Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 23.09.1934, Qupperneq 3

Nýja dagblaðið - 23.09.1934, Qupperneq 3
N Ý B L Hólmfríður Pálsdóttir Fædd 29. sept. 1854 - Dáin 15. sept. 1934 í hér dag var til grafar borin í Reykjavík Hólmfríður Pálsdóttir frá Hánefsstöðum í Svarfaðardal, míóðir þeirra Kristinssona, Hallgríms, er fyrstur var forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga og andaðist árið 1923, Sigurðar, núverandi forstjóra Samlbands- ins, Jakobs, skólastjóra áEið- um og Aðalsteins, fram- kvæmdastjóra í Sambandi ís- lenzkra samvinnufélaga. Hólmfríður var fædd á Há- nefsstöðum 29. sept. 1854 og var hún komin af merkum ætt- um í Eyjafirði og víðar um Norðurland. Hún giftist um tvítugsaldur Kristni Ketils- syni. Verður ætt Kristins rak- in til margra merkra manna um Eyjafjörð og Þingeyjar- sýslur. Þau hjónin reistu bú í öxnafellskoti og bjuggu allan búskap sinn á nokkrum bæjum í Eyjafirði og síðast á Hrís- um. Árið 1918 andaðist Krist- inn. Höfðu þau hjón þá verið 44 ár í hjónabandi. Varð þeim auðið fjögurra sona eins og fyr var getið. Urðu þeir allir fulltíða menn og hinir mánn- vænlegustu. Hólmfríður flutti suður til Reykjavíkur árið 1923. Átti hún heimili eftir það í skjóli sona sinna og tengdadætra og var síðustu fjögur árin allmikið biluð á heilsu. Hún andaðist á heimíli Aðalsteins sonar síns 15. sept. síðastl. og skorti þá 14 daga til þess að ná áttræðisaldri. Líf Hólmfríðar og æfistarf var um allt hið ytra svipað því sem gerðist um húsfreyjur á sveitarheimilum á ofanverðri 19. öld. Áttu bændur þá við fátækt að búa um allt land, því að harðindi og óáran í verzlun þröngvaði mjög kosti þeirra. Mun efnahagur þeirra Kristins og Hólmfríðar hafa verið þröngur. Eigi að síður rættist vel um líf'sstarf þeirra og uppeldi sonanna eins og reynslan hefir vottað. Þrátt fyrir örðug kjör á blómaskeiði starfsæfinnar munu fáar konur hafa átt þvílíku æfiláni að fagna, sem Hólmfríður Pálsdóttir. Bama- lán þeirra hjóna er fágætt og í barnaláni er fólgin öll ham- ing'ja göfugmannlegs æfistarfs. Synir Kristins og Hólmfríðar urðu hver öðrum mannvænlegri og þjóðnýtarí menn. Hallgrím- ur Kristinsson andaðist að vísu meðan hann var enn á bezta skeiði. En hann hafði þá þeg- ar unnið frábærlegt æfistarf. Hólmfríður naut móðurgleðinn- ar til elliára. Hún sá vonir sín- ar rætast, jafnvel þær vonir, sem leyndastar eru og dýpst liggja í sál móðurinnar við vöggustokk barna sinna. Um líkamsþrek mun Hólm- fríður hafa átt af miklu að má. Hún var kvik í spori og stælt í hreyfingum til elliára. Þeir, sem kynntust Hallgrími syni hennar og þeim mæðgin- um báðum, veittu því eftir- tekt, hversu hann hafði að erfðum tekið hið þrekmann- lega fjör og kviku hreyfingar móður sinnar. Enda þótt líkamskraftar Hólmfríðar þverruðu þegar dró að æfilokum og ytri ástæð- ur hennar krefðust ekki erfið- isvinnu, varð líf hexmar eigi innihaldsminna fyrir þá sök. í skjóli sona sinna lifði hún í starfi þeirra og fylgdist af al- hug með áhugamálum þeirra í trúarefnum, stjórnmálum og æfistarfi. I þessu lá megin- styrkur hennar. Hún var sönn móðir, heilsteypt og sterk í fátækt og striti, í ytri vel- gengni og mikilli hamingju. Reykjavík, 22. sept. 1934. Jónas Þorbergsscm. Höfum fengið stóra sendingu af fyrirtaks blýöntum, sem kosta adeins 10 aura stykkið, eina krónu tylftin. Eru fyllilega jafngóðir venju- legum 25 aura blýöntum. Höfum einnig blýanta á 5 aura stykkið, 50 aura tylftina. Nýkomið feikna úrval af blýantslitum kritarlitum, frá 20 aurum askjan. Ágætir vatnslitakass ar með 12 litum aðeins eina krónu. Góðlr sjálfblekungar tvœr krónur. Skrúfblýantar frá 30 aurum. ’ Munið að láta grafa nafnið á sjálfblekung yðar áður en þér týnið honum. INGÓLFSHVOLI—Síhíl 23J4 Mbl. heldur áfram nöldri sínu út af mjólkurlögunum. Tilgangurinn er auðsær: Að rógbera núverandi stjóm og gera þá menn, hér í Reykjavik og annarsstaðar, tortryggilega, sem haft hafa manndóm til að vinna í einlægni að lausn þessa vandasama máls. En framkoma íhaldsins í þessu máli frá upphafi er þannig, að því er til lítils sóma. Hefir þar farið saman ein- dæma slóðaskapur og kæru- leysi, mótsagnir og óráðvendni í ræðu og riti og frámunalegur heigulsháttur við að taka á- byrgð á óhjákvæmilegum að- gerðum. Það er líklega ekki almenn- ingi kunnugt, að alla tíð síðan 1917 (sbr. lög nr. 47 þ. á.) hef- ir bæjarstjóm Reykjavíkur haft fulla lagaheimild til að koma viðunandi skipulagi á mjólkursöluna hér í bænum með hagsmuni neytendanna fyrir augum. Hún hefir haft heimild til að gera fullnægj- andi ráðstafanir til að tryggja bæjarbúum heilnæma og ó- svikna vöru, þar sem algerlega væri komið í veg fyrir alla sýkingarhættu. En þetta hefir íhaldið hvorki þorað né viljað gera. Bæði Hermann Jónasson og Haraldui- Guðmundsson meðan hann sat í bæjarstjóm) gerðu ákveðnar tilraunir til að fá íhaldið til að gera skyldu sína í þessum efnum, en það þverskallast alltaf. Tvær reglugerðir hefir bæj- arstjómin átt að gefa út um þessi mál. En íhaldið hefir al- gerlega svikizt um hvort- tveggja. En íhaldið hefir víðar ó- hreint mjöl í pokanum gagn- vart Reykvíkingum í þessu máli. Eitt aðalrógsefni Mbl. gegn mjólkurlögunum nú er það, að óhæfilegar byrðar séu lagðar á mjólkurframleiðsluna hér á bæjarlandinu. Em þó fullar líkur til, að mjólkurlögin muni verða mjólkurframleiðendum hér að ýmsu leyti til verulegs hagræðis, jafnframt því, sem þeir losna við hina yfirvofandi hættu af mjólkurstríði. En Mbl. þegir um það nú, að ólafur Thors hefir flutt á Al- þingi mjólkursölufrumvarp, þar sem ákveðið var, að leggja gjald á alla mjólk, sem fram- leidd er á bæjarlandi Reykja- víkur. 1 núgildandi lögumi er ákveð- ið að undanþiggja verðjöfnun- argjaldi eina kú á hvem hekt- ara af ræktuðu landi. Virðist eftir þessu, að vara- formaður „Sjálfstæðisflokks- ins hafi haft öllu meiri tilhneig- ingu til að „eyðileggja mjólk- urframleiðsluna í Reykjavík" en þeir, sem unnið hafa að bráðabirgðalögunum nú. En Ólafur og flokksmenn hans höfðu ekki manndóm til að fylgja tillögum sínum fram. Til þess brast þá dug og kjark, eins og endranær. Þá er Mbl. með þvætting um það, að ekki sé farið að ákveða mjólkurverðið ennþá. Kemur þetta vitanlega af því, að blaðið hefir ekki kynnt sér lögin. Samkvæmt lögunum á mjólkursölunefnd að ákveða skipting landsins í verðjöfnun- arsvæði. En mjólkursölunefnd er óskipuð enn, sem stafar af því, að þeir aðilar, sem eign að tilnefna menn í nefndina, hafa ekki lokið því ennþá. En þá fyrst þegar búið er að skipa mjóikursölunefndina og hún er búin að ákveða verðjöfnunar- NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjamargötu 39. Sími 4245. Ritstjómarskrifstefumar Laugav. 10. Símar 4373 og 2358. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Aueturstrœti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. svæðin, geta verðlagsnefndirn- ar tekið til starfa . Að öllu þessu athuguðu, væri íhaldinu áreiðanlega sæmst að skrifa sem minnst um mjólk- urlögin. Hin óafsakanlega van- ræksla þess hingað til og skeytingarleysi þess um að kynna sér málið nú, er því til ævarandi vansæmdar. Og því meiri skömm mun íhaldið hafa af þessu máli, sem fleiri grein- ar birtast um það í Mbl. og dilkum þess. Innanhúss íþróttaæfingar K. R. á komandi vetri. Fimleika- og íþrótta-æfingar verða þannig: Fi’úarflokkur þriðjud. og föstud. kl. 4—5 e. h. 1. flokkur kvenna þriðjud. og föstud. ld. 8(4—9(4 síðd. 2. flokkur kvenna þriðjud. og föstud. kl. 9(4—10(4 síðd. Telpur (7—12 ára) þriðjud. og föstud. kl. 6—7 e. h. Telpur (12—15 ára) þriðjud. og föstud. kl. 6—7 e. h. Fimleikar fyrir eldri félaga (Old Boys) miðvikud. kl. 6(4 — 7(4 e. h. 1. flokkur karla mánud. og fimmtud. kl. 9(4—10(4 síðd. 2. flokkur karla mánud. og- fimmtud. kl. 8(4—9(4 síðd. Drengir (12—15 ára) mánudaga og fimmtud. kl. 6—7 e. h. Drengir (7—12 ára) mánud. og fimmtudaga kl. 5—6 e. h. Frjálsar íþróttir, þríðjudaga og föstudaga, kl. 8—8(4 síðd.- Handboltaleikur fyrir konur, þriðjudaga og föstudaga kl. 714—8 síðd. íslenzk glíma mánudaga og fimmtudaga kl. 7(4—8(4 síðd. Knattspyrnuæfingar, miðvikud. kl. 7(4—8(4 fyrir 3 .flokk. ---- miðvikúd. kl. 8(4—91/2 fyrir 1. flokk. ---- miðvikud. kl. 9(4—10(4 fyrir 2 flokk og B-lið. Geymið æfingatöfluna. Æfingar byrja þriðjudaginn 2. október. Þátttakendur í íþróttunum eru beðnir að gefa sig fram á skrifstofu félagsins í K. R.-húsinu, sími 2130, fimmtudaginn 27. þ. m. eða föstudaginn 28. þ. m„ kl. 8—10 síðd., en í síðasta lagi sunnudaginn 30. þ. m„ kl. 4—6 síðd. Ársgjald fyrir eldri deildirnar er kr. 15,00, en fyrir þær yngri kr. 5,00, og er þess vænst, að það sé greitt þegar æfingar hefjast. Kennari verður í öllum fimleikaflokkum, frjálsum íþróttum, og handknattleik, hr. fimleikastjóri Benedikt Jakobsson. Læknisskoðun íþróttamanna fer fram á þriðjudögum og föstudögum, kl. 7—8 síðd. og einnig á öðrum tíma eftir sam- komulagi. Skoðunin er ókeypis fyrir starfandi félaga, og vilj- um við hvetja alla þá, sem ætla að taka þátt í íþróttastarfsem- inni í vetur, að láta skoða sig. Læknisskoðunina framkvæmir hr. Óskar Þórðarson læknir. Virðingarfyllst. Stjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Vera Símillon Mjólkurfélagshúslna. Simi 3371. Heimaaími 3084 ókeypis ráðleggingar á mánudögum kl. 6 l/a—7 L/2. i

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.