Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 11

Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 11
N Ý S A 0AGBLAÐXÐ 11 hafa þau, að líkindum, eignast óskir, sem efasamt er, að fengið hafi fullnægingu á hlutaveltu hinnar miklu hátíðar * Og nú eru jólin í nánd. Útvarpsfréttimar drukkna í auglýsingum, og blöðin standa á blístri af gleiðletruðu skrumi um jólasveina, góðgæti og glys. — Það eru hrein und- ur, hve margir hlutir og ólíklegir eru taldir „til- valdar jólagjafir*' þessa dagana. — En hvar er boð- skapur jólanna? — Jú, maður lifandi, hann kemur á sínum tíma í jólamessum og jólasögum í jólablöð- unum, sem eru prentuð með mislitu letri, til virð- ingar við fagnaðarboðskapinn. — En þangað til hugsa menn mest um jólagjafir og jólamat, og hvorttveggja kostar mikla umhugsun, umstang og peninga. Allir eru á þönum aftur og fram um bæ- inn, til að skoða jólavaminginn og velja gjafir handa sér og sínum. — Og svo koma jólin með jólasálma, jólagjafir — og jólamat. — Þá era flest- ir þreyttir. Menn óska hverjir öðram gleðilegra jóla og þakka fyrir þessar yndælu jólagjafir, sem komu sér einmitt svo vel, en mér er grunur á, að sumir hefðu þó hugsað sér eitthvað annað en það, scm þeir fengu. — Sumstaðar vantar ekkert — nema jólagleðina, hana vantar víða, þrátt fyrir allar ósk- imar. Svo fá menn sér „einn lítinn“ til angursbóta ög hátíðabrigðis. — Þannig líða jólin hjá mörgum, og árangurinn er þreyta og tómleiki, ofreyndur magi — og pyngja, En bömin? : Margir foreldrar færa þungar fómir til að geta glatt bömin sín á jólunum, en auglýsingafarganið fær því ■ áörkað, að bömum þykir um lítið til koma í gamanburði við allt það, sem þau hafa séð í búðar- gluggunum. Þau hafa hugsað sér allt annað. Svo sjá þau, hvað kunningjamir hafa fengio, og þykir jþá oft sinn hlutur enn verri en áður. Litlu bömin fá svo mikið, að þau vita hvorlci í þennan heim né annan, unz þreytan og svefninn miskunnar þeim. Svo brjóta þau og bramla, skoða innan í og kasta burt öllu saman, nema ef til vill einhverju lítilfjör- legu leikfangi, sem bau talca tryggð við og geyma eins og gimstein. Bömin virðast snemma læra að líta á jólin frá fjárhagslegu ;sjónarmiði, fyrst og fremst, — meta þau og meðtaka eftir ytri táknunum einum, eftir góðgæti og glingri. Það er vitanlega okkar sök en ekki þeirra. Og jólin veita þeim, eins og okkur, ó- fullnægðar óskir, öánægju í stað gleði, þreytu fyrir hvíld. — Þannig er leikið ár frá ári ævintýrið um vitringana þrjá, sem færðu barninu gjafir: gull, reykelsi og myrru. — ! * I einu dagblaðinu héma var nýlega birt frétt um það, að úti í Kaupmannahöfn væri inflúenzan orðin svo skæð, að jólaverzlunin væri í hættu! Hugsið þið ykkur aumingja jólaverzlunina. Hitt þótti ekki í frásögur færandi, að lifandi menn kynnu að verða veikinni að bráð eða lægju sjúkir um jólin. Það var jólaverzlunin, sem var í hættu. — En þannig eru jólin orðin í okkar sið. Þau eru einskonar uppskeruhátíð verzlunarinnar. — Menn streitast við að færa Mammoni stærri fórnir þá en annars, hver eftir sinni getu. Og ilminn af fórnun- um leggur upp til verzlunarbúða og blaða, sem með- taka hann í bróðerni með mikilli þaklcargerð. En hver haldið þið að borgi brúsann, auglýsingar blað- anna og ágóða verzlananna? Auðvitað heiðraður al- menningur, við, góðir hálsar, eins og allt annað. Og hvað haldið þið að auglýsingarnar kosti á ári hverju? Þú sleppur ekki hjá því að borga skrumið, neytandi góður, þess máttu vera vís. Og hver er á- rangurinn? Þú lætur lokkast — og fórnar. — Ég tek það fram, að ég vil engan ásaka, hvorki einstaklinga né stéttir. Allt þetta fargan gengur fram „á afturfótum tíðarandans“. 0g ég skal fús- lega játa það, að hér er erfitt um að bæta, því að lögmál samkeppninnar, lögmálið um framboð og eftirspurn, hlýtur að ráða hér sem ænnarstaðar i okkar mannfélagi. Það leiðir menn til að gera slík grimmdarverk hugsunarleysisins, sem allur þessi auglýsingafaraldur er fyrir vesalings börnin, eink- um þau fátæku. — En virðist ekki barnaverndaru nefnd ástæða til að taka þetta mál til meðferðar — og raunar sölu og auglýsingar leikfanga yfirleitt. Eitthvað má berja í verstu brestina. Og það verður aldrei af slcafið, að þau leikföng, sem við gefum börnunum okkar, tfru yfirleitt óhagkvæm og lýsa litlum skilningi á eðli þeirra og þörfum. Leikirnir era hinn fyrsti skóli og sá, sem undirbýr allt annað nám og þroska hins framvaxta manns. Því skyldi leikfanganna vandlega gætt. — * Við, sem erum miðaldra og meira, munum jólin í okkar æsku. Þau vora öðravísi þá en nú, að minnsta kosti til sveita. Jólagjafirnar voru ekki margbrotnar, en þær voru vel þegnar, því að við þekktum svo fátt annað en það, sem við fengum alltaf: föt, kerti og spil. Þá voru engir búðarglugg- ar til að glepja fyrir, engar auglýsingar, sem vöktu meting og sáðu sæði ófullnægðra óska. Allir fengu það sama eða svipað. Og jólin vora ha’.din með lík- um hætti á höfuðbóli og hjáleigu. Þau hvíldu ör- uggt á ævafomum sið, þjóðlegri trú og föstum fé- lagsháttum. Þá var engan að öfunda og furðu fáa að aumltva. — Að vísu hafði mamma mikið að sýsla fyrir jólin, en hún þurfti ekki að slíta sér lit á búðargöngum. Hún reiddi það fram, sem bezt var til í búri. Það vissu allir, og við það sat. Og Framhald á 25. síðu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.