Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 8

Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 8
F R E TT I R 8 PRESSAN Fimmtudagurinn 30. desember 1993 Viðskiptaheimurinn titrar vegna sölunnar ó SR-mjöli BÚNADARBANKINN OG ÞÝSKI BANKINN VILDU LÁNA HARALDI 1.132 MILLJÓNIR Meintir kaupendur að SR-mjöli hafa enn ekki ákveðið hvort þeir standa að „tilboðinu“ sem tekið var. „Liggur engin samþykkt fyrir af okkar hálfu, “ segja bæjarstjórarnir á Seyðisfirði og Reyðarfirði. Lögum um útboð var ekki fylgt við söluna. HARALDUR HARALDSSON í ANDRA. Tilbúinn með rúmlega 1.700 milljónir til kaupanna. Búnaðarbanki íslands og þýski bankinn Verein und West — Giro Centrale, Ham- borg, voru tilbúnir að lána Haraldi Haraldssyni í Andra og þeim aðilum sem standa með honum að tilboði í SR- mjöl hf. alls 1.132 milljónir króna til að fjármagna kaupin. Bankarnir voru tilbúnir að veita lán til helminga og skipt- ist lánveitingin í tvo hluta, annars vegar til að borga þær 932 milljónir króna sem eru langtímaskuldir SR-mjöls hf. í Landsbankanum og hins veg- ar 200 milljónir króna til Har- alds og félaga til kaupa á hlutafé. Skilyrði bankans var að ef SR-mjöl hf. mundi kosta þá félaga meira yrðu þeir að leggja það fé fram úr eigin vasa, eða þá með lánveiting- um ffá öðrum bankastofnun- um. Tilboð Haralds hljóðaði upp á 801 milljón króna í staðgreiðslu fyrir hlutaféð, auk þess sem boðist var til að greiða upp 932 milljónir króna í langtímaskuldum, aUs 1.732 milljónir króna. Fjársterkir aöilar Þær 600 milljónir sem á vantar til að brúa 1.732 millj- óna króna tilboðið urðu Har- aldur og félagar að finna ann- ars staðar, og staðhæfir Har- aldur að það hefði tekist, hefði tilboði þeirra verið tekið og þeim gefinn fimmtán daga frestur til að hnýta enda sam- an. Heimildamaður PRESS- UNNAR innan verðbréfageir- ans staðhæfði að eftir að hafa séð lista með nöfnum við- skiptafélaga Haralds þyrfti enginn að velkjast í vafa um að þar færu mjög fjársterkir aðilar. „Þetta eru alvörufyrir- tæki,“ sagði annar viðmælandi sem þekkir til málsins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum PRESSUNAR var af hálfu Búnaðarbankans og Verein und West ekki gerð krafa til að Haraldur og félagar sýndu þessar 600 milljónir króna, fyrr en og ef tilboði þeirra í SR-mjöl hf. væri tekið. „Það var engin ástæða til að fá að sjá það fyrr,“ sagði einn heimildamanna blaðsins í bankaheiminum. 1 fréttatil- kynningu sjávarútvegsráðu- neytisins, þar sem greint er ffá sölu SR- mjöls til Benedikts Sveinssonar og Jónasar Aðal- steinssonar, segir að tilboði Haralds í Andra hafi ekki ver- ið tekið eftir að „nánari upp- lýsinga“ hafi verið aflað og hafi þá komið í ljós að skilyrði um fullnægjandi fjárhagslegan styrk hafi ekki verið uppfýllt. Meiðandi ummæli 1 greinargerð frá sjávarút- vegsráðuneytinu, sem fjallað er um hér á öðrum stað í blaðinu, er vísað til í hverju þessi „nánari upplýsingaöfl- un“ hafi verið falin og má líta á hana sem svar við bréfi sem Sigurður G. Guðjónsson, lög- maður Haralds í Andra, ritaði ráðuneytinu 30. desember sl. Þar kemur frarn að hann telji þessi ummæli um takmarkað- an fjárhagslegan styrk þeirra sem að tilboðinu standa „mjög meiðandi“ fyrir Harald og er þess krafist að ráðuneyt- ið upplýsi hvar „nánari upp- lýsinga" hafi verið aflað. Ekki hafi þeirra verið aflað ffá Har- aldi, fulltrúum hans eða öðr- um aðilum sem að tilboðinu stóðu. Sjálfur segir Haraldur að sá áfellisdómur sem lesa má út úr tilkynningu sjávarút- vegsráðuneytisins hafi kippt grundvellinum undan ffekari starfsemi Andra hf. í mjölvið- skiptum og þar með eyðilagt tuttugu ára starf. Lögum um útboð ekki fylgt Það hefur vakið athygli og sætt gagnrýni að bjóðendur í hlutafé SR-mjöls hafa ekki fengið að vera viðstaddir opn- un tilboða. Ný lög um útboð voru sett á Alþingi síðastliðið vor, þar sem hugtakið útboð og það ferli sem átt er við er skýrgreint. Þessi lög ná yfir öll svið þar sem útboð tíðkast, að undanskildum fjármálamark- aðinum, vegna þess hversu sértæks eðlis viðskipti með verðbréf og verðpappíra af öðru tagi geta verið. Er þá miðað við að illmögulegt sé að gera fastákveðin tilboð í verð- pappíra á föstu verði með löngum fastákveðnum fyrir- vara, þar sem gengi og aðrar stærðir á verðbréfamarkaði séu svo breytilegar. Nokkuð hefur vafist fyrir mönnum hvort um var að ræða eiginlegt útboð af hálfu Verðbréfamarkaðar Islands- banka (VlB), þar sem í fýrstu auglýsingu var aðeins rætt um „sölu hlutabréfa rikisins í SR- mjöli hf.“ og að VÍB sæi um þá sölu. I bréfi VÍB ffá 7. des- ember til þeirra sem svöruðu auglýsingunni er hins vegar skýrt talað um „þátttöku í út- boði hlutabréfa í SR-mjöli hf.“ og öll ytri skilyrði sett með tímasetningar á skilafresti og öðru til að um fixllgilt útboð sé að ræða. Þegar þrír aðilar voru svo valdir úr til að skila tilboð- um hafa ýmsir, og þar á meðal Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra, litið svo á að um „lokað útboð“ væri að ræða. Samkvæmt nýjum lögum er það meginregla að bjóðend- um sé boðið að vera viðstadd- ir opnun tilboða, hvort sem útboð er opið eða lokað. Sé hins vegar um lokað útboð að ræða þýðir það að verkkaupi eða sá sem hleypir aðilum að í lokað útboð er búinn að gefa yfirlýsingu um að bjóðandi sé nægilega traustur fjárhagslega til að geta uppfyllt sett skilyrði. Það fylgir að eftir að aðila er boðið að taka þátt í lokuðu út- boði er ekki hægt að útiloka hann eftir á vegna vanhæfhi. Þá gildir það um lokuð útboð, að verkkaupa, sem í þessu til- felli er sjávarútvegsráðherra fýrir hönd ríkisins, er skylt að taka „besta“ tilboði. Ef „besta“ tilboð er annað en hæsta til- boð verður verkkaupi að gera skriflega grein fyrir af hverju hæsta tilboði var ekki tekið og senda greinargerð um það til þeirra sem þátt tóku í útboð- inu. Öll þessi skilyrði eru sett í lögunum til að tryggja að jafn- ræðisreglan sé í heiðri höfð. Haraldi í Andra og félögum var vísað ffá á grunni fjárhags- legrar vangetu eftir að tilboð- um var skilað og skrifleg greinargerð um af hverju hæsta tilboði var ekki tekið var ekki send þátttakendum. Það virðist því ljóst af meðferð málsins, að VÍB, fyrir hönd sjávarútvegsráðuneytis, hefur ekki fylgt ákvæðum þessara laga umlokuð útboð. Ákvöröun um þátttöku eftir að tilboði var tekið Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra hefur sagt í fjöl- miðlum að Haraldur í Andra hafi ekki uppfýllt skilyrði um fjárhagslegan styrk né hafi hann upplýst hverjir stæðu með sér og því hafi tilboði hans verið hafnað. Þar sem hópur útgerðarmanna, undir forystu Benedikts Sveinssonar og Jónasar Aðalsteinssonar, fékk hins vegar að kaupa hlutabréfin er eðlilegt að álykta að þeir hafi uppfyllt sömu skilyrði og sett voru Haraldi og félögum. Þrátt fýrir það liggur fyrir að tilboð það sem lagt var fram var nánast ekkert tilboð samkvæmt venjulegri skilgreiningu, held- ur var aðeins boðið að greitt skyldi uppsett nafnverð hluta- bréfa að lágmarki og síðan skyldi samið um framhaldið. Undir vanalegum kringum- stæðum má fullyrða að slíku „tilboði“ yrði vísað frá sem ófúllnægjandi. Gunnar Þ. Ólafsson, út- gerðarmaður hjá Miðnesi og einn þriggja forsvarsmanna hóps útgerðarmanna undir forystu Jónasar Aðalsteinsson- ar, sagði í viðtali við PRESS- UNA að það hefði ekki verið fyrr en eftir að ljóst varð að þeim yrðu seldar eignir SR- mjöls að forystumenn innan vébanda hópsins hefðu farið að kanna af fullri alvöru hverj- ir af þeim hópi, sem lýst hafði áhuga, hefðu í raun hug á að vera með og hversu mikið þeir væru tilbúnir að borga. Það virðist því ljóst að þegar sjáv- arútvegsráðherra gekk að „til- boði“ Benedikts, Jónasar og félaga, að fenginni tillögu VÍB, var ekki ljóst hversu mikið til- boðsaðilinn vildi greiða fýrir SR-mjöl hf. né hverjir væru innan vébanda hópsins sem að tilboðinu stóð. Þessir ann- markar hefðu væntanlega átt að duga til að tilboðinu yrði vísað ffá, hefði verið gengið út frá sömu forsendum og lagðar voru til grundvallar þegar ákvörðun var tekin um að vísa tilboði Haralds í Andra frá. Hverjir eru með? I viðtölum sem PRESSAN hefúr átt við nokkra úr hópi útgerðarmanna kemur enn- fremur f Ijós að margt er á huldu um frekari þátttöku þeirra í kaupunum og að fundur verði haldinn í dag, fimmtudag, til að ákveða frek- ar hverjir verði með og hversu nrikið hver er tilbúinn að borga. Af hálfu sjávarútvegs- ráðuneytisins hefur mikið ver- ið lagt upp úr „þátttöku heimamanna" — en látið liggja á milli hluta hvort um er að ræða þátttöku í hlutafjár- kaupum eða almennan stuðn- ing. Ekki er unnt að sjá að minnst hafi verið á þátttöku heimamanna eða eignadreif- ingu í gögnum sem VlB lét til- boðsgjöfum í té, heldur hefúr það komið upp í yfirlýsingum eftir að ákvörðun var tekin um hver fengi SR-mjöl. ísak Ólafsson, sveitarstjóri á Reyðarfirði, sagði í viðtali við PRESSUNA að engin ákvörðun hefði verið tekin enn af hálfu sveitarfélagsins um hlutafjárkaup, en málið yrði rætt á fúndi á mánudag- inn. Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, sagði að það lægi engin formleg samþykkt fýrir hjá bæjarstjóm Seyðisfjarðar um neitt varð- andi SR-mjöl hf. eða hugsan- lega þátttöku í hlutafjárkaup- um. „Ég sá það að þessi hópur undir forystu Jónasar lýsti þvi yfir að starfsmannafélög og sveitarstjórnir stæðu að þessu tilboði. Það er strangt til tekið ekki rétt. Við sveitarstjórar í þessum bæjum vomm á fúndi með þeim suður í Reykjavík þar sem okkur var sagt frá áhuga þeirra á að bjóða í fýrir- tækið og við lýstum yfir áhuga á að fá að fýlgjast með því. Það liggur engin formleg yfirlýsing eða samþykkt fýrir um málið á neinu stigi frá bæjarstjórn Seyðisfjarðar og þar af leið- andi hefur engin ákvörðun verið tekin urn hlutafjárkaup,“ sagði Þorvaldur. Bjöm Valdi- marsson, bæjarstjóri á Siglu- firði, sagði að það hefði verið samþykkt í bæjarráði að kaupa táknrænan hlut í nýja félaginu. Ákvörðun um það hefði verið tekin eftir kynn- ingarfund sem var haldinn fýrrihluta desembermánaðar. Guðmundur Guðmundsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, sagði að gerð hefði verið sam- þykkt í sveitarstjórn um að menn væru opnir fýrir hugs- anlegum hlutafjárkaupum, en enn hefði engin ákvörðun ver- ið tekin um hversu mikil þau yrðu. Sagði Guðmundur þó ljóst að um lágar upphæðir yrði að ræða. Hverjir eru huldumenn Haralds? Spurningunni um það hverjir standa að tilboðinu með Haraldi í Andra er ósvar- að og þá ekki síður spurning- unni af hverju þeir koma ekki ffam í dagsljósið. Hafa menn leitt að því líkum að hags- munir þeirra aðila, sem skv. upplýsingum Haralds eru bæði í sjávarútvegi og við- skiptum, komi í veg fyrir að þeir vilji koma upp á yfirborð- ið. Hagsmunir sjávarútvegs- fyrirtækjanna séu í góðum framtíðarviðskiptum við nýja eigendur SR; hagsmunir ann- arra liggi í að þeirra starfsvett- vangur mundi breytast veru- lega fengju þeir SR-mjöl hf. og því hefði það komið slæmu róti á núverandi rekstur þeirra ef menn teldu að þeir væru um það bil að skipta um starfsvettvang. Hafa margar tilgátur verið á lofti um hverjir hinir dularfullu samstarfsaðil- ar Haralds séu og er ein þeirra sú að helstu samstarfsmenn hans á Stöð tvö séu þeirra á meðal. Haraldur var hluti svo- kallaðrar „fjónnenningaklíku" í átökum um Stöð tvö á sín- um tíma, en með honum stóðu þeir Jón Ólafsson í Skíf- unni, Gunnar Oddsson í Litnum og Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður. Þessi tilgáta er hvorki líklegri né ólíklegri en margar aðrar, en væntan- lega hefðu fjársterk fýrirtæki á borð við olíufélögin einnig tekið þátt í kaupunum með Haraldi. Páll H. Hannesson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.