Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 6

Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 6
6 PRESSAN i Fimmtudagurinn 6. janúar 1994 ÓMAR KRISTJÁNSSON. Keypti B6 byggingavörur við litla hrifningu annarra kröfuhafa. að Ami V. Bemhöft fékk 22. júní greiddar 217.500 krónur vegna innstæðulausra launa- ávísana ffá 1992 að telja. Hver á húsið í Nethyl? Eina fasteignin tengd BB byggingavörum hf. er hluti húseignarinnar í Nethyl 2. Leigutekjur hafa mnnið í fyr- irtækið Velli hf., sem er í eigu Birgis. Hins vegar var eign- færður ffamkvæmdakostnað- ur vegna Nethyls í ársreikn- ingi BB byggingavara árið 1992 upp á 5,2 milljónir króna. Að hluta til er þetta skýrt með skuldajöfnun við önnur fyrirtæki. Þá eru greiddar á árinu 1992 vegna langtímaláns við Velli rúmar fimm milljónir króna. Þrátt fyrir það em BB byggingavör- ur skráðar fyrir langtímaláni við Velli upp á 6,2 milljónir en engin gögn finnast um hvern- ig þessar skuldir hins gjald- þrota fyrirtækis eru tilkomn- ar. Kom með vörur á föstu- degi sem nýtt fyrirtæki átti á mánudegi Nokkurrar reiði gætir með- al kröfuhafa gagnvart þeim Birgi og Ómari. Telja þeir að blekkingum hafi verið beitt til að halda fyrirtækinu á floti þó að í raun hafi verið búið að koma eignum þess undan. Eru meðal annars heimildir fyrir því að einn af birgjunum hafi afhent vörur á föstudegi gegn greiðslufresti en síðan frést af því að nýtt fyrirtæki (eða öllu heldur ný kennitala). væri eigandi varanna á mánu- MYNDIRMSmT daginn og viðkomandi birgir staðið effir með kröfu í eigna- laust þrotabú. Liður í þessu hafi verið að láta Birgi vera áfram í stjórn verslunarinnar þó að annar aðili ætti fyrir- tækið. Fyrirtækið Þýsk-íslenska er nú eigandi búðarinnar, sem hefur keypt þar mikið af vör- um í gegnum tíðina. Telja kröfuhafar að þar með hafi Þýsk-íslenska gengið inn í þrotabúið til að tryggja sínar kröfur um leið og aðrir kröfu- hafar tapi sínu. Sigurður Már Jónsson BB BYGGINGAVÖRUR. Kennitölubreytingin vafðist fyrír mörgum viðskiptavinum. Mikil óánægja ríkir meðal kröfuhafa í þrotabú BKB hf., áður BB byggingavara hf., með hvernig eigendur fyrir- tækisins stóðu að málum fyrir gjaldþrotið. Hafa kröfuhafar og skiptaráðandi staðið fýrir rannsókn á bókhaldi félagsins vegna rökstudds gruns um undanskot á eignum og mis- munun kröfuhafa. Birgir Bernhöft, aðaleig- andi BB byggingavara, hefur um sextán ára skeið rekið byggingavöruverslun, lengi vel við Suðurlandsbraut. 26 febrúar árið 1993 kom síðan fýrirtækið Tunguháls hf. inn í reksturinn um leið og því var nafnbreytt í BB byggingavörur hf. Keypti Tunguháls, sem til 15. maí árið 1992 hafði heitið Davíð Sigurðsson hf. sem er kunnara sem FÍAT-umboðið, rekstur og lager BB bygginga- vara á 1,5 milljónir króna. Kennitala BB byggingavara hf. fékk hins vegar nafnið BKB hf. og beið ekkert nema gjald- þrot. Gjaldþrotabeiðni var lögð fram í lok júní síðasdið- ins og félagið úrskurðað gjald- þrota í september. Tunguháls er í eigu Omars Kristjánsson- ar hjá Þýsk-íslenska hf. sem átti í miklum viðskiptum við BB byggingavörur. A hann 5 milljóna króna kröfu í þrota- búið. Samþykktar kröfur í þrota- bú BKB hf. eru upp á 28 millj- ónir en eignir litíar sem engar að sögn Kolbrúnar Sævars- dóttur skiptaráðanda. Þessum málalokum vilja kröfuhafar meðal byggingaheildsala ekki una og hafa þeir farið ffam á rannsókn. Skiptaráðandi hefur látið tvo endurskoðendur hjá End- urskoðendum hf. fara yfir bókhald fýrirtækisins. HÚSNÆÐIÐ VIÐ NETHYL. Kröfuhafar vilja fá eignina í þrotabúið. Endurskoðendur töldu greiöslur ekki skila sér inn á bankareikninga I skýrslu endurskoðend- anna til skiptaráðanda frá 3. desember síðastliðnum kem- ur ffam hörð gagnrýni á bók- hald og viðskilnað fyrri eig- enda. Þar segir: „Niðurstöður athugunar okkar eru í aðalat- riðum þær að bókhaldi er ábótavant, greiðslur skila sér ekki á bankareikninga fyrir- tækisins, lokafærslur endur- skoðenda fyrir árið 1992 þarfnast frekari skýringa og tengsl fyrirtækisins við fast- eignina að Nethyl 2 virðast óljós.“ Telja endurskoðend- urnir upp sjö liði sem þurfi að rannsaka ffekar. Meðal annars húsaleigusamninga og fýlgi- skjöl vegna Nethyls, banka- reikninga og skuldajafnanir í febrúarlok þegar fýrirtækinu er nafnbreytt, ársreikninga Valla hf. fyrir árið 1992 og langtímalán frá þeim. Sölu- verð bifreiða, m.t.t. bókfærðs virðis og markaðsvirðis ef bú- ið er að endurselja biffeiðimar og lokafærslur endurskoð- enda með hliðsjón af álagn- ingu og birgðalista. Birgðir færðar niður um 10 milljónír og álagning viröist hafa verið nei- kvæð Við vinnu með þrotabúið hefur margt komið í ljós. Auk fýrrgreindra atriða kom í ljós að húsaleigutekjur vegna Net- hyls skila sér ekki á banka- reikninga. Þá em engin gjöld vegna húsaleigu á Suður- landsbraut 4 (þar sem versl- unin var til húsa) færð árið 1992, þótt þessi gjöld séu færð árin 1991 og 1993. I lokafærslum endurskoð- enda vegna ársins 1992, sem færðar era í lok júní 1993, er færð inn birgðabreyting sem lækkar verð birgða um 10 milljónir króna. Við saman- burð úr bókhaldi ársins 1993 má lesa að álagning hafi verið neikvæð um rúmlega 6 pró- sent. Eigendur keyptu bíla fyr- irtækisins án þess að greiöslur finnist Þá hefur komið í ljós að bif- reiðir fýrirtækisins vora seldar eigendum þess fýrir samtals 600 þúsund. Salan er skráð í bækur fýrirtækisins 29. apríl 1993 en er skráð hafa átt sér stað 28. febrúar, en þá voru vörulager og innréttingar einnig seld. Tilkynning um eigendaskiptin var hins vegar dagsett 25. janúar. Greiðsla fyrir bifreiðirnar er bókuð á sjóð undir textanum tékka- reikningur. Ekki sjást þessir peningar koma inn á banka- reikning fýrirtækisins. Þann 22. febrúar, eftir að sölutil- kynningin er dagsett, eru greidd áhvílandi gjöld vegna biffeiðanna, rúmlega 180 þús- und krónur, sem fyrirtækið fékk vegna endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Einnig má sjá Birgir Bernhöft; Fyrirtækið var komið í þrot og ekkert annað hægt að gera „Ég skil ekki alveg þann fyrirgang sem er á þessu máli þar sem ég talaði við alla helstu birgja sem við áttum í viðskiptum við þegar við fórum í þessar aðgerðir,“ sagði Birgir Bernhöff, núver- andi verslunarstjóri og fyrr- verandi framkvæmdastjóri og aðaleigandi BB bygginga- vara hf., aðspurður um ásak- anir varðandi gjaldþrot fýrir- tækisins. Birgir sagði að það væri fráleitt að tala um að komið hefði verið aftan að mönn- um með því að láta nýtt fýr- irtæki taka við. Bæði hefði hann talað persónulega við helstu kröfuhafa auk þess sem klausur hefðu komið urn það í blöðum. „Málið var að BB bygg- ingavörur voru komnar í þrot. þetta var gott fýrirtæki sem starfrækt hafði verið í sextán ár en hafði orðið að þola margvísleg áföll vegna erfiðleika í byggingaiðnaðin- um. Við töpuðum á gjald- þrotum annarra og ég veit að menn geta orðið sárir við gjaldþrot enda höfum við oft setið hinunt megin við borð- ið“ Nú eruð þið suktiðir um ttð hafa fœrt verðmceti lagers óeðlilega itiður. „Það var ekki gert, það eru bara þeirra oró. Það er hins vegar alltaf spurning hvemíg eigi að meta verðmæti lagers. Söluverðið eitt og sér segir ekkert.“ Þá er því haltiið fram að húsnceðiuu við Nethyl hafi verið skotið undan. „Það era rangfærslur. Það eru Vellir hf. sem eiga þetta húsnæði. Þetta eru tvö að- skilin fýrirtæki í eigu sömu aðila. Vitaskuld voru rnarg- vísleg viðskipti þar á milli. BB byggingavörur fengu t.d. veðleyfi fyrir skuldum hjá Völlum þannig að tengslin eru sterk, en þetta eru ótví- rætt óskyld fýrirtæki.“ Nú er rekið mál gagnvart þrotabúi BB byggittgavara fyrir Héraðsdómi Reykjavikur vegna byggingar hússins við Nethyl, þar sem málshefjandi heldur því fram að hann haft byggt fyrir BB byggingavöntr. „Það er hans mat. Málið er hins vegar það að viðkom- andi gerði tilboð í flísalögn upp á 70 t'ermetra og hljóð- aði tilboðið upp á 190 þús- und krónur. Þegar ég bað um reikning fyrir verkinu kont í ljós að þetta átti að vera undir borðið og það gat ég ekki sætt mig við. Því cndaði ntálið fýrir dómi og nú er krafan komin upp í 505 þúsund með lögfræði- kostnaði. Mér finnst þeta nú fremur klaufalegt því verkið var vel unnið og full sátt hefði því átt að nást, en ég fékk bara aidrei reikning.“ Finnst þér ekkert siðleysi i því að láta nýtt fyrirtæki taka svona við rekstrinum? „Þetta er auðvitað ekkert nýtt í stöðunni. Fyrirtækið var hálfgert flak, en sá sem keypti hafði áhuga á að halda rekstri áfram. Því samdist um að reyna þessa leið.“ Mikil óánægja meðal kröfuhafa vegna gjaldþrots BB byggingavara Telja að eignum sé skotið undan og kröfuhöf- um mismunað Birgðir færðar niður um 10 milljónir. Bílar fyrirtækisins seidir eigendum þess rétt fyrir gjaldþrotið og greiðslur finnast ekki. Ágreiningur um hver á húseign sem fyrirtækið borgaði af.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.