Nýja dagblaðið - 23.09.1934, Page 2

Nýja dagblaðið - 23.09.1934, Page 2
N Ý J A DAGBLAÐIÐ X Námskeíð í mótorfræði verður haldið í Eeykjavík og hefst fimtudaginn 11. okt. næstk. — Inntökuskilyrði: 18 ára aldur. — Umsóknir ásamt skírnarvott- orði, siðferðisvottorði og heilbrigðisvottorði, sendist oss hið fyrsta. Reykjavík, 18. september 1934, Fiskífélag Islands. Aðalfnndnr Knattspyrnufélags Reykjavikur verður haldinn sunnud, 7. okt. kl. 2 e. h. í K -R.-húsinu uppi. Dagskrá: Vcnjul. aðalfundarstörf skv. lögum fél. Stjórn K. H. Haustverðið er komið á kjöt og aðrar al&tnrfjáratnrdir. A morgun og þriðjudag verður slátrað hjá oss dilkum af Hvaltjarðarströnd og úr Borgarfjarðardölnm Heiðraðir viðskiftavinir vorir eru beðnir að senda oss pantanir sínar sem fyrst, því slátruniuni verður snemma lokið að þessu sinni. Sláturtélag- Sudurlands Sími 1249 (3 linnr). Dömutöslmr i miklu og tallegu úrvali nýkomið. Katrin Viðar Sími 1815. Hljóðfæraverzlun Lækjargötu 2 Miðbæjarskólinn. Börn, sem eiga að sækja Miðbæjarskólann í vetur, komi í skólann til víðtals svo sem hór segir: Þriðjud. 25. sept. kl. 9: Börn, sem voru í 7. eða 6. bekk s.l. ár sama dag kl. I: Þau, sem voru í 5. bekk eðaTólfárab. sama dag kl. 4: Þau, sem voru 1 4. bekk s.l. ár. Miðv.d. 26. sept. kl. 9: Þau, sem voru í 3., 2. eðs Níuárabekk . sama dag kl. I: Þau, sem voru í Attaárabekk s.l. ár Sóu einhver skólabörn frá fyrra ári forfölluð eða ókomin í bæinn, sé það tilkynnt á sama tíma, sem að ofan greinir. Fimtud. 27. sept. kl. 9: komi öll hörn, sem fædd eru 1926 (8 ára börn). sama dag kl. 1: korni öll eldri börn, sem ekki voru hér í skólanum sl. ár. Hafi þau með sór prófvottorð frá í vor, ef til eru. sama dag kl. 4: komi öll börn, sem eiga að sækja skóla í Skilcfringanesi í vetur. Kennarar skólans eru beðnir að koma til viðtals mánu- dag 24. sept. kl. 4. Skólastiórinn. Fyrirspurnir. IJt af klausu í Alþýðublað- inu til mín, þ. 21. þ. m. vil ég taka það fram, að ég svara ekki nafnlausum og rakalaus- um skammagreinum, en vil í þesu sambandi gera tvær fyr- irspumir til „Stéttarfélags reykvískra kennara“. Er ritháttur nefndrar greiri- ar í samræmi við þær kröfur, sem stéttin gerir um almennt velsæmi 1 rithætti, og í sam- ræmi við þær leiðbeiningar, sem stéttin sennilega gefur reykvískri æsku um framkomu hennar við aðra menn, vini og andstæðinga ? Er ekki enn við líði sam- þykkt stéttarinnar um, að fé- lögum Stéttarfélagsins skuli ekki leyfast, að standa i skúmaskotum nafnleysisins, hylja sig þar með kennara- nafninu og svívirða andstæð- inga sína þaðan? Fyrirspumir þessar neitaði Alþýðublaðið að birta. Aðalbjörg Sigurðardóttir. SSngkennslan I barnaskólunum „Sú skoðun kom fram á skólanefndarfundinum, sérstak- lega hjá þeim manninum, sem mest vit hefir á söng og söng- kennslu, að söngkennsla skól- anna væri ekki svo góð sem skyldi“. Þessi klausa er orðrétt úr grein skólanefndarformanns- ins í Reykjavík, frú Aðal- bjargar Sigurðardóttur, þar sem hún er að verja gerðir nefndarinnar. Það er gleðilegt að verða var við umbótahug. En hvemig ætlar nefndin sér að bæta hér úr skák? Hún gerir það þann- ig, að hún ræður mann að skólanum, til þess að hafa „umsjón með allri söngkennslu skólanna, og ætla honum ekki fulla tímaskrá". Ekkert er sagt um það, hvort þetta sé af sér- stakri umhyggju fyrir söngn- um, eða hvort yfirkennara- stöðumar eigi að verða eins margar og námsgreinamar eru 1 skólunum. En eins og nú horfir við er ekki hægt að sjá annað en að þessi ráðstöfun feli í sér fullkomið vantraust á þá söngkennara, sem nú em við skólana, og orðin, sem ég tilfærði í byrjun verði að skoð- ast sem dómur um þá. Söngkennslan er ekki svo góð sem skyldi. Það er dómur skólanefndar. Söngkennaramir eru ekki starfi sínu vaxnir. Það er ekki sagt beint, en í þess stað áréttar form. það rneð fullyrðingu í enda greinar innar, um að hún sé „sannari vinur kennaranna en þeir menn, sem reyna að telja þeim trú um, að þeir geti kennt það, sem þeir hafa aldrei lært að neinu ráði“. Ekki er nú vitnisburðurinn góður. Samt væri fróðlegt að vita hvemig skólanefndin Framh. á 4. síðu. Tilkynniné írá Kjötverðlagsnefnd I. VERÐFLOKKUR. Kjöt af dilkum með kroppþyngd 12 kg. eða meira, hold- góðum sauðum, algeldum ám með 20 kg. kroppþunga eða meira og af veturgömlu fé, með 15 kg. kroppþunga eða meira, allt þó því aðeins að kjötið sé feitt. Heildsöluverð á þessu kjöti nýju til verzlana og þeirra ein- staklinga, sem kaupa heila kroppa frá sláturhúsi eða heild- verzlunarstað, sé fyrst um sinn frá 23. september: Á fyrsta verðlagssvæði kr. 1,10 pr. kg. nema í Reykjavík, Hafnarfirði og Vest- mannaeyjum, en þar kr. 1,15 pr. kg. Á öðni verðlagssvæði kr. 1,05 pr. kg. Á þriðja verðlagssvæði kr. 1,00 pr. kg. Á f jórða verðlagssvæði kr. 1,05 pr. kg. nema á A'kureyri og Siglufirði, þar kr. 1,10 pr. kg. Á fimmta verðlagssvæði kr. 1,00 pr. kg. í ÖÐRUM VERÐFLOKKI sé gott dilkakjöt með 10 til 12 kg. skrokkþunga og sé það 10 aurum lægra pr. kg. en kjöt af fyrsta verðflokki. t ÞRIÐJA -VERÐFLOKKI séu dilkakroppar undir 10 kg. og magrir skrokkar þyngri og kjöt af algeldu fé, sem vegna þunga eða megurðar kemst ekki í fyrsta yerðflokk, en telst þó að dómi kjöt- mátsmanns útflutningshæft. Verð á því sé 20 aurum lægra en af fyrsta verðflokkskjöti. Nánari ákvæði um heildsöluverð: Kjöt sent heim í heilum kroppum, má seljast 5 aurura hærra pr. kg. Gegn staðgreiðslu má gefa verzlunum 1% afslátt frá heildsöluverði. Frystihúsum og verzlunum er kaupa minnst 5000 kg. í einu og laorga við móttöku, má gefa 2% afslátt frá heildsöluverði. Nánari ákvæði um smásölu: Álagning á venjulega brytjað kjöt (súpukjöt) má hvergi vera meiri en 15%. Læri eða aðra sérstaka bita úr kroppnum leggur nefndin ekki verð á. Skylt er smásölum að auglýsa verð á kjöttegundum í búðargluggum. Verð á saltkjöti ákveðst fyrst uml sinn þannig, miðað við spaðsaltað kjöt 130 kg. í tunnu: Kjöt af dilkum 12 kg. og yfir, af vænrnn ungum algeldum ám, sauðum og vænu veturgömlu fé kr. 155 pr. tunnu. Kjöt af dilkum undir 12 kg., enda sé það útflutningshæft, kr. 145 pr. tunnu. Úrvalskjöt af dilkum yfir 14 kg. má selja 5 kr. hærra pr. tunnu. — Þegar kjötið er selt á framleiðslustað, má selja tunnuna 5 kr. lægra. Ef keyptar eru 10 tunnur í einu, má einnig veita 5 kr. af- slátt af hverri tunnu. Kjöt í smærri ílátum, skal seljast með sama verði pr. kg„ en þó er heimilt að bæta við verðið sem munar því, sem ílát og flutningur er dýrari. Smásöluálagning á saltkjöt má ekki vera meira en 10% af netto kaupverði. Kj öt v erðl agsnefndin.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.