hon- um eiginkona sín, móðir Francos, óhemju guðhrædd og fráhrind- andi. Faðirinn var af þessum sök- um tíður gestur í vændishúsum heimabæjarins E1 Ferrol og dragn- aðist oft drukkinn heim til sín seint um nætur. Á heimilinu var hann sam- viskulaus harðstjóri og fór ffam á heraga innan fjölskyldunnar. Don Nicolás varð af einhverjum ástæð- um strax í upphafi fyrir miklum vonbrigðum með son sinn Franco og var alla tíð í nöp við hann. Bitnaði stjórnsemi hans mun meira á Paquito, eins og hann var stundum kallaður, en systkinum hans þremur sem fljótlega tóku upp sömu siði og faðirinn og gerðu lítið úr Franco. Innan fjölskyldunnar var eng- inn sem Franco gat hallað höfði sínu að nema móðirin og eftir því sem harðstjórn föðurins færðist í aukana gerðist hann hændari að móður sinni, Pilar. Og varð mömmudrengur, eins og sagn- fræðingarnir hafa kosið að kalla það — uppáhald móður sinnar sem nánast hékk í pilsfaldi henn- ar. Franco fýlgdi móður sinni dag- lega til kirkju þar sem hún bað fyrir þeim og leitaði andlegs styrks í eymd sinni og smán. Don Nico- lás lét sér velferð fjölskyldunnar í léttu rúmi liggja, niðurlægði konu sína og sverti nafh fjölskyldunnar. Til að bjarga fjölskylduheiðrinum hvatti Pilar syni sína þrjá til að ná frægð og frama, hvað sem það kostaði. Franco brást ekki vonum móður sinnar eins og síðar kom á daginn. ÞJÁÐIST AF OFSÓKNAR- BRJÁLÆÐI Sálfræðingurinn Gonzáles Duro heldur því fram í bók sinni að móðir Francos hafi verið sem dýrlingur í huga hans. Föður sinn hafi hann hins vegar hatað og vax- ið úr grasi sem algjör andstæða Francisco Franco t.v. ásamt bróður sínum Nicolás. HEFNDISÍN Á FÖÐURNUM Franco tókst um síðir að hefna sína rækilega á föður sínum þótt reyndar væri það ekki fýrr en sá síðamefndi var kominn á líkbör- Þótt minna hafi farið fyrir bandarísku söng- og leikkon- unni Barböru Streisand hin síðari ár og hún staðið i skugg- anum af nýrri og yngri stjöm- um er greinilegt að hún er ekki dauð úr öllum æðum. Streisand hefur nú gert stóran samning við útgáfudeild jap- anska risafyrirtækisins Sony sem mun afla henni 3,8 millj- arða króna næstu tíu árin. Ljóst er að söngkonan þarf ekki að hafa áhyggjur af aura- leysi í framtíðinni og hefur auk þess skotið yngri stjörnum ref fyrir rass. Samningurinn felur í sér í ýmis verkefni á vegum Sony, leikstjórn nokkurra kvikmynda fyrirtækisins og auk þess í það minnsta sex hljómplötur sem áætiað er að gefa út með lögum hennar. I ofaná- lag hefur Barbara Streisand verið beðin að syngja við athöfnina þegar Bill Clinton verður settur í embætti sem forseti Bandaríkj- anna 20. þessa mánaðar og er víst að margur listamaðurinn þar vestra dauðöfundar hana. Franco hershöfðingi glaðbeitturá svip í borgarastrfðinu á Spáni 1937. hans. Franco hélt sig til baka sem unglingur og var eftirlátur, guð- hræddur hreinstefnumaður. Duro segir stjórnsemi föðurins hafa grafið um sig í sálarvitund Franc- os sem barns og afleiðing þess verið ómeðvitaður hömlulaus ótti Francos við ógnun af einhverju tagi. f undirmeðvitundinni hafi hann þjáðst af ofsóknarbrjálæði sem síðar hafi komið skýrlega í ljós í hræðslufullu hatri hans á írí- múrurum, frjálslyndum og kommúnistum. Þegar faðirinn loks yfirgaf eig- inkonu sína og börnin fjögur var Franco á táningsaldri. Hann leit- aði allra leiða til að finna sér nýja föðurímynd sem fýrst og öðlast viðurkenningu út á við, drengur- inn sem alla sína barnæsku hafði staðið í skugganum af systkinum sínum og sífellt verið dregið dár að. Hann gerðist liðsforingjaefni í fótgönguliðaakademíunni í Tol- edo og þurfti að saga framan af vopni hans vegna þess hve smá- vaxinn hann var. Þótt Franco væri orðinn fulltíða og áhrifamikill óx hann aldrei í augum föður síns. Ekki einu sinni eftir að honum hafði tekist að vinna borgarastyrjöldina á Spáni. „Paquito sem einræðisherra, ég hef nú aldrei heyrt neitt eins fá- ránlegt um ævina,“ sagði faðir hans og hló sig máttlausan þegar ljóst varð í hvað stefndi. Hann fór aldrei ofan af því að Franco væri heimskastur sona hans þriggja. urnar. Ekki hafði fyrr verið skýrt frá andláti Dons Nicolás en ein- ræðisherrann Franco sendi systur sína ásamt lækni og hjúkrunar- konu í líkhúsið og lét bola burt ástkonu föðurins, sem fyrirlitin var af öllum í fjölskyldunni. Franco lét klæða líkið úr einkenn- isbúningnum og að lokinni sálu- messu var Don Nicolás jarðsettur — við hlið eiginkonu sinnar, sem hann hafði „flúið“ mörgum árum áður en var nú skikkaður til að hvíla við hliðina á af einræðisherr- anum syni sínum. Franco lét lítið til sín taka í kvennamálum og þá sjaldan hann lét til skarar skríða gekk dæmið ekki upp og hann varð fýrir von- brigðum. Uns hann hitti hina sautján ára gömlu Carmen sem tók honum opnum örmum og gengu þau í hjónaband árið 1923. Sálfræðingurinn Enrique Conz- áles Duro segir í bók sinni að hin kuldalega og hrokafulla Carmen hafi verið móðir Francos „endur- holdguð“. Samband hennar og Francos hafi að mestu verið vandamálalaust en þó gersneytt allri ást. Þrátt fyrir allt entist hjónabandið í 52 ár, eða þangað til Franco lést 20. nóvember 1975. Hulunni svipt af harðstíóranum Allen slær á létta strengi Þungt hefur verið yfir banda- ríska leikstjóranum og kvik- myndaffamleiðandanum Woody Allen síðustu mánuði, enda svo sem engin furða eftir allt sem á undan er gengið á milli hans og fyrrum eiginkonu hans, Miu Farrow. Eitthvað virðist þó vera að rofa til hjá Allen og skömmu fýrir jól notaði hann tækifærið og sló á létta strengi við fréttaþyrsta blaðamenn. Sagði háðfuglinn að ef hann aðeins hefði grunað hvernig hjónaband hans og Miu Farrow mundi þróast hefði hann svo sannarlega aldrei tekið af skarið og boðið henni í fyrsta kvöldverðinn þegar þau kynntust þarna um árið! Fréttamennirnir sátu fyrir Allen fýrir utan dóms- húsið í New York, þar sem honum var tilkynnt að hann hefði fengið leyfi til að senda þremur börnum hans og Farrow jólagjafir. f ofaná- lag var honum veitt heimild til að fá eintak af myndbandinu sem öllu fjaðrafokinu olli, þar sem ætt- leidd dóttir þeirra, Dylan, er sögð halda því fram að pabbi hennar hafi áreitt hana kynferðislega. Námskeið í sadó- masókisma f Þýskalandi geta þeir sem haldnir eru kvalalosta og sjálfs- píslarhvöt nú fengið leiðsögn í þeim efnum, því lýðháskólinn í Mullheim býður í vetur, fýrstur þýskra menntastofnana, upp á námskeið í sadómasókisma. Leið- beinandinn, dósent við lýðháskól- ann, er yfirlýstur sadómasókisti og er hann hvergi feiminn þótt ýmsum þyki námsefnið helst til óþægilegt. Ekki skortir áhugann hjá nemendum lýðháskólans þótt sumir hafi ekki þorað að setja nafh sitt á skrá og aðrir forðist að nota aðalinngang skólans þegar þeir sækja tíma. Að sögn leiðbein- andans í sadómasókismafræðum er markmiðið með námskeiðinu að hjálpa þýskum sadómasókist- um út úr einangruninni og taka á málum þessa „kúgaða minni- hlutahóps“. f Þýskalandi, líkt og víðast hvar annars staðar, séu sa- dómasókistar litnir hornauga og þurfi að fara í felur með kynhvöt sína. Námskeið sem þetta sé kær- komið því þar geti fólk komið saman og rætt opinskátt um kyn- þarfir sínar, án þess að eiga á hættu að missa vinnuna.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.