Nýja dagblaðið - 29.06.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 29.06.1934, Blaðsíða 1
2. ár. Reykjavík, föstudaginn 29. júní 1934. 150. blað. Alþingiskosningarnar Framsóknavflokkuvinn vinnuv fjöguv fingsæíi og fæv auðsjá= anlega 15 kjövdæmakosna þingmenn. Þessi nýju þingsæii evu Slvandasýsla, 2. þingsæiið í Skagafivði, 2. sæli í Avnessýslu og 2. í Novðuv*Þlúlasýslu. Hermann Jónasson. Hermann Jónasson, þing'm. Strandamanna, náði þar kosn- ingu með glæsilegum meiri- hluta. Hann hefir ekki boðið sig áður fram til þings, en er einhver áhugamesti og þrótt- mesti maður Framsóknarflokks- ins. Séra Sigfús Jónsson, 2. þingm. Skagfirðinga, er þjóð- kunnur samvinnumaður og hef- ir haft forystu þeirra mála á hendi í Skagafirði um langt undanfarið skeið. Bjarni Bjamason 2. þ. Árnesinga er einn með dugmestu mönnum í Framsóknarflokknum og kunn- ur einkum fyrir stórmyndar- lega forstöðu hins fjölmenna héraðsskóla að Laugarvatni. Páll Zóphóníasson 2. þingm. Norðmýlinga er ekki síður vel Sigíús Jónsson. Gísli Guðmundsson. þekktur um allt land fyrir áhuga, umbótahug og ýmis- konar stórþarfar leiðbeiningar Bjarni Bjarnason. porbergur porleifsson. á sviði landbúnaðarins. Allir hafa þessir menn tekið öflugan þátt í fjölmörgum um- Páll Zóphoníasson. bótamálum, sem Framsóknar- flokkurinn hefir barizt fyrir og hrundið í framkvæmd. Þá eru þeir Gísli Guðmunds- son þingm. í Norðurþingeyjar- sýslu og Þorbergur Þorleifsson þingm. Austur-Skaftfellinga nýir fulltrúar þessara kjör- dæma, þótt þar væru áður Framsóknarmenn þingfulltrú- ar. Er Gísli Guðmundsson löngu kunnur fyrir ritstjórn Tímans og vasklega baráttu flokksins. Og þeir sem þekkja Þorleif í Hólum og hans langa og farsæla starf á þingi og heima í héraði, gera sér vísar vonir um giftusam- legt starf Þorbergs sonar hans, er hann tekur nú við þingsætinu af föður sínum. Atkvæðatalningiii I gær báruat tréttir úr Barðaatrandaraýalu og Eyjatjarðarsýslu. Barðastrandarsýsla: Kosinn var: Bergur Jónsson F. 508 Aðrir fengu: / Sigurður Einarsson A. 292 Jónas Magnússon S. 266 Hákon Kristófersson B. 140 Hallgr. Hallgrímsson K. 70 Ey jaf jarðarsýsla: Kosnir voru: Bernharð Stefánsson F. 1319 Einar Árnason F. 1251 Aðrir fengu: Garðar Þorsteinsson S. 917 Einar Jónasson S. 905 Barði Guðmundsson A. 371 Halldór Friðjónsson A. 303 Stefán Stefánsson B. 348 Pétur Eggerz B. 301 Gunnar Jóhannsson K. 262 Þóroddur Guðmundsson K. 237 f tölunum eru innifalin land- listaatkvæðin. — Talningu var ekki lokið fyr en eftir mið- nætti, sökum þess að Siglu- f j arðaratkvæðin voru með Gullfossi, er var á leið til Ak- ureyrar og kom ekki þangað fyr en í gærkvöldi. Brezka stjórnin vill auka ioftflotann London kl. 17, 28/6. FÚ. Möguleiki stofnunar alríkis lofthers var ræddur í neðri málstofu enska þingsins 1 gær, í sambandi við aukningu brezka loftflotans. Flugmálaráðherra sagði, að alríkislofther væri ekki sam- ræmanlegur sjálfstæðri afstöðu samveldislandanna, en hinsveg- ar væri vel athugandi, hvort ekki mætti koma á sambandi milli flugflotans heima og í sambandslöndunum. Ráðherr- ann skýrði einnig frá því, að áætlanir og ráðagerðir væru nú ofarlega á baugi um það, að auka flugflotann. Hann sagði, að menn hefðu vænst þess, að afvopnunarráðstefn- urnar mundu gera óþarfar slík- ai fyrirætlanir, en að aðrar þjóðir hefðu nú ákveðið, ekki einungis að halda í horfinu sínum flugflota, heldur einnig að auka hann, og þess vegna væri England nú neytt til þess af öðrum þjóðum, að hugsa einnig um aukningu síns loft- flota. Mótmæli stjórnar- andstæðinga. Leiðtogi st j órnarandstæð- inga mótmælti afstöðu stjórn- arinnar og sagði, að aukning loftflotans mundi hafa í för með sér óbærileg útgjöld, og verða til þess óhjákvæmilega að til styrjaldar drægi. Hann sagði, að England ætti að taka að sér forystuna í þessum mál- Framh. á 4. síðu. Söngmót 8amb. ísl. karlakóra Annað mót Sambands ísl. karlakóra hófst í gærkvöldi kl. 7 í Gamla Bíó. Kórarnir, sem mæta, eru 7: Geysir af Akur- eyri, söngstj. Ingimundur Árnason, Karlakór ísafjarðar, söngstj. Jónas Tómasson, Karlakór K. F. U. M., söng- stjóri Jón Ilalldórsson, Karla- kór Reykjavíkur, söngstjóri Sigurður Þórðarson, Karlakór iðnaðarmanna, söngstjóri Páll Halldórsson, Vísir af Siglufirði, söngstjóri ÞormÖður Eyjólfs- son og Bragi af Seyðisfirði, söngstj. Jón Vigfússon. Mótið hófst á því, að Lands- kórinn (allir kórarnir saman) söng Ó, guð vors lands. Því- næst sungu Geysir, Karlakór Reykjavíkur og Vísir sín þrjú lögin hver, og Landskórinn síðast 7 lög, eitt undir stjórn hvers söngstjóra. Einsöng í lögum sungu Gunnar Pálsson í Geysi, Daní- el Þorkellsson í Karlakór Reykjavíkur og Aage Schiödt í Vísi. Tvísöng sungu Sveinn Þorkellsson og Bjarni Egg- ertsson í Karlakór Reykjavík- ur. Söngnum var mjög vel tekið af áheyrendum. Söngmótið verður að teljast merkisviðburður á sviði söng- mála vorra. Eiga kórarnir all- ir og söngstjórar þeirra mikl- ar þakkir skilið fyrir erfiði sitt og áhuga. Ættu höfuð- staðarbúar ekki að láta sitt eftir liggja, að sækja söng- skemmtanir þeirra á mótinu, sér til óblandinnar ánægju og kórunum til styrktar. Því miður er ekki neitt sam- komuhús hér nægilega stórt fyrir söngflokk eins og Lands- kórinn er. Er tæpast að hann njóti sín í Gamla Bíó. Er illt til þess að vita, að hið mynd- arlegá Þjóðleikhús standi ó- fullgert, þegar svo mikil þörf er fyrir það sem nú. Um hina einstöku kóra skal ekki dæmt að sinni. Allir eru þeir á margan hátt góðir, þó eitthvað megi að þeim finna. Af lögum þeim, sem Lands- kórinn söng, var einna mest um vert: Á Stiklastöðum, eft- ir Otto Winter Hjelm. Er það tvöfaldur kór. Annars má ganga að því vísu, að söngnum fari mjög mikið fram, því æfing í Lands kórinum hefir verið mjög lítil. Reykvíkingar! Sækið söng- skemmtanir karlakóranna.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.