Vísir Sunnudagsblað - 06.03.1938, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 06.03.1938, Blaðsíða 2
2 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Örlagairú. Víða kemur það fram í forn- sögum vorum og' öðrum ritum norrænum, sem sla-ásett eru löngu eftir að kristinn siður var lögtekinn, liversu rík hefir ver- ið.trúin á það, að alt væri fvrir fram ákveðið um örlög manna. Og þó að örlagatrúin eigi vitan- lega upptök eða uppruna í heið- inni lífsskoðun, þá er alls endis óvist, að lienni sé með öllu fyr- ir horð varpað á vorum tiniúm. Og víst er um það, að trúin á liið dularfulla vald örlaganna hefir lengi verið rík með hinni íslensku þjóð. Sumir trúa þvi enn i dag, að alt sé fyrirfram ákveðið. Örlagatrúin var þó miklu rik- ari að fornu og samþættari öllu eðli manna en nú á tímum, svo sem líklegt má þykja. Bera ís- lendingasögur og önnur gull- aldar-rit þjóðarinnar því örugt vitni, hversu mjög trúað hefir verið á liið ókenda örlagavald. „Eigi má sköpum renna“, sögðu menn, „enginn flýr örlög sín“, „eigi má feigum forða“, „ált mun það fram koma, sem ætl- að er“, „eigi verður ófeigum í liel komið“, „mæla verður verð- ur einhverr skapanna málum“, „hverjum bergur nokkuð, ef eigi er feigur“, „eigi má ófeig- um hella“, „enginn kemst yfir sitt skapadægur“ o. s. frv. Þá er og kunnugt það orðtak, að „enginn ráði sínmn næturstað“. Menn tala um að láta „skeika að sköpuðu", „láta auðnu ráða“ 10. s. frv., og mun merkingin svipuð og i hinum fyrri orð- tökum. Menn hafa og vafalaust ver- ið þeirrar skoðunar, að það væri fyrirfram ákveðið, hvem dauðdaga þeir skyldi hljóta — hvort þeir yrði til dæmis vopn- dauðir eða sóttdauðir, færist í lám eða vötnum, yrði úti o. s. frv. Hverjum þeim manni, sem ætlað var að falla fyrir vopn- um, var ekki til nokkurs hlutar að renna af hólmi, ef „stundin var komin“, eða hhfa sér i or- ustu. Honum var ætlað að hníga fyrir ör eða stáli og komst ekki undan jieirri ákvörðxm forlag- anna. Hins vegar var þeim, sem ekki var ætlað að falla fyrir vopnum, með öllu þarflaust að hhfa sér eða fara á hæli i or- ustu. Hann varð ekki með vopnum veginn, hversu mjög sem hann hætti sér og gekk fram fyrir skjöldu. Örlagatrúin var algeng um öll Norðurlönd. Og víst er um það, að i Noregi stóð liún i fuh- um blóma á 12. öld. Sést það meðal annars á eggjunarræðu Sverris konungs, áður bardagi hófst á íluvöllum. Segir kon- ungur þar frá orðræðum bónda nokkurs við son sinn, áður en hann fer i hemað. Bóndi segir: „Hvernig mynd- ir þú liátta, ef þú kæmir í or- ustu og vissir þú það áður, að þar skyldir þú falla?“ — Hinn ungi maður svarar: „Hvað væri þá við að sparast, að höggva á tvær hendur?“ — Karl mælti „Nú kynni nokkur maður það að segja þér með sannleik, að þú skyldir eigi þar falla?“ — Pilturinn svarar: „Hvað væri þá að lihfast við að ganga fram sem best?“ — Karl mælti: „í hverri orustu, sem þú ert stadd- ur, þá mun vera annað hvort, að þú munt faha eða braut komast, og ver þú fyrir því djarfur, að alt er áður skapað. Ekki kemur ófeigum í hel, og ekki má feigum forða — á flótta er fall verst“. Örlagatrúin var enn í góðu gildi hér á landi á 13. öld, eða i það mund, er fróðir menn ætla að flestar íslendingasögur hafi verið skrásettar. Kemur það víða í ljós og þarf ekki það að rekja. í Sturlunga sögu lcemur og hið sama í Ijós, m. a. í sam- handi við atburð, sem gerðist nokkuru fyrir miðja 13. öld. Þórir jökull Steinfinnsson hét maður. Hann barðist í liði Sturlunga á Örlýgsstöðum i 'Skagafirði 1238, er þeir féllu Sighvatur Sturluson og synir hans. Þórir var og sakaður um að liafa drepið mann í Bæjar- bardaga. Hann var leiddur til höggs eftir Örlýgsstaða-fund og kvað þá þessa karlmannlegu og fögru vísu, áður en hann lagðist undir höggið: Upp skalt á kjöl klifa, köld er sjávar-drífa, kostaðu huginn at herða, hér muntu lífit verða. Skafl beygjattu, skalh, þó at skúr á þik fahi, ást hafðir þú meyja, — eitt sinn skal hverr deyja. í erindi þessu kemur örlaga- triiin einkum fram í siðasta vísuorðinu („eitt sinn skal hverr deyja“). Merkingm er svipuð því að sagt væri: „eigi má feigum forða“, eða „eigi má sköpum renna“. — Þórir jök- ull hefir fráleitt orkt vísuna — að minsta kosti ekki, er hann lagðist til liöggs á Örlygsstöð- um. Hún er eldri og virðist hera það með sér, að hún sé kveðin á sjó og að líkindum í sjávar- liáska. Þórir mun hafa hugsað sem svo, er hann sá hvað verða vildi, að nú væri „stundin kom- in“, samkvæmt óraskanlegu og sígildu lögmáli tilverunnar. Mörg önnur dæmi mætti nefna, er sýna berlega, að því hefir 'v'erið trúað, 'að alt eðá flest væri fyrirfram ákveðið. Svo var t. d. um kvonfang manna, gjaforð kvenna o. fl. Nægir í því sambandi að minna á hina fögru og skemtilegu við- ræðu þeirra Þingvalla-systra, dætra Guðmundar gríss. „Hét hvárrtveggi Þóra .... Þær þóttu þá bestir kvenkostir af ó- giftum konum“. Þær höfðu það að venju, systurnar, að þvo léreft sin í Öxarár. Og dag nokkurn, er þær voru að „skemta sér við ána“, fer eldri systirin að tala um það, hvort þær muni nú alla ævi sitja í meydóminum, eða hvort liitt muni heldur, að þær verði mönnum gefnar. Þóra hin yngri tekur þessu heldur fálega, og telur allar á- giskanir um það óþarfar, „því að alt mun ætlað fyrir“, segir hún, enda uni hún sér allvel i föðurgarði. „Svo er og“, segir hin eldri Þóra, „að hér er sæmi- legt að vera með föður og móð- ur, en eigi er hér glaðværi eða svo unaðsamlegt að vera fyrií það“. — „Svo er vist“, segb hin yngri Þóra, „en eigi er vist að þú unir þér hetur, er þessu bregður“. — „Nú þá“, segir hin eldri Þóra, „gerum við okkur hér af gaman og reynum hug- speki okkar. Seg mér hvað þú mundir kjósa, hver maður helst bæði þin; þvi að það þykist eg vita, að eigi munum við allan aldur ógiftar heima sitja“. — „Enga þörf ætla eg á þvi, segir hin yngri Þóra, „því að alt mun það ætlað fyrir og gerir því ekki hugsun fyrir slíku að bera eða geipa þar um nokkuð“. — „Nú er það víát“, segir hin eldri Þóra, „að það er ákveðið, sem er minna háttar en forlög manna. En þó vil eg eigi að síð- ur, að þú -segir mér, hvað þú mundir kjósa, ef fyrir lægi“. Af þessu er ljóst, að hinar glæsilegu Þingvalla-systur hafa trúað því statt og stöðugt, að alt væri fyrirfram ákveðið, Einar og nautið. —o— Meðan söngþekking var litil meðal alls almennings hér á landi, munu sumir miklir radd- menn hafa lagt alla stund á það í söng, að komast sem allra liæst. Um fegurð var minna hugsað. — Sumir þeir, sem enn eru ofan foldar, muna og vafa- laust eftir stórkostlegum radd- mönnum — jafnvel ægilegum — sem grenjuðu svo hátt og liroðalega, að undrun sætti. — Þaö voru áreiðanlega „ótrúleg ódæmahljóð“, sem sumir þess- ara karla gátu gefið frá sér. Og þeir voru sannfærðir um, að þeir hæri af öllum öðrum. Og mörgum, er á hlýddu, liætti til þess, að áhta þann bestan, sem hæst gat farið, án þess að „springa“ á laginu. En við þa'S- óx metnaður liinna fákunnandi raddmanna og reyndi hver um sig að verða öðrum meiri í há- vaðanum og ósköpunum. Einar liét maður, kendur við Hvassafell. Mun liann verið liafa einn hinn mesti raddmað- ur sinnar tiðar. Það har til á Alþingi 7. júlí 1723, að „naut gaulaði yfh- á. hólmanum, svo undir tók i gjánni“. Þá var þetta kveðið: Hrópar tarfur, heyrir Steinn,. hann er gamall í elli; þriðja vantar undir einn — Einar á Hvassafelli. „Einar var sönginaður og göntuðu menn hann einu sinni til að hafa tvísöng við mann- ýgt. naut. Það var þá, þeglar Einar sagði til nautsins: Þér hafið bassan of lágt! Nautið varð forviða á lhjóS- um Einars og það frelsaði menn frá nautinu. Sumir segja, að þaS væri á Alþingi, en sumir á reisw í Hítardal.“ MÓSI. (Sléttubandavísa úr Háttalykli sira Eggerts Ó. Briem á Hösk- uldsstöðum): Mósa lirósan víða víð víðkar gildi Mósa, Mósa glósan tiðum tíð tíðkar snildir Mósa. jafnvel smámunir, og að örlög- unum yrði ekki þokað um set — eða fram hjá þeim komisb

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.