Nýja dagblaðið - 14.07.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 14.07.1934, Blaðsíða 3
N Ý ’ AGBLABIB !nýja dagblaðið ÍTtgcfandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, | Tjarnargötu 39. Sími 4245. R i tstjórnarskrifstofurnar ÍLaugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: | Austurstrœti 12. Sími 2323. | Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði. R í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Bandalag eða werkbðnn? Alþýðubl. hefir undanfarna daga sagt frá því, að stjórnar- skifti væru yfirvofandi, að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn væru í þann veginn að taka höndum saman og senda íhaldið út úr hvíta húsinu við Lækjartorg. íhaldið hefir svarað þessum umræðum á tvennan hátt. Annarsvegar hefir það boðið socialistum bandalag um mála- meðferð og þá væntanlega líka um bræðingsstjórn við að gera landið allt að einu kjördæmi. En samhliða þessu hafa sum útgerðarfyrirtækin tilkynnt meira eða minna opinberlega, að þau ætluðu að koma á einskonar verkbanni, til að kúga verkamenn nieð auknu atvinnuleysi, ef þeir vildu ekki þýðast bónorð þeirra um bandalag. Ef til þess kemur, að um- bótaflokkarnir taki höndum saman um stjórnarmyndun, þá eiga socialistar alveg sérílagi verkefni fyrir höndum út af áðurnefndri hernaðaraðferð í- haldsins. íhaldið ætlar að svelta þá til auðmýktar, og reyna að sanna, að verkamenn eigi allt undir svokölluðum at- vinnurekendum, og að draum- ur verkamanna um að þeir komi fram sem frjálsir menn í starfinu, sé tómur hugar- burður. Ef skipaeigendur leggja skipum sínum við festár um hábjargræðistímann út af því að verkamannaflokkurinn á ís- landi talar um að hafa beina þátttöku í landsstjórninni, þá er það hrein og bein hólm- gönguáskorun. Verkaménn geta ekki tekið slíkri áskorun nema með tvennu móti: Ann- aðhvort með því að beygja sig í auðmýkt fyrir íhalds- mönnum, eða svara með föst- um tökum og bjarga málunum við sjálfir, líkt og þeir hafa gert á ísafirði og Hafnarfirði. í Danmörku kom fyrir hlið- stætt atvik fyrir nokkru. Skipasmiðja ein skuldaði bönk- unum um 40 miljónir. Hún gat ekki flotið. Hún hætti að vinna eins og einstaka íhalds- menn vilja nú gera. Þá tóku umbótaménn Danmerkur til sinna ráða. Þeir settu nýja stjórnarnefnd í verksmiðjuna, vegna hinna miklu skulda hennar. Þeir endursköpuðu hana með gætni og festu, líkt og íslandsbanki endurfæddist í Útvegsbankanum. Og nú er Fuvðufallbyssan sem ægði höfuðsíaðFrakklands úr 120 km. fjavlægð Það var snemma morguns 23. marz 1918, að dularfullri sprengju laust niður í norð- usturhluta Parísarborgar. — Verkalýður þessa borgarhverf- is var á leið til vinnustöðv- anna. Allt í einu dundi við ógurleg sprenging. Götustein- ar, grjótflug og sandur þyrl- aðist um loftið og braut, með- al annara skemmda, hverja gluggarúðu um allt nágrenn- ið. En annars særðist enginn og ekkert kúlubrot fannst. Menn skildu ekki, af hverju þetta kom. Parísarbúar voru orðnir ýmsu vanir. Þeir höfðu kynnzt skelfingum ófriðarins, ekki einungis af lýsingum ætt- ingja og vina austur á víg- stöðvunum eða við lestur blað- anna, heldur af eigin reynd — af svefnlausum nóttum í sjálfri Parísarborg, þegar háværir lúðrablástrar tilkynntu þýzka loftárás. Nú létu þeir, sem hér voru á ferð, sér fátt um finn- ast þessa dularfullu morgun- kveðju, en tautuðu gamla við- kvæðið: „C’est la gurre“ — það er stríðið. Allt fram að þessu hafði Þjóðverjum ekki tekizt að brjóta á bak herlínu Frakka og Englendinga. Og þessa dag- ana lágu næstu vígstöðvar þeirra í 120 km. fjarlægð frá höfuðstaðnum franska. Fyrir tæpum tveim mánuð- um voru hafnar flugárásir á París og kastað niður flug- sprengjum með samtals 4000 kg. sprengiefni. En stafaði sprengingin á Quai de Seine 23. marz, af holkúlú úr flug- vél eða loftfari? Það vissi enginn. En einkennileg sprengja hlaut það að vera, fannst mörgum. Tæpum tutt- ugu mínútum síðar sprakk annað skeyti mílufjórðungi fjær og örskammt frá einni höfuðbrautarstöð borgarinnar. Þar voru fyrir mörg hundruð manna; 8 létu þegar lífið, en allmargir særðust. Enn héldu menn að hér væri um1 loftárás þessi skipasmiðja farin að vinna aftur og halda uppi at- vinnulífi þjóðarinnar. Alþýðufl. íslenzki stendur nú á einkennilegum vegamótum. íhaldið býður honum bandalag, sem á að gera verkamenn að þrælum undir svipum Ólafs Thors. Á hinn bóginn er flokk- urinn í þann vegínn, að hefja frelsisbaráttu fyrir lífi og at- vinnu manna sinna, og verður að hefja þá bai-áttu með stuðn- ingi Framsóknarílokksins, Síð- ari leiðin er miklu erfiðari. Til að geta endurskapað atvinnu- lífið og þurkað út úr því blóð- suguhátt íhaldsins, þarf mik- ið þrek og stefnufestu. Næstu dagar skera úr hvort byrjað verður á þeirri umbót, eða kjördæmamálinu. að ræða. Samt var forseta Frakklands og stjómarfor- manni gert aðvart. Á næstu stundarfjórðungum héldu þess- ar ógnir áfram á allvíðáttu- miklu svæði um borgina. En sjöunda sprengingin kollvarp- aði öllum tilgátum um flugá- rás. Hún varð í einu fjarsta úthverfi borgarinnar. I loft- árásum er alltaf reynt að hitta ákveðna staði, t. d. gasgeyma, hergagnageymslur, þýðingar- miklar flutningastöðvar, sem mikill slægur þykir í að eyði- leggja. En hér var það ber- sýnilegt, að öll París var höfð að skotspæni. Og nú fór að greiðast úr þessari ráðgátu að einu leyti. Nokkur sprengju- brot fundust, og sérfræðingar stórskotaliðsins komu fram með þá fullyrðingu, að hér væri ekki að ræða um flug- sprengju, heldur fallbyssu- skeyti. En drottinn minn dýri! Hvaðan var það komið? Víg- lína óvinanna lá á annað hundrað km. austur í landi. Parísarbúum lá við að brosa að þessum furðulegu fullyrð- ingum hernaðarfræðinganna. En kúlubrotin fundust, og af þeim sannaðist, að hér var um að ræða byssu með geysi- legum byrj unarskothraða. Og við nánari athugun þeirra staða, sem skotin höfðu hitt, var hægt að finna í hvaða átt hennar væri að leita. Skot- línan lá gegnum borgina frá austri til vesturs, og væri hún íramlengd austur á bóginn, til vígstöðvanna, varð fyrir stað- urinn Laon, Þjóðverja megin. En frá myndatökum úr lofti var það kunnugt, að frá Laon —Amiens járnbrautinni lá hliðarspor, sem Frökkum var ókunnugt um, til hvers var ætlað. Nú leyfðu sérfræðingar skotliðsins sér að varpa fram þeirri furðulega djörfu og ó- trúlegu fullyrðingu, að þar — í 120 km. fjarlægð — leyndist sú ægilega Helgríður, er sendi höfuðstað Frakklands svo hræðilegar kveðjur. Gat þetta náð nokkurri átt? Langdrægustu fallbyssur, sem menn þekktu, skutu 40 km. vegalengd. Þessi sendi skot- fleyg sinn sextíu km. lengra, eða svo fullyrtu herfræðing- arnir. Þeir reiknuðu einnig út hlaupvídd þessa morðvopns. Hún var ekki áberandi, — um 20 cm. Umferð heimsborgarinnar var stöðvuð. Neðanjarðar- brautirnar einar héldu hik- laust áætlaðar leiðir. Á meðan hvinu stórskeytin þýzku yfir borginni til kl. rúmlega 2 þennan dag. Alls náðu París um daginn 25 skotkúlur, sem drápu 13 menn en særðu 30, eyðilögðu ýmsar byggingar og trufluðul umferðina allverulega. Næsta dag, sem var Pálma- sunnudagur, hélt skothríðin á- ♦K m ♦K ♦K ♦K +K ♦K ♦K ♦K ♦K ♦K é ♦K ♦K é m *K Í sunnudagsmatinn Ódýrt kjöt af rosknu fé Spikfeitt hangikjöt Nautakjöt í buff og steik Alikálfakjöt Miðdagspylsur Vínarpylsur Kjötfars Frosin svið Akureyrarsmjör og ostar Rabarbari Tómatar Blómkál — Spiskál Gulrætur — Purrur. Kjöivevzl. Hevðubveið i íshúsiim Herðubreið Sími 4565. 7l fram með h. u. b. 15 mín. i millibili. Tjónið var tiltölulega : lítið. Einungis ein kúla hæfði kirkju í úthverfi borgarinnar . og drap nokkra menn og kon- ur. Alla þessa viku til páska hélt skotárásin áfram með nokkrum hléum, og með nokkru mannfalli og eigna- tjóni. En á Föstudaginn langa sló einum þessum voða skot- fleyg niðúr á kirkjuna St. Gervais í miðju Parísar. — Kirkjan var þéttskipuð fólki, trúuðum biðjandi söfnuði. Fólkið hrökk upp úr bænum sínum við ógurlegt brak. Loft- ið yfir því rofnaði, gnæfandi súlur og margra smálesta þung múrbrot hrundu niður á mann- grúann. Hvelfingin enduróm- aði af þungum dimmum drun- um fallandi múrsins og sáru kvalaveini deyjandi fólks. Sjúkralið var kvatt til hjálp- ar. Erkibiskup Parísar stóð með upplyftum1 höndum og blessaði yfir þá dánu, er þeir voru bornir út úr kirkjunni. , Blóð flaut um bekki og gólf. 87 biðu bana, 70 hlutu meiri sár og minni. i Meðan á þessu gekk, héldu herfræðingar Frakka áfram athugunum sínum. Þeir ákváðu furðu nákvæmlega bækistöðv- 1 ar undrabyssunnar. Þegar á eftir var flugdeild send af stað ( til þess að rannsaka þær nán- ar. Samtímis var og gert út lið austur á bóginn, í því skyni, að leita skotstöðvanna með hljóðkönnun. Og á furðu skömmum tíma tókst að finna þessar sérstöku óvinastöðvar og mæla flughraða kúlnanna. ; Þær fóru þennan 120 km. veg- arspotta — sem, var bein loft- lína til Parísar — á þrem mín- útum eftir firna háum flug- boga. ! Hér þurfti skjótra úrræða við, enda stóð ekki á þeim. Þegar á miðjum næsta degi, eftir að fullvíst varð, hvaðan Þjóðverjar skutu, hóf frönsk 30,5 cm. fallbyssa gagnsvör sín til hinar langdrægu, þýzku systur. Framh. H. J. Leiðrétting j í 28. tbl. Framsóknar, sem út kom 10. þ. m., stendur svo- hljóðandi klausa í grein eftir Jón í Stóradal: i „Þannig lagði Samband ísl. samvinnufélaga fram 15—20 l þúsund til styrktar Tímablöð- unum, auk óbeins stuðnings“. i Út af þessum ummælum vil j ég taka fram eftirfarandi: j Sambandið greiddi 12.000 kr. j til blaða árið sem leið fyrir rit- , gerðir um samvinnumál og stuðning við samvinnustefn- , úna. Gat ég þess í skýrslu þeirri, er ég gaf á nýafstöðn- , um aðalfundi S. í. S. um , starfsemi Sambandsins síðast- liðið ár. Var Jón í Stóradal fulltrúi á fundinum og hefði því átt að geta sagt rétt til um þetta. Reikningar Sam- bandsins, þar sem! þessi upp- hæð er færð til gjalda, voru samþykktir á fundinum í einu , hljóði. Þessu blaðatillagi skifti stjórn Sambandsins milli Tím- ans, Dags og Framsóknar, og i þó að Framsókn sé talin með ! ,,Tímablöðunum“, sem ég býst varla við að Jón geri, vantar mikið á, að staðhæfing hans um að Tímablöðin hafi fengið 15—20 þúsund kr., sé rétt. Ég- veit ekki hvað Jón á við með ummælum sínum um „ó- beinan stuðning“ Sambandsins við Tímablöðin og skora því hér með á hann, að gefa skýr- ingar á því. Sigurður Kristinsson. Bílferðir á Hallgrimshátfðina frá Ferðaskrifstofu íslBnds Ingólfshvoli, sími 2939.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.