Nýja dagblaðið - 14.07.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 14.07.1934, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLABIB í ferðalagið á sunnudaginn Niðursoðin maivæli svo sem: Kjöt, fiskabollur, lax, kæfa, lifrarkæfa o. fl. Avexiir, nýir og niðursoðnir, margar tegundir. Sælgæti fjölbreytt úrval. Kaupfélag Alþýðu Viiasiig S a. Verkam.búsi. Simi 4417 Simi 3507 (xistihúsið „Kárastaðir“ við Þingvellí er tekið til starfa -- Þar verður þægilegt og ódýrt að dvelja. - Áherzla lögð á góðan mat og að gestum geti líðið sem bezt. Næg mjólk og egg fyrir ungu börnin. Mjög snotur tveggja manna herbergi vel uppbúin. Veiðirétt geta gestir fengið í Þingvallavatni. Utsýni mjög fagurt frá gistihúsinu. Eitt bezta berjaland, sem þekkist, það tekur ca. 5-10 mínútur í bíl frá gistihúsinu til Þingvalla. Utvarp er á staðnum. Einnig er símstöð þar. - Allar upplýsingar hjá mér, Jón Jónsson, bryti Café Royal. - Sími 4673. Kinamúrinn mikli Eg» uudirritaöur opna i dag skóvinnustofu á Njálsgötu 23 rétt vestan við Frakkastíg. Vandaðar og ódýrar viðgerðír á allskonar skófatnaði. Reynið og þér munuð sannfærast. Reynslan er sannleikur Virðingarfyllst KJartan Arnason, skósniður Simi 3814. (áður Frakkastíg 7). Bygging Kinamúrsins mikla var hafin 214 árum fyrir Kristsburð og var henni að mestu lokið á 10 árum. Tilgangurinn með byggingu hans var að verja Kínaveldi fyrir árásum hinna viltu kynflokka, er bjuggu til norðurs frá Kína. Múrinn liggur á norðurlandamærum Kína og er ca. 2400 km. á lengd. Undirstaða múrsins er um 20 fet á þykkt, en að ofan er þykkt hans 15 fet. Hæð hanns er frá 15—30 fet. Hann er hlaðinn úr múrsteini og voru byggðir varðtumar við múrinn með nokkru millibili, um 40 fet á hæð. Traustlega hefir hann verið byggður og vel til hans vand- að, að hann skuli standa enn í dag í jafn góðu ásigkomulagi og myndin hér af ofan sýnir. Mun óhætt að segja, að Kínverski múrinn sé einstakt þrekvirki og óviðjafnanleg landvörn, eftir fyrri tíma mæli- kvarða, þó nú á dögum myndi ir að rjúfa hann og yfirstíga. Fyigdarlíð Rooseweits Fyrir stuttu síðan lögðu fimm harðlegir og þögulir menn á stað frá Washington, sinn í hverja áttina. Voru það þekktustu leyni- lögreglumenn Ameríku. Einn þeirra ætlaði til Virgin-eyj- anna, a,nnar til Porto-Rico, þriðji til Panama, fjórði til Columbia í S.-Ameríku og sá fimmti til Honolulu á Hawai- eyjunum. Starf þessara, mánna er í því fólgið að sjá um undir- búning við komu Roosewelts forseta til þessara fimm landa í sumar. Eiga þeir að vera í ráðum með hvernig hagað skuli mót- töku hans á hverjum stað, og búa svo um hnútana, ásarnt lögreglu og yfirvöldum hvers lands, að lífi hans sé ekki hætta búin af völdum ofstæk- isfullra eða vitfirrtra æsinga- manna. Bera þessir menn raunverulega ábyrgð á lífi for- setans, hver á sínum stað. mönnum máske verða lítið fyr_ Svipuðu starfi hefir að gegna álitlegur hópur leynilögreglu- manna, er ferðast alla þessa leið með Roosewelt undir stjórn Richards Jarois, sem er varðforingi „Hvíta hússins", en eina til tvær dagleiðir á undan forsetanum og fylgd hans, verður yfirforingi leyni- lögreglu Washington, og á hann að sjá um að hvarvetna sé allt svo tryggt og öruggt, sem orðið getur. Starf þessara manna er ekki áhyggjulítið eða ábyrgðar- laust. Það er ætlazt til mikils af þeim og þeim treyst fyrir miklu. Virðist það næstum hlægilegt, að slíkan viðbúnað skuli þurfa sem þennan, þó að einn maður ferðist landa á milli, en reynslan sýnir, að ætíð eru einhverjir þeir, er sitja um líf slíkra manna, sem þessara, og það þykir hvorki viðurkvæmilegt eða praktiskt, að stofna lífi Franklins Roose- welts í voða eins og sakir standa. Verzliö við þá að öðru jöfnu, sein auglýsa í Nýja dagblaöinu Sjálfra yðar og okkar vegna ættuð þér að reyna Biöndahls K \ F F I Kaupið einn pakka til reynslu og notið svo það kaffi, sem yður líkar bezt. Blaðamennska í Rúmeniu Eftir nýútgefnum1 fyrirskip- unum! hins opinbera blaðaeftir- lits í Rúmeniu, finnst blaða- mönnum erfitt að fara. Það er bannað að minnast á konunginn í blöðunum, og bannað að rita um nokkuð sem stéttarmál, það er bannað að skrifa hverskonar öfgar, það er bannað að skrifa nokk- uð um úrlausnir stjómarinnar á utanríkismálum, það er bannað að skrifa um hina nýju skuldamálalöggjöf ríkisins, og í sjötta lagi er bannað að valda óeirðum. Stjómin telur að nú loksins sé kominn mátulegur hemill á ritmennsku blaðanna, enblaða- mennirnir segja, að nú sé þeim alveg varnað að skrifa nokk- uð, því flest geti heyrt undir eitthvað af þessum forboðnu atriðum. Burtreiðar í Englandi. Undanfama daga hafa nær því 1000 mánns í bæjunum j Morecambe og Heysham í Eng- landi, tekið þátt í burtreiðum, sem þar hafa verið haldnar af herklæddum mönnum í 16. ald- ar stíl. Þessari miklu og óvenjulegu hátíð var komið á til styrktar sjúkrahúsum í Norður-Eng- landi. Opinberar skýrslur, sem nýlega eru komnar út frá Austurrísku stjóminni, skýra frá því, að kostnaður við aðgerðir húsa þeirra er skemmd voru af skothríðum i febrúarblóðbaðinu í vetur, hafi orðið um 375 þúsundir króna.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.