Vísir Sunnudagsblað - 06.03.1938, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 06.03.1938, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Saga togleöursins. Svo er frá sagt, að þegar Fer- nando Cortez hafi lagt Mexi- co undir Spán árið 1519, hafi hann komið til höfuðborgar landsins og orðið mjög undr- andi yfir hnöttum þeim, er hann sá Indíánastúlkur leika sér að. Þeir voru mjúkir, og er þeim var kastað til jai'ðar, stukku þeir upp í loftið. Voru þeir úr sama efni og regnhlíf- ar þær, sem landsmenn not- uðu og þéttiefnið, sem þeir notuðu í báta sína. Þetta fyrsta togleður, sem Iivítir rn’enn komust í kynni við var ekki úr safanum á Hevea brasiliensis, gúmmitrésins, heldur var það framleitt úr Guajalerunnanum, sem nú er mjög lítið notaður til togleðurs- framleiðslu. Það er ekki fyrri en spænskir og portúgalskir hennenn brutust inn i Brasiliu, að þeir kyntust safanum úr hevea brasiliensis og verkfær- um þeim, sem framleidd voru úr honum. Nú var svo hátlað með þessa livitu menn, að þeir leituðu að gulli og öðrum góðmálmum og hirtu þvi ekkert um þetta lim- kenda, grábrúna efni, sem þeir kunnu ekki að hagnýta sér. Svo liðu tvær aldir, og þá barst fvrsta vitneskija um gúmmítréð til Evrópu. Spænsk- ur vísindamaður hafði verið í tíu ár í landkönnuðarleiðangri um Brasilíu og flutti með sér til Evrópu sýnishorn af efn- inu. Um þetta leyti kostaði úns- an — «30 gr. — eina guineu enska, eða á 3- tug króna. Það var enskur maður, Priestley að nafni, sem tókst fyrst að gera gúmmíið nothæft. Er sagt, að sonur lians lítill hafi orðið þess var, að liægt væri að þurka út blýantsstrik með gúmmii. Gúmmiiðnaður telst þó ekki hefjast fyrri en á fyrsta tug 19. aldar. Gátu menn þá framleitt þykkar gúmmíupplausnir, sem nothæf- ar voru til að gera hluti vatns- helda. Gúmmíverksmiðjur Evrópu döfnuðu liægt. Framleiðslunni var að mörgu leyti ábótavant. Gúmmíið var of mjúkt og lím- kent, rann við hita, en fraus í grjótharða mola, er kólnaði í veðri. En á árinu 1872 fann verksmiðjueigandi einn, Han- cock að nafni, að hægt var að renna gúmmíinu gegnum valsa og hlanda það kornóttu efni, og er sú aðferð talin upphaf gúmmíiðnaðar nútímans. Um árið 1840 notuðu Banda- ríkin póslpoka úr gúmmii, og var brennisteini blandað í gúmmíið. Þessum pokum var í ýmsu ábótavant. Charles Goodyear, einn af gúmmí- framleiðöndunum, græddi a. m. lc. ekki á þeim. Hann var kominn í botnlausar skuldir. En það stafaði e. t. v. fremur af því, að Iiann var meiri upp- fyndingamaður en kaupmað- ur. Svo mikið er víst, að hon- um á heimurinn það að þakka, að hann fann upp aðferð, sem í einu vetfangi bætti mjög gúmmíið. Hann komst að því, að við niikinn hita gekk gúmmíið í samband við brenni- stein, og' varð við það miklu nothæfara og þarfara en áður. Nú var leiðin opin. A fám árum reis upp blómleg iðn- grein, og heimurinn fór að not- ast æ meir við gúmmí. Brasiliska gúmmítréð, hevea brasiliensis, gefur af sér besta gúmmíið. Það óx aðeins í Brasiliu, í hinum heitu og ó- hollu frumskógum umhverfis Amazonfljótið. Aður en menn tóku að blanda brennisteini við gúmmíið var enginn liörgull á safanum, en svo fóru menn að senda stóra verkamannaflokka inn i frumskóganna, til að safna safanum. Þúsundir manna létu .lífið, en aðrir konm í þeirra stað, þvi að altaf óx eftirspurn- in, um þúsundir tunna á ári. Brasilía græddi stórum á út- flutningstollum, ög jafnframt var bannað að flytja út hevea- tré og fræ þess. En Englendingar undu því illa, að þurfa að vera upp á aðra þjóð komnir livað gúm- miið snerti, og Sir John Hoo- ker, forstjóri Kew Gardens í London, sendi því náttúrufræð- ing einn út af örkinni, til að útvega hevea-plöntur. Nátt- úrufræðingurinn sendi allskon- ar muni til Englands, t. d. ætl- aði hann eitt sinn að senda út- stoppaðan krókódíl. En þá komst brasiliska lögreglan að því, að hann var útstoppaður með ungum Iievea-plöntum og stöðvaði sendingarnar. Plönturnar dóu flestar við tilraunirnar í plöntugarðinum i London. En ef það átti að vera Iiægt að rækta gúmmí- trén i nýlendum Breta, — i heimalandinu, var það auðvit- að ekki liægt, — þá vrðu þeir að fá ógrvnni ungra plantna, en nú var stjórnin i Brasiliu á verði, svo að ógerningur var að fá þær. Sir Henry Wickliam liélt lil Brasilíu til að rækta kaffi. Hann keypti stóreflis land- svæði við Amasonfljótið, ruddi skógana og fór að rækta. Um- hverfis ekrur lnms óx gúmnii- tréð. Svo fór hann að senda. stóra balla af vafningsvið „til pappírsgerðar“ til Énglands- Sendingarnar stækkuðu óðum og ekkert reyndist við þær að atliuga, svo að tollverðirnir í Brasilíu hættu að leita. En þá fór Wickham að senda lievea- fræin og' plönturnar og er svilc- in komust upp, liafði hann sent mörg þúsund af þeim til Eng- lands, en Brasilía var eklci lengur ein um hituna. Þefta var 1870, en það var ekki fyrri en 1905, að ekru- gúmmíið fór að gera vart við sig. A því ári nam öll gúmmí- framleiðsla 62 þús. smál., þar af 145 smál. ræktað á gúmmí- ekrum. 1914 var heimsfram- leiðslan 120 þús. smál., þar af voru 71 þús- smál framleidd- ar á gúmmíekrum. Árið 1920 var framíeiðslan komin upp í 385 þús. smálesta, en fullnægðí ekki eftirspurninni, þvi að nú voru bílarnir komnir til sög- unnar. Bandarikin ein nota um 70%- af allri heimsframleiðslunni og þau kunna því illa, að þurfa að kaupa hana dýrum dómum af Englendingum. I því skyni eru þeir i óða önn að komæ sér upp sínum eigin ekrum i S.-Ameriku. T. d. liefir Ford' ke^'pt 2500 fermílna svæði i Brasilíu til þessarar ræktunar- FRÁ BUKAREST. Myndin er tekin um það leyti, þegar stjórnarskifti urðu þar síðast. — Lifvörður Karls konungs gengur um göturnar i borginni.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.