Nýja dagblaðið - 03.01.1937, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 03.01.1937, Blaðsíða 2
2 G B L A Ð 1 » Ð A N f J A Gulasbandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. 1 heildsölu hjá Sambandi ísl. samvínnufélaga Símí 1080. 1 - Reyh id i c oi ■ ÍHl mmk i PER VII mwA .< tmmB IIUH fjL 20 S'lk. Pakkínn I^oslar kr. I TE * Allt með íslenskmn skipum! í Gód barnabók L. Gottfríed Sjöholm: Andri litli á snmarferðalagi Isak Jónsson þýddi. — Reykjavík 1936. Árlega kemur út hér á landi í'jöldi bóka, sem ætlaður er bömum. En þegar frá eru tekn- ar námsbækur ýmsar, eru barnabókmenntir okkar næsta sundurleitar. Er það með nokk- uð öðrum blæ en holt er og talið er heppilegt meðal annara menningarþjóða. Þar er keppt að því, að um leið og bækurn- ar eru bömunum skemmti- legar aflestrar, styðji þær skólastarfið. Þannig hafa Sví- ar t. d. gefið út allstórann bókaflokk, sem fjallar um við- fangsefni átthagafræðinnar, sem er ein meginnámsgreinin í yngri bekkjum barnaskól- anna. Tvær bækur í þessum bókaflokki eru eftir hinn á- gæta, sænska skólamann, L. Gottfried Sjöholm, kennara, sem hér dvaldi síðastliðið vor. Nú hafa báðar þessar bækur verið þýddar á íslenzku af ís- ak Jónssyni kennara. Andri litli á vetrarferðalagi kom út í fyrra. Síðari bókin, Andri litli á sumarferðalagi, er nýkomin út. Frh. á 4. síðu. Miðstjórn Fr am s óknarf lokksíns heldur fund á morgun (mánndag) kl. 5 e. h. í Sambandshúsznu. Jónas Jónsson. Eysteínn Jónsson. Tilkynniné. l Að gefrm tilefni tilkynnum vér hérmeð, að daggjald fyrir sjúklinga á St. Jósefs spítala, Landakoti, Sjúkrahúsi Hvítabandsins og Sjúkrahúsi Sólheimar verður framvegis kr. 6,00 á sambýlis- stotu, auk sérgreiðslu fyrir lyf, umbúð' ir, röntgenmyndir, Ijósameðferð og læknishjálp. Fyrirframgreiðslu og ábyrgðar á siúkrahúskostnaði verður krafist eins og áður. Fyrir 84 árum kom ungur ! maður inn á skrifstofu land- mælingaráðs Indlands. „Herra forstjóri“, sagði hann og var mikið niðri fyrir, „ég hefi ! íundið hæsta fjall jarðarinn- ar“. í Hann hafði á réttu að standa. Eftir mælingum hans var fjall þetta 29002 ensk fet að hæð, en síðari og nákvæm- ari mælingar bættu við þá tölu 139 fetum. Fjall þetta var nefnt Everest, eftir fyrverandi fors'tjóra landmælingaráðsins, og það var ekki fyr en löngu seinna, að menn komust að hinu rétta og foma nafni þess; Chomolungma, eða fjallagyðj- an. Everest er á landamærum hins lokaða Tibet, og það var ekki fyr en árið 1920, að hinn kirkjulegi stjórnandi landsins „Grand Lama“ veitti ferða- leyfi til fjallsins. Það var enskur stjórnmáiaerindrek., sem fékk „passann", sem var á þessa leið: — „Ves'tan hinna „Fimm fjársjóða snævarins“ . í héraði Hvítaglersvígis, nálægt ' Innra-klaustri í Klettadal — og síðan til Fuglalands í suðri“. Fuglalandið átti víst að vera Jndland. Þegar leyfið var fengið, stóð ekki á vísindamönnum og æf- intýramönnum til þess að kanna hin ókunnu lönd vestan við „Fimm fjársjóði snævar- ins“, en hér er ekki rúm til að segja frá þeirri för, og ekki heldur hinum tveimur, sem farnar voru 1922 og 1924. Þó má geta þess að í þeim ferðum ’-'oru beztu og frægustu fjall- göngumenn Bretlands; eins og Bruce hershöfðingi, Norton, Somerwell, Finch, Odell og margir fleiri. Meðal fjallgöngu- CHOMOLUNGMA — eda fjallagyðjaa manna hafa þessi nöfn æfin- iýraljóma hetjusagna, og þó hafa þeir allir beðið ósigur í baráttunni við það, að komast upp á hæsta tind jarðarinnar. Sérstaklega má þó geta eins manns, en það var enskur skólakennari George Leigh Mallory. Hann var hæglátur maður og dulur í skapi, en öll- um mönnum þrautseigari. Hið mikla æfintýri hafði náð svo sterkum tökum á honum, að hami átti þar ekki afturkvæmt. Ef til vill hvílir líkami hans á á hátindi fjallsins, sem varð honum að bana. Engan grunaði þá, að það væri slíkum erfiðleikum bundið að klífa fjallið. Fyrst var það kuldinn. Jafnvel á jöklinum við rætur þess var 20 gráða frost á næturnar. Fjallgöngumenn- irnir lifðu heimskautalífi, — á fætur á morgnana og baráttan við frosin stígvél, síðan hið seintekna verk við að breyta ís og snjó í hei'tan drykk; frem- ur hvimleitt í hæð, þar sem vatnið sýður nýmjólkurvolgt. Síðan erfiði dagsins. Þá er það stormurinn. Ekk- ert getur jafnast á við storm- inn á Everest. Þegar hann er í sínum versta ham, — og það er hann æði oft, kemur ekki t:l mála, að leggja á fjallið. Ferða- ’agið upp fjallseggjarnar, með úfinn skriðjökul tíu þúsund íet fyrir neðan, er nógu erfið, þó í logni sé, en þó er það að- -eins byrjunin og barnaleikur einn hjá því, sem síðar kemur. Það er ekkert smáræðis fé, og enginn smáræðis tími, — að ótöldum mannslífum, sem það befir kostað að berjast við þetta fjall. Þeir, sem að því standa eru þó nógu hreinskilnir að viðurkenna, að það er ekki gert í þágu vísindanna, jafnvel þó vísindin hafi verið fengin til aðstoðar og vísindamenn tekið þátt í leiðangrunum. Nei, gang- an á Everest er ekki vísindi, heldur æfintýri, „sport“, mesta og hættulegasta „sport“ jarð- arbúa. Sá maður, sem á síðari árum hefir staðið fyrir flestum Ev- erest leiðangrum, heitir F, S. Smythe. Hann er meðlimur Alpine Club í London og Royal Geographical Society ogstyrkt- Leiðangur að klífa upp Chozuolungtna. ur af báðum þessum félögum. Brezkir auðmenn hafa einnig lagt s'tórfé til leiðangra hans. F. S. Smythe er talinn einn mesti fjallgöngu- og kletta- maður, sem nú er uppi. Hann koms't eitt sinn í 25 þúsund feta hæð í einum sínum leið- angrum. I fyrra komst hann í 28 þúsund feta hæð og síðast í sumar, sem leið fór hann í einn leiðangurinn enn, en hve hátt hann hefir komizt þá, er þeim, sem þetta ritar ekki kunnugt. Það er þó víst að hann varð að snúa við, án þess að hafa náð takmarkinu, eins og í báðum hinum leiðangrunum. Þessi síðasta för var þó und- irbúin meira en dæmi eru til. I heilt missiri urðu þátttak- endumir að ganga undir hin erfiðustu próf og raunir. Fyrsti þáttur þeirra prófa fór fram í London.Aðeins menn með sterk- ustu og seigustu líkamsbygg- ingu gátu komið til greina. Brjóstþol og hjartastyrkur var nákvæmlega mælt. Þá var þeim kennt að fara með kaðla, ís- haka, axir og önnur nauðsyn- leg áhöld. Þeir urðu að iðka erf- iðustu jafnvægisæfingar, t. d. standa á öðrum fæti uppi á 6 metra hárri stöng með bundið fyrir augun. Þeir urðu að „troða hjól“ í 18 klukkutíma hvíldar- laust. Hanga í köðlum og fara á handvað. Þeir urðu að venj- ast höggum og slögum og jafn- vel æfa sig í því að detta. Að öllu þessu loknu voru þeir tekn- ir til Sviss og látnir ganga þar á fjall og klifra í björgum. Á meðan á þessu stóð var hið mesta annríki austur í Ind- landi og Tíbet. Veðurstöðvar voru settar upp í nálægum fjöllum við Everest til þess að Framh. á 3. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.