Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 05.08.1993, Blaðsíða 12
12 PRESSAN S KOÐ A N I R Fimmtudagurinn 5. ágúst 1993 PRESSAN Utgefandi Blaö hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Markaðsstjóri Sieurður I. Ómarsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 64 30 85, dreifing_64 30 86. tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 798 kr. á mánuði ef greitt er meö VISA/EURO en 855 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu Þegar brandarinn hættir að vera fyndinn Fyrstu viðbrögð almennings þegar fréttist af flótta þriggja anga af Litla-Hrauni fyrir síðustu helgi einkenndust af ikveðinni léttúð. Lengi vel hefur staða fangelsismála hér á andi í senn verið fyndin og sorgleg. Öryggismálin eru brand- iri þar sem fangar labba út að vild og ef marka má orð hátt- ;etts embættismanns þá er það til að skapa ákveðna stemmn- ngu sem málurn er haldið í því horfi! En þetta er hætt að vera broslegt. Flótti Björgvins Þórs og élaga sannar að samfélagið er ekki óhult fyrir stórhættuleg- im mönnum þó þeir hafi fengið dóm og séu komnir bak við ás og slá. Viðbúnaður lögreglunnar eftir á sannaði að menn tar á bæ áttuðu sig á því hvað hafði gerst. En veit almenning- jr hversu alvarlegt málið var og hve þungur áfellisdómur yfir terfinu þetta er? PRESSAN ákvað að rekja feril Björgvins Þórs af nokkurri jákvæmni upp úr dómsskjölum. Undir eðlilegum kringum- itæðum væru slíkar lýsingar tæpast birtingarhæfar. Þetta er »ert í þeim tilgangi að sýna hversu veikur þessi maður er :nda ljóst að fangelsi er tæpast rétti staðurinn fyrir hann. linnig er það gert til að árétta hversu alvarlegur hlutur það :r, gagnvart fómarlömbum hans og samfélaginu í heild, að áta hann bara labba út. Það er óafsakanlegt. Það liggur hins vegar fýrir að þeir sem sinna eiga fangelsis- nálum átta sig ekki á því hve alvarlegt málið er. Staðgengill 'angelsistjóra á Litla-Hrauni segir í viðtali að hann telji strok anganna „gefa tilefhi til að endurskoða starfsreglur fanga- /arða“. Fangelsismálastjóri fer mikinn í fjölmiðlum og segir tð einhver Lykla-Pétur hafi brugðist og verði látinn gjalda tess. Ekki heyrist hósti né stuna ffá dómsmálaráðuneytinu. Það væri hláleg niðurstaða ef menn láta sér það eitt nægja að eka einn eða tvo fangaverði. í siðuðum löndum myndu eðri menn axla ábyrgðina. I besta falli fáum við nefnd sem nun skrifa upp á gömul álit í málinu. Það er trú meirihluta landsmanna að fangavist eigi að leiða :il betrunar; að hún eigi að hafa að leiðarljósi að bæta menn :f unnt er. Aðbúnaður fanga og almennt stefhuleysi hefur í raun haft þveröfug áhrif. Hér í PRESSUNNI hefur áður verið ierð grein fýrir ástandi þeirra sem eru innan fangelsisveggja. Staða sjúkra afbrotamanna er síðan öllum ljós. Yfirvöld jefðu aldrei tekið á þeim málum nema af því að almenningi /ar nóg boðið. Aftur og aftur hafa komið upp daemi þess að /eikir menn hafa átt að ganga út úr fangelsum vegna þess að jeir voru búnir að afþlána án þess að ástand eða aðstæður peirra hefðu breyst. Nýlegt dæmi er um „Þverholtsmanninn“ svokallaða sem sjálfsagt hefði verið settur út.án eftirlits ef fjöl- miðlar hefðu ekki upplýst um ástand mannsins. Hvernig verður ástand Björgvins Þórs eftir 10 ár? Reynslan kennir okkur að búast ekki við miklu. Það er kannski sorg- iegast við þetta allt saman að fýrir nokkrum árum hafð'i hið jpinbera ákæruvald og lögregluyfirvöld fengið sterk skilaboð am hvert stefndi. Á þeim tíma þótti kerfinú átakaminnst að >óp’a málinu undir teppið. Þess hafa aðrir orðið að gjalda. BLAÐAMENN Bergljót Friöriksdóttir, Friörik Þór Guömundsson, Guörún Kristjánsdóttir, Gunnar Flaraldsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Pálmi Jónasson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkatesari, Snorri Ægisson útlitshönnuöur, Steinunn Halldórsdóttir, Telma L. Tómasson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason.Einar Karl Haraldsson, Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéöinsson. Listir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guðmundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal Ieiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason, Snorri Ægisson, Einar Ben. AUGLÝSINGAR: Ásdís Petra Kristjánsdóttir, Pétur Ormslev. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI „Brútus var besti karl“ Þið verðið að fýrirgefa mér, lesendur góðir, ég ætlaði svo sannarlega ekki að skrifa um Alþýðuflokkinn einu sinni enn. Ég var búinn að leggja drög að pistli um laxveiðitúr Denna og bankastjóra Lands- bankans, og mér hafði dottið í hug að segja nýjustu tíðindi af kosningabaráttu Steingríms afa Sigfússonar í Alþýðuband- laginu. Jafnvel ætlaði ég að segja ykkur undan og ofan af írafárinu sem varð meðal vin- kvenna minna í Kvennalistan- um út af grein í kratasneplin- um (sem Markús Örn kallar réttilega Alþýjablaðið). Þar var í síðustu viku talað í sömu andrá um „mammúta", „rúllupylsur“ og Önnu Ólafs- dóttur Björnsson. Allt þetta kom sem sagt til álita — en svo endaði ég nátt- úrlega á blessuðum Alþýðu- flokknum. Enda er Jim Beam Hanni- balsson búinn að upplýsa að eiginlega sé einsflokkskerfi á Is- landi. Ég vona bara að ég haldi vinnunni þegar Alþýðu- flokkurinn verður kallaður til þings í haust. Þeir voru að spjalla saman, utanríkisráðherra og Kiddi rótari. Kiddi er auðvitað enn þá 64. þingmaður lýðveldisins þótt Jón Baldvin hafi sparkað honum úr bílstjóradjobbinu. Þetta var á kaffistofunni, Jón Baldvin leit ekki við vínar- brauðunum hennar Dísu í eldhúsinu heldur úðaði í sig prinspólói sem hann hafði sent Kidda eftir. Nonni er nefnilega hættur að reykja. „Þú sérð að það er algjör della að láta mig ekki keyra þig,“ nauðaði Kiddi. „Það var sko algjör óþarfi að láta bösta sig í tollinum með kjötið. Ég veit um óteljandi leiðir til að smygla hverju sem er til lands- ins. Og veistu hvað Bryndís er kölluð núna, ha?“ Kiddi þagn- aði áður en hann skaut því út um vinstra munnvikið: „Brynka Skinka. Hefurðu heyrt annað eins?“ Nonna svelgdist á súkku- laðinu. „Þetta er samsæri fjölmiðl- unga. Aðför að lýðræðinu. Ofsóknir mannorðsmorð- ingja. Ég hringi í Styrmi. Hann veit alltaf hvað á að gera í svona málum. Styrmir er æði. Réttu mér annað prins- póló. Hann reddaði mér lag- lega í vínmálinu hér um árið. Æ, hvað ég vildi að hann væri formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki þessi Selfosslúði sem er alltaf í skógrækt með hund- helvítinu...“ Það var hrollur um mig þegar hann minntist á Tanna. Við eyddum einu sinni 15 skelfilegum mínútum einir í bfl. „Af hverju skrifarðu ekki aðra grein í Moggann?" spurði Kiddi og reyndi að „Sáuði DV? Sáuði þessa ógeðslegu grein eftirþennan Elías Snœmann? Hann kallaði mig BRÚTUS! Sagði að ég hefði rekið Jó- hönnu í bakið!“ hljóma uppörvandi. „Og í næsta skipti skaltu ekki birta hana undir nafni Ámunda. Það eru miklu fleiri sem taka mark á mér.“ Jón þaggaði niður í honum: „Uss!“ hvæsti hann. „Júdasína er að koma.“ Og þarna var hún komin, hún Rannsí mín. En fjarri var nú hið breiða bros sem alltaf yljar mér um hjartarætur. Hún kom að borði Nonna og Kidda. „Hæ, Rannsí, viltu prins- póló?“ sagði Nonni alúðlegur. Svo rak hann upp stór augu: „Hva’, engin ný dragt í dag?“ Það var rétt. Rannsí var bara í gömlu grænu dragtinni. Hún var sest og hafði ekki einu sinni tekið eftir prinspól- óinu sem Nonni otaði að henni. Hún var gráti næst. „Sáuði DV? Sáuði þessa ógeðslegu grein eftir þennan Elías Snæmann? Hann kallaði mig BRÚTUS! Sagði að ég hefði rekið Jóhönnu í bakið!“ Það eins og kumraði í Nonna. „Já, þetta var ansi skemmtileg grein. Það er nú ekki ónýtt að vera líkt við sjálfan Brútus. Þú getur aldeil- is verið stolt af því, Rannsí litla. Brútus var besti karl.“ Þetta var Rannsí lítil hugg- un: „Jæja, er það? Hann Sverr- ir minn heyrði í bankanum að þessi Brútus hefði svikið besta vin sinn. Er það rétt?“ „Heldur betur,“ sagði Nonni með aðdáunarhljóm í röddinni. „Hann lét ekki per- sónulegan vinskap slá ryki í augu sér. Hann gerði það sem gera þurfti." „Ég get ekki setið undir þessu,“ snökti Rannsí. „Ég er búin að hringja í fullt af fólki sem ætlar að svara þessu fýrir mig og skrifa greinar í blöðin. Af hverju sagðirðu mér ekki að allir segðu að ég væri að svíkja Jóhönnu með því að verða varaformaður?!“ ,Æ, ég bara gleymdi því,“ ansaði Nonni og tróð upp í sig hálfu prinspólói. „Það bara datt alveg úr mér.“ „En veistu hvað Margrét Björnsdóttir sagði við mig?“ hélt Rannsí áfram. „Hún sagði að ef ég væri eins og þessi Brútus, þá væru tvö hundruð Brútusar í Alþýðuflokknum! Tvö hundruð, og allir með hnífana á lofti!“ Nonni hætti að smjatta á súkkulaðinu. Hann var með fullan munninn og neðri kjálkinn seig niður á bringu. Hann starði á Rannsíu og hálfetið súkkulaðið sáldraðist yfir borðið. Ekki yrði Þórdís hrifin af þessu. „Tvö hundruð Brútusar...“ Hann var eins og í leiðslu. Svo hristi hann af sér slenið og rétti snöggt úr sér. Sagði: „Helvíti er ég eitthvað slæmur í bakinu...“ Oddur þingvörður er hugarfós- tur dálkahöfunda, en efnisatriöi og aörar persónur byggjast á raunveruleikanum. STJÓRNMÁL Viðbragðapólitík út kjörtímabilið? Franski sósíalistinn Michel Rocard, sá sem var einna skásti forsætisráðherrann hjá Mitterrand áður en fór að síga alvarlega á ógæfuhliðina fýrir frönsku sossunum, hann sagði einhverntíma að dagleg störf stjómmálamanna fælust fýrst og fremst í tvennu, ann- arsvegar að fást við fjárhags- áætlanir og hinsvegar að koma sér útúr tilfallandi vandræðum. List stjórnmál- anna fælist ekki síst í að ná jafnvægi á milli þessara ólíku verkefna. Þegar grannt er skoðað er þessi speki snjallari en hún virðist vera. í pólitíkinni er það alltaf að gerast rétt einsog í mannlífinu að upp koma hin brýnu úrlausnarefni og ryðja sér hvert af öðru leið fremst á dagskrána framfýrir mikilvæg loforð og fögur fýrirheit. Það hefur oft skilið á milli feigs og ófeigs hvernig mönnum geng- ur að kljást við krísurnar, en fyrir stjórnmálamenn með einhver önnur markmið en þati ein að halda sér á floti skiptir öllu máli að komá sinni pólitík í gagnið með skipulegri stefnumótun, og einmitt það gerist helst þegar fjárhagsáætlanir eru samdar og þeim framfýlgt. Það hefur einkennt íslensk stjórnmál núna í nokkra ára- tugi að þau snúast hérumbil eingöngu um að stjórnmála- menn komi sér útúr þeim vandræðum sem brýnust sýn- ast hverju sinni. Þeir eru alltaf í vörn, alltaf að svara, alltaf að bregðast við einhverju sem upp sprettur. Hinn þátturinn hjá Rocard, að semja fjárhags- áætlanir, framfylgja úthugs- aðri og umsaminni stefnu, hann hefúr frá því elstu menn muna verið fúflkomlega und- irorpinn aðaliðju okkar pólit- íkusa, sem er það að bregðast við. Það sést kannski best á því að þessu tvennskonar starfi er MÖRÐUR ARNASON „Lagast atvinnuástandið eitlhvað í raun og veru viðþennan milljarð? Er eitthvaðþað að gerast í kraftiþessajjár Éem ekki verður búið í haustþegar ncest vérður hröpað ogkállað éftír milljarði?“ allajafna ruglað fullkomlega saman þannig að fjárhagsáætl- anir — til dæmis fjárlögin, æðsta fjárhagsáætlun ríkisins — eru sjaldnast sú stefnulýs- andi verkefnaskrá sem efni standa til, heldur eingöngu samsafn af minni og meiri viðbrögðum, viðbrögðum ríkisstjórnar, viðbrögðum ein- stakra ráðherra, viðbrögðum helstu stjórnarþingmanna og embættismanna. Það er svo ekki nema í stíl við þessa hefð að afdrif þeirra áætlana sem þó eru gerðar mótast af sífelldum minnj- háttar viðbrögðum við krísum - augnabliksins. Þannig hefur fil dæmis fárið um fjárlög Frið- • riks Sophussonar sem sagðist æfla að rétta af ríkissjóðshall- ann .á ’tveimur árum. Fjárlqg hans með sífellt svakalegri halla -— fokkast upp í reglu- legum krampaköstum af'því ’ hann og ríkisstjómin þurfa að bregðast við. Helsti pólitíski viðburður sumarsins — af öðru en per- sónuátökum og innanflokks- deilum — var auðvitað af við- bragðatagi: þegar ríkisstjórnin settist saman á fund til að skipta milljarðinum í atvinnu- skapandi framkvæmdir, sem hún hafði samið við ASI og VSÍ um að skipta. Fyrst höfðu ráðherrarnir bitist á forsend- um ráðuneyta sinna og heimaslóða. Svo kom Davíð Oddsson brosandi útá blett einsog jólasveinn í júlísólinni að segja frá hver hefði unnið í happdrættinu. Svo ráku upp óp þær sveitarstjórnir sem ekkert höfðu „fengið“. Því- næst risu upp stjórnarþing- menn í hinum afræktu kjör- dæmum til varnar „sínu“ fólki. Og loks komu fulltrúar stjórnarandstöðunnar og kvörtuðu yfir að hafa ekki fengið að vera með í neinu. Svo var aðeins meiri sól og allt varð aftur gott — enda var búið að leysa málin eitthvað frammá haustið, standa við lykilatriði í kjarasamningun- um og redda atvinnuleysinu í sumar. En bíðum við, — var þetta ekki ríkisstjórnin sem ætlaði að standa af sér öll veður í nafhi stefnúfestunnar f ríkis- fjármálunuin? Var ekki hér sú stjórn sem ætlaði að móta samfélagið í þrjú kjörtímabil? Stjórnin sem ekki mundi hlusta á kjördæmavæl og sér- hagsmunahópa? Og bíðum enn, — lagast at- vinnuástandið eitthvað í raun og veru við þennan milljarð? Er eitthvað það að gerast í krafti þessa fj ár sem ekki verð- ur búið í haust þegar næst verður hrópað og kallað eftir milljarði til að koma fólki úr eymd atvinnuleysisins? Hefur ríkisstjórnin einhver önnur ráð í haust en að bregðast við aftur, — einhverja áætlun í atvinnumálunum aðra en að sjá til? Milljarðurinn í sumar stendur eftir sem kennslu- dæmi. Ríkisstjórnin var sett á stofh með svo mikil áform og svo rammgerðar áætlanir að það þurfti ekki að skrifa það niður á blað. Á miðju kjör- tímabili og á miklum umróts- tímum er hún fýrir löngu lent í einni saman þeirri klassísku íslensku pólitík að bregðast við. Höfundur er íslenskufræðingur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.