Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 2
FYRST OG FREMST 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993 BJÖRGVIN ÞÓR RÍKHARÐSSON Leitin varð ómarkvissari, mannfrekari og dýr- ari vegna skorts á reglum um hver stjórnaði leitinni og samhæfði aðgerðir. BÖÐVAR BRAGASON Dómsmálaráðuneytið ákvað að lögregluembættið í Reykjavík skyldi stjóma leitinni. FlóUinn mikli Flótti þremenninganna, Björgvins Þórs Ríkharðsson- ar, Harðar Karlssonar og Hans Emis Viðarssonar hef- ur vakið upp spurningar um leit að strokuföngum. Flestar deildir lögreglunnar tóku þátt í leitinni og má þar nefna rannsóknarlögregluna, fíkni- efhadeildina, sérsveit lögregl- unnar, umferðardeildina og almennu deildina auk lög- regluembætta um land allt. Engar skýrar reglur eru til um hver á að stjórna leit sem þess- ari, sjá um samskipti á milli hinna ýmsu lögregluembætta og framkvæmd leitarinnar. Þá hafa fórnarlömb Björgvins Þórs og þeir sem vitnuðu gegn honum gagnrýnt að fá að heyra um strokið í fjölmiðl- um. Engar reglur eru heldur til um hver á að láta þau vita um strok slíkra fanga. Skortur á reglum eru taldar hafa gert það að verkum að leitin varð ómarkviss, mannfrekari og dýrari en efni stóðu til en þrjár milljónir króna hafa verið nefndar í því sambandi. Einn þeirra sem hefur gagnrýnt þennan regluskort opinber- lega er Friðrik Gunnarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn en aðrir hafa ekki viljað koma fram undir nafni. Það mun bafa verið ákvörðun frá dómsmálaráðuneytinu að lög- regluembættið í Reykjavík tæki að sér einhvers konar yfirstjórn í þessari tilteknu leit en lögreglustjóri í Reykjavík er Böðvar Bragason. Einnig hef- ur Haraldur Johannessen yfirmaður fangelsismálastofn- un óskað eftir skýrslu um strokið og vinnubrögð starfs- manna Litla-Hrauns. Sú saga gengur innan lögreglunnar að kvikmyndirnar Toxic Effect og Assassin sem sýndar voru á Stöð 2 um kvöldið hafi að- stoðað þremenningana við flóttann. DV stefnir Nordal_________________ Frjáls fjölmiðlun hf., útgáfu- fyrirtæki DV, hefur stefnt Sig- urði Nordal fyrrum eiganda og forstjóra prentsmiðjunnar Guðjóns Ó., til greiðslu á rúmlega 13,5 milljón króna skuld. Erfitt hefur reynst að rukka Sigurð, hann er nú með óþekktan dvalarstað, en lög- heimili á Spáni, án þess þó að hafa þar dvalarleyfi. Eins og ít- rekað hefur komið fram fór prentsmiðjan á hausinn ásamt tengdum fyrirtækjum, Is- lenskri upplýsingu og Viðey. Ofangreind skuld er annars vegar 10 milljón króna skuldabréfalán ffá ágúst 1991, er Islensk upplýsing tók og Sigurður og Guðjón Ó. hf. ábyrgðust. Hins vegar er síðan 3,4 milljón króna skuld vegna 11 víxla, sem útgefnir voru í kjölfarið. Taugatitringur meöal krata Mikil ólga og taugatitringur er nú innan Alþýðuflokks Kópa- vogs vegna afstöðu Guð- mundar Oddssonar oddvita krata í bæjarstjórn. Hann hef- ur einn krata tekið eindregna afstöðu með sjálfstæðismönn- um og styður staðsetningu golfvallar í Fossvogsdalnum. Það er skemmst frá því að segja að kratar hafa nú boðað til hitafundar og hyggjast fá hann af skoðun sinni. Birgir Dýrfjörð þinglóðs Alþýðu- flokksins og „eðalkrati" er að- alhvatamaðurinn að þessari aðför að Guðmundi. Svo virð- ist sem Guðmundi hafi verið hótað fýlgistapi í næsta próf- kjöri sem verður haldið í haust. SUS býöur hrátt hvalkjót Á dögunum var haldin í Val- höll á vegum SUS og DEMYC, sem eru samtök hægrisinnaðra ungliðahreyf- inga í Evrópu, ráðstefna um öryggis- og varnarmál. Þar var margt ungra manna og kvenna ffá hinum ýmsu Evr- ópulöndum. Meðal fyrirlesara var rússneski sendiherrann á íslandi, Juri Rhesithov, en slíkt er nýlunda á Háaleitis- brautinni. Allt fór allt fram með ffiði og spekt, þar til boð- ið var til kvöldverðar í Viðey. Á siglingu út í eyna var gest- um ráðstefnunnar boðið upp á þjóðlegar veitingar, svo sem hrátt hvalkjöt og hákarl. Virt- Er kjötpokinn fundinn? Sumt erfyndnara en annað. Það sannast á þess- ari auglýsingu frá íslenskum markaði þar sem Bryndís Schram hefur tekið að sér að leika hlut- verk ferðalangsins víðförla. Auglýsingin fór ný- lega í dreifingu ogþykir nokkuð skondin miðað við það sem hefurgerst á seinni tímum. Bryndís segir í auglýsingunni: „Þegar ég var barnd dreymdi mig um aðferðast til útlanda og sjá allan heiminn. En ég á mikið eftir. “ Og síð- ar: „Erlendum vinum mínum vel ég íslenzkar gjaftr sem ég kaupi oftar en ekki í Islenzkum markaði - þœgindanna, tímans og úrvalsins vegna. “ Nú hljóta þcer spurningar að vakna hvort þetta upplýsi hvar kjötið var keypt eða hvortþarna birtist loksins kjötpokinn frœgi. Því verður ekki svarað hér. í auglýsingunni vitnar Bryndís í Hávamál: „Veiztu, ef þú vin átt, — þann er vel þú trúir, — og viltu af honum gott geta, — geði skaltu við þann blanda — og gjöfum skipta, — fara að finna oft“ ust erlendu gestirnir ekki kunna alls kostar við viður- gjörninginn og sást til þeirra þar sem þeir skiluðu honum aftur í greipar Ægis konungs. Formaður DEMYC, Þjóðverj- inn Klaus Welle, er sérstak- lega hallur undir starfsemi grænfriðunga í landi sínu og varð honum að sögn nær- staddra ekki um sel er hann varð áskynja um tegund veislufanganna. Þótti hann æði fámáll í veislunni eftir þessar trakteringar. Friörik lokaöi barnum á skatt- stjórana_______________ Um daginn héldu skatt- stjórar landsins árlegan fund sinn á Hótel Örk í Hveragerði. Vaninn er að fjármálaráð- herra á hverjum tíma mæti og fýlgist með, en að þessu sinni bar svo við að Friðrik Sop- husson mætti einna helst til að leika fótbolta og halda eina borðræðu. Mun Boga Sigur- bjömssyni skattstjóra á Norð- urlandi vestra hafa þótt nóg um og staðið upp og haldið duglega skammarræðu yfir fjármálaráðherranum, um að það dygði ekki að mæta bara til að spila fótbolta og skála við menn. Friðrik firrtist við þetta og rauk burt. Áður gætti hann þess að loka fýrir barinn, þ.e. loka á áfengisveitingar á kostnað ríkisins, og urðu skattstjórarnir því að borga fýrir sína eigin neyslu. Þrolabú veitinga- húsa gerð upp Vafalaust muna lesendur PRESSUNNAR eftir gjald- þrotum Veitingahallarinnar hf. og Veitinga hf., sem Jó- hannes Stefánsson rak utan um Múlakaffi og Veitinga- höllina í Húsi verslunarinnar. Nýlega lauk skiptum í öðru þrotabúinu, Veitingum hf., en nú em liðin nær 3 ár ffá gjald- þrotaúrskurðinum. Veðkröf- ur, um 17 milljónir að nú- virði, greiddust að fullu og upp í almennar kröfur, um 33 milljónir, greiddust tæplega 10 milljónir. Þá hafa verið gerð upp tvö félög Björns Baldurssonar, sem rak meðal annars Pétursklaustur, Blues bar og Tunglið. Á Gulleyjuna hf. bárust 11,5 milljón króna kröfur og á Silfureyjuna hf. 23,3 milljón króna kröfur og fundust engar eignir upp í þetta. Grein Elíasar olli uppnámi Grein Eliasar Snælands Jóns- sonar aðstoðarritstjóra DV um varaformannsskiptin í Al- þýðuflokknum vakti mikið írafár meðal krata. Þar líkti hann Rannveigu Guðmimds- dóttur við Brútus, frægasta svikara mannkynssögunnar, enda tók hún að sér varafor- mennsku í algerri andstöðu við Jóhönnu Sigurðardóttur. Grein Elíasar olli Rannveigu miklu hugarangri og hafði hún samband við nokkra flokksmenn og bað þá að skrifa blaðagreinar henni til stuðnings. Upp á síðkastið hafa svo birtst greinar í dag- blöðunum eftir Guðmund Oddsson toppkrata í Kópa- vogi, Ragnheiði Björlcu Guð- mundsdóttur og Margréti S. Björnsdóttur þar sem þau veija Rannveigu og fara hörð- um orðum um Elías Snæland. Bltllngahríöinni ekki lokiö__________ Nú mun frágengið að áður- nefnd Margrét S. Bjömsdótt- ir verði aðstoðarmaður Sig- hvats Björgvinssonar í iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytinu. Þorkell Helgason sem að- stoðað hefur Sighvat til þessa mun fá stöðu Björns Frið- finnssonar ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu. Björn er á förum til EFTA eins og svo margir kratar aðrir. Margrét er endurmenntunar- stjóri Háskólans og formaður Félags frjálslyndra jafnaðar- manna. Það var stofnað þegar liðsmenn BJ gengu í Alþýðu- flokkinn en sjálf kemur Margrét úr Alþýðubandalag- inu þar sem hún var hand- gengin Ólafi Ragnari Gríms- syru. Það er sem sagt enn ein bitlingaleikfléttan í uppsigl- ingu hjá krötum. í j HÖRÐUR ElNARSSON Frjáls fjölmiðlun hefur stefnt Sigurði Nordal fyrrum eiganda prentsmiðjunnar Guðjóns Ó. GUÐMUNDUR ODDSSON Stuðningur hans við golfvöllinn og Sjálfstæðisflokkinn gæti reynst honum dýr. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON SUS bauð virðulegum ráðstefnugestum upp á hrátt hvalkjöt og hákarl. FRIÐRIK SóPHUSSON Sakaður um að hafa einungis áhuga á fótbolta og skrúf- aði því fyrir brennivínslekann. RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Lét krata skrifa stuðningsgreinar um sig í blöðin eftir að Elías Snæland líkti henni við Brútus. MARGRÉT S. BJÖRNSDÓTTIR Brást vel við liðsbón Rannveigar. Hún verður aðstoðarmaður Sighvats þegar ný hringekja mannaráðninga fer af stað hjá krötum í haust. UMMÆLI VIKUNNAR „Karlfaðir minn hugsaði aldrei um afkomu sína né sinna - - vanrœkti reyndar fjölskyldu sína fjárhagslega. “ Jón Baldvin Hannibalsson, sísvangi. Framboð friálshyggjublaðsins meiri en efiirspurn „Væntanlegt blað stefnir að því að hafa mikil áhrif án þess að vera háð því að það seljist, áhrifin skulu keypt með pen- ingum þeirra ríku og helstu atvinnufýrirtæki landsmanna eiga að borga brúsann.“ Halldór Ásgrímsson, fjölmiölafræöingur. Rökfræði krata um mammúta „Alþýðublaðið er hreint ekld þeirrar skoðunar að Anna Ólafsdóttir Björnsson láti neitt hlaupa með sig í gönur, nema ef til vill matarlystina, hún er ágætlega þroskuð, jafhvel ofþroskuð.“ Rökstólar Alþýðublaósins. Aumingjalegur prófessor „Ég var aJÍtaf hálf lítill fýrir mér, svolítið aum- ingjalegur og lélegur í fótbolta og svoleiðis.“ Davíö Þór Jónsson, kjaftaskur. Maður, líttu þér nær! )vAð iðrast og reyna að bæta fýrir misgerðir sínar er stórmannlegt.“ Agnes Bragadóttir, blaðaskáldkona. Svartir sauðir sœkja í svarta kjamma .Auðvitað er um að ræða fáeina svarta sauði serr ná sér í konu ff á Asíu og er það leitt“ Þráinn Stefánsson, asíufræölnggu

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.