Nýja dagblaðið - 29.06.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 29.06.1934, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGBLABIÐ í DAG Sólaruppkoma kl. 2.06. Sólarlag kl. 10.55. Flóð árdegis kl. 7.00. Flóð siðdegis kl. 7.20. Veðurspá: Suðaustan eða sunnan- kaldi. Rigning öðru livoru. Stiín, akrllstolor o. 1L: Landsbókasafnið .... opið kl. 1-7 Alþýðubókasa. opið 10—12 og 1—10 þjóðskjalasafnið ....... opið 1-3 Landsbankinn .......... opinn 10-3 Búnaðarbankirm opinn 10-12 og 13 ÚtvejjsbanHnn opinn 10—12 og 1—•! Útbú Landab., Klapparet. opið 2-7 Póstliúsið: Bréfapóstst. ,. opin 10-6 Bögglapóststofan ..... opin 10-5 Landssiminn ........... opinn 8-9 Skrifstoía útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og Í4 Fiskifól.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Bimskipafélagið .......... opið Ö-6 Stjómarráðeskrifst. .. 10-12 og 1-4 Sölusamb. ísl. fiskíramlaiðenda opið 10—12 og 1—6 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögvianns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Skipaskoðunar og skráningast. ríkisins 10-12 og 1-G Am&áll DF'Vk'in Hæstiréttur kl. 10. Helmatiknartiinl ijiknhÓM! Landsspítalinn ............ kl. 3-4 Landakotsspítalinn ......... kL 3-5 Laugarncsspítali ...... kl. 12%-2 Vííilstaðahadið 12V4-1VÍ off Kleppur .................. kl. 1-8 Fæöingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar...................kl. 3-6 Sjúkrahús Hvítabandsins .... 2-4 Farsóttahúsið ................ 2-4 Næturvörður í Laugavega Apóteki og Ingölfsapóteki. Næturlæknir: Valtýr^ Albertsson, Túngötu 3, sími 3251. Skemmtanir og samkomur: Gamla Bíó kl. 7: Samband ísl. karlákóra, söngmót. Skólasýningin opin 2—7 og 8—10. Samgöngur og póstíaröir: Suðui-land til Borgarness og frá. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Vedurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19,25 Grammófónn: Lög eftir Thomas. 19,50 Tónleikar. Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Synoduserindi í dóm- kirkjunni: Kirkjan og vorir tímar (síra Benjamín Kristjánsson). 21,15 Grammófóntónleikar: Brahms: Symphonia no. 4 í E-moll, Op. 98. í Ólafsvík fór fram kosning á tveim mönnum í hreppsnefnd á laugardaginn var. ihaldið hefir ráðið þar lögum og lofum fram að þessu. En við þessar kosning- ar beið það ósigur. Jáfnaðar- menn fengu meirihluta atkvæða og komu að einum manni. Mun- aði minnstu að þeir fengju béöa kosna. Norski kórinn: Stjerneguttene, fór héðan í gærkvöldi heimleið- is með Lyru. Kórinu söng að síð- ustu á tröppum menntaskólans, m. a. uorska og íslenzka þjóð- sönginn. Söngstjóranum var af- hentur íslenzkur fóni að gjöf, til minningar um korauna. Nýtt fyrirtæki hefir Hljóðfæra- húsið (Bankastræti 7) stofnað, þar sem menn geta fengið að tala, syngja og spila á grammó- fónplötur. Flutti útvarpið i gær- kvöldi sýnishorn af því, hve vel lekst að taka rödd manna á plotu, sem kölluð er silfurplata. Skipafréttir. Gullfoss var á Siglufirði i gær. Goðafoss fór frá Vestmannaeyjum í gær á leið til Hull. Bmarfoss er í Kaupmanna- liöfn. Dettifoss er á ieið til Vest- mannaeyja frá Hull. Selfoss var í Færeyjum í gær. Lagarfoss er á leið til Kaupmannuhafnar frá Austfjörðum. U. M. F. Velvakandi íer næsta sunnudag ef veður ieyfir göngu- ferð upp á Esju. Verður farið upp í Kollafjörð og gengið það- an. Förinni til Hreðavatns er frestað. Oscar Olsson, æðsti maður Al- þjóðareglu Góðtemplara og sænsk- »ur Ríkisþingsmaður, kom hingað með „Dronning Alexandrine" í gær og dvelur hér rúman hálfan mónuð. Hann lieimsækir Góð- templarregluna og mun almenn- ingi gefast tækifæri að heyra liann tala á vegum hennar og ef til vill annara félaga. þetta er í íyrsta skipti sem Hátemplar heirnsækir ísland. pýzk heimsókn. Með „Dronning Alexandrine" kom sendinefnd hingað frá landbúnaðarráðuneyt- iiiu þýzka í oinbera heimsókn, og eru í henni ýmsir kunnir fræði- menn í landhúnaðarvísindum. í sendinefndinni eru dr. Rechen- bach, dr. Wolff, dr. Gauch og lierra Netzner, og ætla þeir að lialda hér opinbera fyririestra um fræði sín og ýmislegt, sem að þýzkurn búnaðarháttum lýtur. Mun sendinefndin, sem dvelur hér til 3. júlí, að nokkru leyti verða á vegum Búnaðarfélagsins. Verða fyrirlestrarnir 4 talsins, og verða þeir, að undanteknum fyrsta fyrirlestrinum, fluttir í Kaupþingssalnum, en hann verð- ur fluttur í Nýja Bíó. Einn fyrir- lesturinn niun að nokkru vera um fiskveiðar og flytur hann dr. Wollff. í dag kl. 5 verður fluttur fyrsti fyrirlesturinn af herra Netzner í Nýja Bíó. Verður hann um óðalsrétt o. fl. Kvikmyndir verða sýndar á eftir fyrirlestrin- um. í kvöld kl. 8.30 flytur dr. Wolff fyrirlestur í Kaupþings- saJnum. , Fyrirlesturinn heitir: Bóndinn bjargvættur þjóðanna. 4. landsfundur íslenzkra kvenna verður haldinn hér í Reykjavík fyrstu (lag'aná i júlí. Hafa fulltrú- ar úr flestum sýslum landsins til- kynnt komu sína. Er svo til ætl- ast, að fulltrúar, bæði utan Reykjavíkur og innan gefi sig irfwn á Vinnumiðstöð kvenna, þingholtsstr. 18, laugardaginn 30. júní á milli kl. 2—6, sæki þangað iundarskírteini sitt og borgi inn- ritunargjald sitt. Á sunnudags- kvöldið verður kynningarsamkoma fyrir fulltrúana í leikfimissal miðbæjarskólans kl. 8%. þær kon- ur, sem þá hafa ekki fengið fund- nrmerki sitt, geta fengið það af- hent í miðbæjarskólanum á sunnudagskvöldið eftir kl. 7. Á mánudagskvöldið er gert róð íyrir að fundurinn verði settur í Iðnó. En sjálfur fundurinn verður haldinn í Varðarhúsinu, sam- kvæml uánari auglýsingum. Er hann opinn fyrir allar konur og vorða mörg merkileg mól á dag- skrá, þau er konur láta sig sér- staklega varða. Er þvi líklegt að konur hæjarins setji sig ekki úr Odýru aug'IýaingarBar. TYRKNESKAR CIGARETTUR d(DSTK- PAKKINN KOSTAR Kaup og sala FAST OLLUM VERZLUNUM færi ineð að fylgjast ineð því, sem á fundinum gerist. Knattspyrna á Akranesi. Um íyrri helgi fór knattspyrnuflokkur úr félaginu „Haukur“ Hafnarfirði, til Akraness og kepptu þar við Akurnesinga. Uimu Akurnesingar með 6:2. Markarfljótsbru verður vígð næstkomanda .sunnudag. I-Iefst vígslan kl. i e. h. Verður byrjað með guðsþjónustu. þá verða fluttar ræður, Lúðrasveit Reykja- vikur spilar og að lokum verður , stiginn dans. Allur ágóðinn af ! skemmtuninni rennur til hjálpar ! I fólkinu ó landsskjálftasvæðinu. Verður án efa margt um mann- inn við vígsluhótíð þessa. í Norður-ísafjarðarsýslu verður talið i dag. Talningin fer fram á MeJgraseyri, en þar er enginn sími. Til þess að hægt verði að útvarpa tölunum öðru hvoru, \ erður bótur með talstöð á vík- i iimi hjá Melgraseyri og sendir liann tölurnar til báts með sams- 1 konar tækjum, sem liggur á ísa- ■ f'jarðarhöfn. þaðan verður tölun- ' um komið á landsímastöðina. Vil- ' mundur verður sjálfur við taln- j inguna, en ekki hefir heyrst að i Jón Auðun ætli sér að vera þar. I Á morgun verður talið í Suður- ' þingeyjarsýslu. Kennaraþingið var sett í gær- kvöldi kl. 8 í Iðnó. Óvenju margir kennarar viðsvegar að af [ landinu eru mættir á þinginu. Norski söngkórinn „Stjernegut- tene“, heimsótti sjúklingana í Reykjahæli i fyrradag í sömu ferðinni og þeir skoðuðu Grýlu. Sungu þeir 5 lög fyrir dvalargesti bælisins við ógætar undirtektir. Hafa sjúklingarnir heðið Nýja dagblaðið að fiytja kórnum og söngstjóranum sínar beztu þakkir fyrir komuna. Borgarritarastaðan var veitt Tómasi Jónssyni lögfræðing á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. þetta er nýtt embætti og algerlega óþarft, svo framarlega, sem borg- arstjóranum er ætlað að gera eitthvað. Bendir þessi embættis- stofnun til þess, að Jón þorláks- son vilji ekki frekar láta íhalds- flokkinn „þræla sér út“ við þæjarmálin, en landsmálin. 11 mannslát voru hér í Reykja- vik í vikunni 10.—16. júní. Nýlega hafa verið grafin upp bein morðingja Natans Ketilsson- ar, þeirra Friðriks og Agnesar, sem voru liólshöggvin og jörðuð í Vatnsdalshólum fyrir rúmlega 100 árum síðan. Beinin voru flutt til Tjamarkirkju á Vatnsnesi og jarðsungin þar af sóknai-prestin- um, sr. Sigurði Jóhannssyni fyrra sunnudag. Bruni á Súðavík ísafirði 27/6. FÚ. I gærmorgun brann til kaldra kola á skammri stundu 'hús Gríms Jónssonar kaupm. í Súðavík. Húsið var úr tré. Nokkuð bjargaðist af innan- stokksmunum á neðri hæð og úr kjallara, en ekkert af efstu hæð. Mikið brann af fatnaði. Logn var og hlífði það næstu húsum. Annars eru taldar lík- ur til, að þau hefðu brunnið, því engin slökkvitæki eru í þorpinu. Ókunnugt er um elds- upptök Sjóræningjar að verkí Berlin kl. 8.00 28/6. FÚ. Frá Shanghai kemur sú fregn, að kínverskir sjóræn- ingjar hafi náð á sitt vald japönsku skipi í Gula hafinu. Skipverjar vörðust ræningjun- um hraustlega, og féllu margir í viðureigninni, en þeir skip- , verjar, sem eftir lifðu, voru ' settir í fjötra, og skipið síðan ' sett til drifs. Farþegana, sem | voru allt Japanar og Hindúar j og voru um 40 talsins, höfðu [ ræningjarnir á brott með sér. i Óveður skall á nokkru síðar, og fannst skipið ekki fyr en eftir nokkra daga, og var þá ekki annað en flak, og aðeins þrír lifandi af áhöfninni, mjög aðfram komnir. Friðvænlegra á Spáni Berlin kl. 8.00 28/6. FÚ. Búizt er við, að hemaðar- ástandið á Spáni verði afnum- ið einhvern næstu daga, þar sem víðast hvar er kominn á friður í landinu, og stjórnin telur ekki hættu á því, að ó- eirðirnar blossi upp aftur. Mjög margir stjórnarandstæð- ingar hafa verið hnepptir í varðhald síðustu daga, og mun nú þegar hefjast vinna við að koma upp fangabúðum þeim, sem þingið hefir samþykkt. Forsætisráðherra Spánar, Samper, hefir lýst yfir því, að stjórnin ætlaði sér ekki að láta undan Katalóníu, þar sem það hefði nú verið staðfest með dómi, að lög sem Kata- lóníuþingið hefir samþykkt, gangi í bága við stjórnar- skrána. Nýkomið . — Ódýrt. Matarstell og kaffistell, 72 st. í stellinu. Verð 65 kr., o. fn. fleira. Af sérstökum ástæðum verða npkkrar kápur og kjólar seldar með hálfvirði .. . . á Laugaveg 19......... Skúr til sölu. Uppl. í síma 2506 og 1471. Arndal. Freknukrem, Niveakrem, Igemokrem og Sportskrem fæst hjá Kaupfélagi Reykjavíkur. I Sími 1245. D I V A N A R (og viðgerðir) með góðu stoppi og mörgum fjöðrum, verða beztir og sterkastir, ódýrastir og fallegastir. — Húsgagna- vinnustofan Skólabrú 2 (hús Ól. Þorsteinssonar læknis). Gúmmísvampar mjög hent- ugir að þvo með glugga, fást hjá Kaupfélagi Rvíkur. Reiðhjólin Hamlet og Þór eru þau beztu segja allir, sem reynt hafa. Fást hvergi landinu nema hjá SIGURÞÓR. 1 Tapað-Fundið ! Fyrir nokkrum dögum tapað- ist kvenúr á svæðinu frá Ing- ólísstyttunni að kálgörðunum fyrir vestan fþróttavöllinn. Óskast skilað á Framnesveg 16 B. Brezkastjórninvill auka loftliotann Framh. af 1. síðu. um, eins og það hefði oft gert, þegar um það hefði verið að ræða, að taka heilbrigða stefnu í stað þess að fylgja öðrum í blindni út í ófæruna. Fregnin um fyrirætlanir Breta um það, að auka loft- flota sinn, hafa þegar í stað haft áhrif í Þýzkalandi, og þýzku blöðin í dag segja með stórum fyrirsögnum, að Eng- land vilji verða öflugasta flug- flotalandið. Parísarblöðin nota fregnina hinsvegar til þess að undir- strika nauðsyn þess, að al- menning'i verði kennd notkun á gasgrímum, og í þeim birt- ast stórar auglýsingar um nýjustu gerðir á slíkum grím- um, og leiðbeiningar ud notk- un þeirra. Kjötsölumál brezká veldísins London kl. 17, 28/6. FÚ. Mr. Runciman sat í dag á ráðstefnu með umboðsmönnum ýmsra brezku landanna, og ræddi við þá um kjötsölumál brezka veldisins. Umræður þessar fara fram vegna Ott- awasamninganna, sem falla úr gildi næstalaugaráag. Mr. Rumciman sagði, að hann teldi rétt að gefa samveldislöndun- um tækifæri til þess, að at- huga þær ráðstafanir, sem brezka stjómin kynni að vilja gera til vemdar heimamark- aði sínum.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.