Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 17

Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Blaðsíða 17
N Ý J Á DAGBLAÐIÐ 17 eins og byggingameistari, sem leggur aðallínur í útliti hallai’, sem hann vill reisa, með langri vinnti 'og miklu erfiði. I kvæði eins og Gunnarshólma fer saman fullkomlega listrænt form kvæðisins og að hver setning og’ livert orð er fágað eins og gim- steinn, sem greyptur er í dýran hring. Sumar suð- rænar þjóðir, sérstaklega Frakkar, hafa tamið sig á þá lund, að svo að segja allir menn skrifa vel, i'rá stórskáldum og niður að skóladrengjum, að því leyti sem snertir fágað foiTn og fullkominn stíl. Af öllum Islenzkum skáldum á seinni tímum hefir Jóii- hs Hallgrímsson að þessu leyti komizt næst sígildri suðrænni list, og engimi staðið formi Suðurlanda fjær en sr. Matthías. Hann er mótsetning hins sí- gilda, suðræna forms. Hann er norrænn inn að merg, með b.vlgjukennda skapgerð. Þegar Matthías ier hrifinn, og hann yrlcir öll sín góðu kvæði þegar harm er fullur yfirnáttúrlegrar andagiftai, þá fer hann hamförum. Mælska hans er þá óstöðvandi. i Þegar öðrum kemur í hug eitt orð, hefir hann tíu á hraðbergi. Myndauðgi hans og líkingar minna á þeim augnablikum á sjálfan Shakespeare. En fyr en varði er hrífningin og hinn heilagi innblástur horf- inn, og þá er Matthías orðinn eins og hver annar jgreindur og fjöllesinn maður með lipra og létta rímgáfu. Giidi Ijóðanna er komið undir því, hvort hrifningin hefir enst honum til að fullgera heilt kvæði eða kvæðaflokk. Þegar Matthías kom ofan jaf Sinaifjalli andagiftar sinnar, áður en kvæðinu var lokið, gátu komið tilfinnanlegir og óbætanlegir smíðagallar á fögur Ijóð. Þetta kemur vel fi’am í kvæðinu >rSkagafjörður“, sem við hlið Gunnars- hólma, er glæsilegasti og andríkasti héraðsóður, ;sem til er í málinu. Nálega hvergi koma alir kostir Matthíasar jafnvel fram og í þessu kvæði. Hann sér þá frá hæstu stöðum yfir bygðina, og um leið ■alla sögu hennar, sigra og ósigra, gleðifundi og morðbrennur. Hann sér höfuðbólin og líf hinna uniklu manna. En hann sér líka litlu kotin og veit að þau eiga líka sína sögu, sína sigra og ósigra, sína drauma og vonbrigði. Óvíða er steypiflóð mælskunnai’ þróttmeira en í fyi’stu vísunni, þar sem jhann lýsir ofsa hinna innri sýna, sem brjótast fram eins og voldug elfa í þröngu gljúfri. En mitt ií hinum stórfelldu lýsingum koma honum í hug lít- jilfjörlegir og hversdagslegir menn eins og Pétur ibiskup og Konráð Gíslason, og nöfn þeirra verða spjöll á fögru listaverki. Aldrei hefði Jónasi Ilall- grímssyni komið til hugar að vefja nafn samtíðar- smákónga inn í kvæði eins og Gunnarshólma eða Fjallið Skjaldbreiður. Annars sjást merkin um slíka :bresti í fjölmörgum kvæðum sr. Matthíasar mildu glögglegar en í „Skagafjörður“, einmitt af því hve hrifning hans er þar sterk. Gott dæmi af þessu tægi er erfiljóð um Þoi’björgu Sveinsdóttur, annars- vegai’ þrungið af hrífandi andagift og snilld, eií innan um sjálfslýsingar og heimspekilegar athugan- ir, mjög lítið viðkomandi hinum látna kvenskör- ungi. En þannig var sr. Matthías. Hann og Jóhann-r es Kjarval eru glæsilegustu dæmin meðal íslenzkra listamanna, um menn, sem dvelja til skiftis í sam- neyti guðanna og flytja þaðan af og til sín ódauð- legu verk niður á jörðina og eru þá, oft til lengdar, jarðarbúar eins og aðrir menn. XI. Það leiðir af því, sem hér er sagt á undan, að þaS var tilgangslaust fyrir Matthías að ætla að bæta kvæði sín eða þýðingar með endurskoðun og langrj vinnu. Eins og að líkindum lætur, voru slíkar til- raunir meir en gagnslausar. Breytingin varð aftur- för. Ljóst dæmi um þetta er í þýðingu hans á Friðt þjófssögu. í hinni upprunalegu þýðingu segir hann um hina sorgmæddu konungsdóttur: Ingibjörg í Baldurshaga beiskan grætur alla daga. Getur þig ei ginnt til víga grátin mær með augun blá? Hér er hrífandi skáldskapur, sem öll þjóðin nam og dáði. En seinna finnst skáldinu ástæða til að breyta niðurlag’sorðum þriðju línu og segja: Getur þig ei ginnt að morði o. s. frv. Ekkert stórskáld sem hefði haft gáfu til að vinna að kvæðum sínum með seigri elju, myndi hafa gert slíka breytinguf En þegar Matthías endurbætti Ijóð sín eða þýðing^ ar, þau sem hánn hafði gert í hrifningu, þá var afturförin ótvíræð og óhjákvæmileg. Eftirmæli sr. Matthíasar segja alla sögu hansj. Þau eru eklti aðeins mörg, heldur afarmörg og þau eru geisilega misjöfn að gæðum. Þar eru dýrmætár perlur eins og eftirmælin um móður hans, konu hans, Bömin í Hvammkoti, Hallgrím Pétursson og marga fleiri, bæði vini og vandamenn. Annar sér- stakur þáttur í erfiljóðagerð hans eru kvæði eins og dánarljóðin um Pétur Hafstein amtmann og Krist- ján kamfnerráð á Skarði. Matthías gerði slík kvæði eins og Egill Skallagrímsson, Höfuðlausn. Það eru hetjukvæði, sem eru ópersónuleg’ í eðli sínu. Hjarta skáldsins skelfur ekki af angist og tilfinningu eins og þegar hann yrkir um hin umkomulausu og hon- um óþekktu fermingarbörn frá Hvammkoti. — ií beztu eftirmælum sínum er Matthías léttur og á- stúðlegur eins og vörblær, en í kvæðinu um höfð- ingja þessa heims eins og amtmenn og kammerráð, tekur hann á sig brynju fomskáldanna. Hami tekur hætti þeirra og orðskrúð, líkingar þeirra og ræðu- form. Mörg af þessum kvæðum eru undursamlega vel gerð. Þungi mælsku og orðgnóttar lamar les- andann, eins og nálægð við tröllaukinn foss. Samt

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.