Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 16

Pressan - 03.03.1994, Blaðsíða 16
Heimilisvínið Vínkjallari Jóns Ásbergssonar Flestir eiga vínskáp. Ekki Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Hann hefur yfir vínkjallara að ráða. Ekki þó vínkjallara í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur geymir hann vínbirgðir sínar í geymslu á neðri hæð hússins þar sem hann býr, innan um skíðaskó og viðleguútbúnað. Þegar PRESSAN fór að hnýsast ffekar í málið sagði Jón að svona litu hefðbundnar vínbirgðir heimilisins út. „Það má segja að þarna séu í rennandi umferð rauðvínsflöskurnar tvær og ginið,“ upplýsir hann. „I raun er mjög óeðlilegt að ginflöskurnar skuli vera tvær.“ Jón útskýrir málið. „Það kemur þannig til að ég var á ferðalagi nýlega og þetta er tollur úr þeirri ferð. Svo á ég þarna norskt ákavíti, sem ég hef átt síðan í fyrrahaust, og þarna er einnig eldgömul lögg af íslensku ákavíti sem ég er búinn að eiga í tvö ár.“ Ertu nokkuð aðfela þettafyrir unglingum með því að hafa það ígeymslunni? „Nei, reyndar ekki. Ég á nokkra, en þess þarf ekki. Þetta verður að hafa sinn gang.“ JÓN ÁSBERGSSON. Framkvaemdastjóri Útflutnings- ráðs innan um vínbirgðirnar í „vínkjallaranum" heima hjá sér. „Pað er í raun mjög óeðlilegt að ginflöskurnar skuli vera tvær,“ segir hann Enginn er eins Hard Rock Café Kringlunni Sími 689888 ★★★ að þarf ekki að fara mörgum orðum um hamborgarana á Hard Rock. Þeir eru einfald- lega undantelcningarlaust góðir, enda matreiddir eftir Hard Rock- standardinum sem hvergi hefur brugðist PRESSUNNI. Það er framreitt óhemjumikið af mat á þessum veitingastað — og mjög hratt — og hamborgarar eru rétt- ur sem þolir vel slíka framreiðslu. Þeir eru líka til í nógu mörgum út- gáfum — blackburger, barbeque, texmex, o.s.frv. — til að hægt sé að borða þá jafnvel tvo, þrjá daga í röð. Það eru ffelcar aðrir réttir, eins og lasagna, sem þessi fjöldaffam- leiðslukeimur bitnar á og veldur ítrekað vonbrigðum. Sama má segja um forrétti á borð við nachos og djúpsteiktar ostastangir. Það fyrra er bragðlítið og óspennandi, „Eitt þolir PRESS- AN alls ekki við Hard Rock. Það er þessi eilífi söng- ur sem þjónar gala yfir gesti sem eiga afinæli þann daginn. “ en osturinn í stöngunum er ekki nógu góður eða bragðsterkur til að henta í réttinn. Annað er pantað nógu sjaldan til að kokkarnir leggja sig meira ffam. Það á til dæmis við um mexíkóskar fajítas (með kjúklingi eða nautakjöti og öllu meðlæti sem tilheyrir) sem eru á fastaseðli staðarins og eru í einu orði sagt ffábærar. Lesendur eru þó varaðir við að þetta er mik- ill matur og ekki fyrir hvern sem er að hesthúsa það. Með á auðvitað að dreklca Corona eða annan mexíkóskan bjór með lime-drop- um. Eitt þolir PRESSAN alls ekld við Hard Rock. Það er þessi eilífi söng- ur sem þjónar gala yfir gesti sem eiga afmæli þann daginn. Þeir koma með ís með logandi stjörnu- ljósi til afmælisbarnsins, syngja há- stöfúm og baula hamingjuóskir í hátalarakerfið, svo fólk á næstu borðum neyðist til að hætta sam- ræðum meðan á þessu stendur. Svo leggur fnykinn af stjörnuljós- unum yfir salinn. Þetta væri kannski þolandi einu sinni á kvöldi, en þegar þetta gerist allt að sex eða sjö sinnum á sama klukku- tímanum er það hætt að vera fýndið. Þetta er náttúrlega amerísk hug- mynd, byggð á prinsippinu „ev- erybody is special" eða „enginn er eins“ í þýðingu Stuðmanna; af- mælisbarninu á að finnast það vera „spes“ og til þess er leikurinn gerður. Það má vera að þetta virki að einhverju leyti, en einhvern veginn læðist sá grunur að, að við- komandi hljóti að finnast hann voða lítið spes þegar sex aðrir í kringum hann eru meðhöndlaðir sem jafnspes — á samá klukku- tímanum. En það er svo til sama hvaða skoðun PRESSAN eða aðrir hafa á Hard Rock — staðurinn mælir með sér sjálfur, sem sést af því að það er alltaf troðfúllt þar. Það er hægt að ganga að góðum mat, framreiddum fljótt og vel (og af fallegustu þjónustustúlkum í bæn- um). Verðið er eins og landbúnað- arkerfið býður upp á — of hátt — en sker Hard Rock þó ekki ffá öðr- um svipuðum stöðum. Himneskur matur frá HHexikó Hátækni- kynlíf áratugi hafa rithöfundar og kvik- myndagerðarmenn reynt að gera sér í hugarlund hvaða tækniundur gæti fullnægt kynlífsþörf mannkyns með sama hætti og um „náttúrulegt" kynlíf væri að ræða. Rithöfundurinn Aldous Huxley kom með hugmyndina um þrívíddar- myndir sem hann kallaði „Feeles" í bók sinni Brave New Worid; Jane Fonda var árið 1960 framtíðardrottningin Barbarella, sem fyrirleit kynlíf upp á gamla móðinn og vildi frek- ar láta tengja sig fullnægingarvélum; og svo má geta þess að einn af karakterum Woodys Allen í kvikmynd hans Sleeper varð afar upptekinn af „orgasmatron", einhvers konar fullnægingar- kassa. En þó hefur Skaggs, sem kallaður hefur verið skæruliði fjöl- miðlaheimsins, náð lengst. Hann hefur fengið trúgjarna frétta- menn til að láta blekkjast af ótrúlegustu sögum. Nýverið komst Skaggs upp með þá lygi að hann væri búinn að finna upp kynlífs- vél. Kynlífsvélina Sexonix mætti mata með villtustu kynórum og nýta síðan til að fá fullnægjandi útrás. Allt væri leyfilegt og un- aðurinn fullkominn. Sexonix var kynnt sem fyrsta kynlífsvélin sem væri að auki sú fyrsta sinnar tegundar til að nýta svokallað- an sýndarveruleika, svipað því þegar herflugmenn eru þjálfaðir í flughermi. Góðar viðtökur Ijósvakamiðla við fréttinni hvöttu skæruliðann til enn frekari dáða. Svik komust þó upp um síðir, því þegar sýna átti fyrirbærið kom í Ijós að það var aldrei til. Hvorki hugmynd Skaggs né hinna hugmyndasmiðanna hefur enn náð að rætast, en engu að síður hefur áhugi á hátæknikynlífi ekki dalað. Sérstaklega á þessu svokallaða sýndarveruleikakyn- lífi, sem óneitanlega gæti einn góðan veðurdag orðið að veru- leika og, vel að merkja, fríað mannkynið frá tilfinningalegum flækjum og þeim líkamlegu hættum sem kynlíf í samneyti við aðra getur haft í för með sér. Áhugi á sýndarveruleika í formi hermivéla er ekki síst mikill hjá kaupsýslumönnum og mönnum í læknisfræðigeiranum. Þótt Skaggs hafi ekki haft rétt fyrir í þetta sinn binda menn vonir við að sýndarveruleikinn eigi eftir að þjóna kynlífsþyrstum í framtíð- inni. Hið óleysta vandamál á þessari stundu er að tilfinningin er ekki sú sama og um eðlilegt kynlíf væri að ræða. Þeir bjartsýn- ustu binda þó vonir við að áreitnin í gegnum hátækni- kynlíf geti orðið enn meiri en flugmenn upplifa í flug- hermum. jft Sólin og heiðskíran síðustu daga hefur væntanlega yljað mörgum um hjartarætur. Þeir sem vöknuðu snemma um helgina börðu augum heiðan og rauðbleik- an himin með appelsínugulum tón sem endurspeglaðist í augum hús- anna. Andartak kyrrðar í málverki náttúrunnar. Aðrir vöknuðu seint cftir mexíkóska fíestu á Loftleiðum með verk í höfði vegna barsmíða dularfullra agnarsmárra manna með hamra og annarra agnar- smárra manna með ryðgaðar sagir spilandi á viðkvæmt taugakerfið. Þeir sem komust ekki á mexí- kósku fíestuna á Loftleiðum halda bara sína heima hjá sér og bjóða bestu vinum sínum og vinkonum til að kalla fram hlátrasköll og skemmtilegar umræður yfir borð- um og undir ljúfri Inka-tónlist s.s. Incantation. Forréttur: Cebiche, krydd- legið fisksalat I þénnan rétt notum við bita af meðalstórri heilagfiskitegund, jibkkrar úthafsrækjur og hörpu- skelfisk. Ath. fiskurinn er ósoðinn. Safi úr u.þ.b. fimm ferskum lime- ávöxtum settur í skál ásamt safa úr einni tómatdós, 6 msk. ólífuolíu, 2 stk. af smátt skornum ferskum grænum chilipipar (fræ tekin úr áður) og tsk. af Worchestershire- sósu. Ef safinn er ekki nægur má bæta dálitlu af þynntu kryddediki út í. 2 msk. af smátt skornum lauk, 2 meðalstórum, niðurskornum tómötum og handfylli af grænum eða svörtum ólífum bætt í. Saltað örlítið og piprað með svörtum pip- ar. Sjávarkonfektinu bætt út í og allt látið liggja í kryddleginum í a.m.k. sólarhring. Rétturinn er borinn fram í grunnum skálum á Nautnin mín... ...er — fyrir utan þessar augljósu — að hlœja. Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. jöklasalatblaði með avocado-, sítr- ónu- eða limebátum og skreytt með steinselju. Guacamole: ídýfa úr avocado 3-4 bátar af hvítlauk, handfylli af ferskum kóríanderlaufum, 1-2 ferskur grænn chili-pipar smátt skorinn (með ffæj- um) og 3 fullþroskaðir avocadoávextir settir í blandara. Safi af 2 limeávöxtum kreistur út í auk 2-3 msk. af vatni og slettu af ólífúolíu. Allt hrært vel sam- an. Borið fram með taco-flög- um. Ef ekki er til ferskur kóríander má nota 1/3 af myntulaufum og 2/3 af steinselju. Aðalréttur: Carne adobadas í þennan rétt má nota hvaða kjöt sem er en við ætlum að nota grísa- skanka í þetta sinn sem við sjóðum daginn áður. Skankarnir eru soðnir í vatni ásamt hálfum poka af chili con carne-kryddblöndunni, u.þ.b. 4 msk. af tómatkrafti og salti. Soðið í 1 og 1/2 klukkustund. Skankarnir eru teknir úr soðinu og settir í ís- skáp. Tveimur klukkustundum fyrir borðhald eru þeir bakaðir í ofni þar til puran verður stökk og þeir heitir í gegn. Mole de guajolote o polle: Kjúklingabitar í sætkrydd- aðri chilisósu Þessi réttur er alveg frábær og byggist á dálítið flókinni sósu en er þess virði a ð reyna. Kjúklingabitarnir eru steiktir í ofni í bökunarpotti með smávatni í botninn. Gulrótar- bitum, grófskornum lauk og hvít- lauk raðað með. Saltað og piprað með svörtum pipar. Gjarnan má bæta við 1-2 lárviðarlaufum. Sós- an: Til að gera hana sem einfaldasta setjum við kryddið; 1 tsk. chiliduft, 2 tsk. möluð kóríanderfræ, hnífs- odd af negul og fennel og 2 cm kanelstöng sem hefur verið brotin niður. Hitum olíu á pönnu og steikjum 1 smátt skorinn lauk, kryddinu stráð út á. Bætum u.þ.b. 200 g af möndlum, 75 g af rúsín- um, 75 g af graskersfræjum ásamt strimlum af tortilla-brauði (eða franskbrauði) sem við skerum nið- ur. Hrærum vel, bætum við 2-3 msk. af kryddediki og 25 g af suðu- súkkulaði. Ef vökvinn er ekki nægj- anlegur bætum við vatni út í. Lát- um malla í 20 til 30 mínútur. Bætum vatni út í eftir þörfum. AUt er síðan sett í mixara og mulið niður og hitað aftur upp á pönnunni rétt áður en sósan er sett yfir hvern kjúklingabita. Skreytt með sesamfræjum. Meðlæti getur verið hrís- grjón, ferskt salat, sýrður rjómi tortillabrauð og chili- sósa, t.d. samansett úr 2 dós- um af tómötum, 2 msk. af tómatkraffi, bolla af vatni, jurtakrafti, 1 msk. bolognese- kryddblöndu, 1 msk. af muldum kóríander, handfylli af ferskum smátt skornum kóríanderlaufum og 2 tsk. af chilidufti. Allt soðið niður í 20 til 30 mínútur. Einnig gott með grísaskönkunum. Eftirréttur: Frost og funi Kaupum einn lítra af ís í næstu ísbúð, setjum hann í blandara, bætum hálfri tsk. af chilidufti út í og látum blandast vel saman. Sett inn í ffysti í smátíma. Borið ffarn með ávöxtum. Þessi ís hitar en kæl- ir ekki og hefúr verið leyniuppskrift Pottagaldra til nokkurra ára. 16B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.