Nýja dagblaðið - 03.01.1937, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 03.01.1937, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 3. JAN. 1937. NYIA DAGBLAÐIÐ 5. ÁRGANGUR ~ 1. BLAÐ BmiGamla BióHBBBIH Dauði hers- hölðingjans Afar apennandi austur- landatnynd, leikin af: GARY COOPER og Madeleine Carrol. sýnd í kvöld kl. 9 Alþýðusýning kl. 7: Börn fá ekki aðgang. Barnasýning kl. 5: Mamma litla Falleg og Ijóraandi skemti- leg talmyud leikin af Paulíne Lord og W C. Fields. Gamanleikur í 3 þáttum eftir P. G. WODEHOUSE. Sýning í kvöld kl. 8. Aög.m. seldir eftir kl. 1 í dag. Sími 3191. Andri litli á sumarierdalagi Framh. af 2. síðu. Andri litli á sumarferðalagi, er í senn skemmtileg, fróðleg og nytsöm bók. Er efnið flutt þannig, að bókin hlýtur að verða börnunum kærkomin, jafnframt því sem hún styður skólanám barnanna, sérstalc- lega átthagafræðinámið. Með þessum tveim „Andra- bókum“ hefir íslenzkum bama- bókmenntum verið stefnt inn á r.ýja braut. Væri vel að það væri vísir til þess, sem verður. Annáll VeSurspá fyrir Reykjavík og ná- grenni: Suðaustan kaldi. Dálítil snjókoma þegar líður á daginn. Næturlæknir er næstu nótt Axel Blöndal, D-götu 1, simi 3951; aðra nótt Daníel Fjeldsted, Hverfis- götu 46, sími 3272. Næturvörður er þessa viku í Laugavegs- og Ingólfs apóteki. Útvarpaö í dag: kl. 10.00 Morg- untónleikar: Sehubert: Kvartett í d-moll (Dauðinn og stúlkan). 10.40 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Dóm- kirkjunni (sr. Friðrik Hallgríms- son). 12,15 Hádegisútvarp. 13,00 þýzkukennsla, 3. fl. 13,25 Dönsku- kennsla, 3. fl. 15,00 Miðdegistón- leikar. 16,00 Endurvarp: Nýárs- kveðjur til allra landa. 16,30 Esp- erantókennsla. 17,00 Frá Skák- sambandi íslands. 17,40 Útvarp til útlanda (24.52 m.). 1830 Barnatimi. 19,10 Veðurfrcgnir. 19,20 Hljóm- plötur: Sönglög. 19,55 Auglýsing- ar. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: þjóðir, sem ég kynntist, IV.: þjóð- verjar (Guðbrandur Jónsson próf.) 20,55 Hljómplötur: Lög fyrri fiðlu og cello. 21,20 Upplestur: Úr rit- um Jóns Trausta, V. (Sigurður Skúlason magister). 21,45 Danslög (til kl. 24). Messur í dag: í dómkirkjunni kl. 11 f. h., sr. Friðrik Hallgrims- son, kl. 5 e. h., sr. Bjami Jóns- son. — Engin messa verður í frí- kirkjunni. Hjúskaparbeit sitt birtu á nýárs- dag ungfrú Guðný Guðjónsdóttir, Grcttisgötu 31A og Hákon þorkels- son frá Valdastóðum í Kjós. Bamaguðsþjónusta verður hald- in í Laugamessbamaskóla kl. 10 áidegis í dag. Hjúskapur. Gefin vom saman í hjónaband í gær ungfrú Guðrún Valgerður Sigurbjörnsdóttir og Einar Kristjánsson auglýsinga- stjóri hjá dagbl. Vísi. Kennsla í Samvínnuskólanum hefst aftur á morgun (mánud. 4. jan.) kl. 10. Kennsla i íþróttaakólanum hefst aftur á morgun, mánudag- inn 4. jan. Svifflugfélag íslands heldur fyrsta fund ársins á morgun (mánud. 4. jan.) kl. 9 e. h. að Hó- tel Borg, herbergi 103. Hjúskaparheit sitt birtu á gaml- ársdag ungfrú Kristín Lára Sig- urbjörnsdóttir og Ásgeir Einarsson dýralæknir. Farþegar með Gullfossi frá Rvik i gærkvöldi til Kaupmannahafnar og Leith: Eggert Claessen og frú, frú þóra Ámadóttir, Grethe Niel- scn, Jóhanna Jóhannsdóttir, Bára Ólafsdóttir, þorsteinn Eirílcsson, þór Sandholt, Gísli Jónsson vél- fræðingur, Kristján Einarsson, Daníel þorkelsson, Adolf Frede- riksen, Mancher endurskoðandi og Alfred Kristinsson. Miðstjóm Framsóknarflokksins heldur fund í Sambandshúsinu ki. 5 á morgun. U. M. F. Velvakandi heldur jólaskemmtun sína í kvöld kl. 9 i ICaupþingssalnum. Skemmtunin er aðeins fyrir félaga og gesti þeirra. íþróttaæfingar hjá Glímufél. Ár- mann hefjast aftur í öllum flokk- um mánud. 4. jan. Sjúklingar á Landspítalanum hafa beðið blaðið að færa beztu þaklur sínar til Iíristjáns Krist- jánssonar söngvara og Karlakórs verkamanna, sem skemmtu þeim mcð söng um jólin. Skipafréttir. Gullfoss fór til Leith og Kaupmannahafnar í gærkvöldi. Goðafoss kom til Ham- borgar í gær. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Dettiíoss fór frá Hamborg í gær áleiðis til Kaup- mannahafnar. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er á leið hingað frá útlöndum. Hægviðri var um allt land í gær og víðast úrkomulaust. Frost var 1—7 stig. Allmargt skíðafólk leitaði til fjalla á gamlárskvöld og heilsaði þar nýbyrjuðu ári. þá fóru og all- margir á skíði á nýársdag, bæði í grend við skíðaskálana og eins í nágrenni bæjarins. Lætur skíða- fólkið vel af skemmtun sinni, en sltíðafæri mun vera nokkuð þungt. — Viðbúnaður var í gær- lcvöldi um það að íjöldi bæjar- búa færi á skíði í dag. Úr Skagafirði. Snjóþungt er mjög og 'haglaust á Skaga og í Fljótum, en snjólétt í innhéraöi og oftast beitt þar sauðfé. Úti- gangshross eru enn í hausthold- um. þórskafli er nokkur inn- fjarða ennþá, en ógæftir og því sjaldan róið. — FÚ. Fjölsóttur borgarafundur var haldinn í Sauðárkróki 30. f. m. Var þar til umræðu hafnarmálið og fleiri mál. Friðrik Hansen og Pétur Hannesson röktu sögu liafn- armálsins og skýrðu frá hvemig það stæði nú, að ákveðið væri að hefja framkvæmdir í vor. For- maður fjáröflunarnefndar skýrði frá fjársöfnun innanhéraðs, og taldi útlitið eftir vonum. Á fund- inum var samþykkt einróma þakkarávarp til ríkisstjómarinn- ar og þingmanna héraðsins, Jóns Árnasonar framkvæmdarstjóra og fieiri sem unnið hafa að fram- gangi málsins. Á fundinum kom fram áskorun til hreppsnefndar um að fengið yrði leyfi til þess að reisa síldarbræðslustöð í Sauðár- króki við fyrstu hentugleika. FÚ. í Seyöisfirðf og nálœgum héruð- um hefir verið óvcnjulcga góð- viðrasamt í allan vetur. Oftast hef- ir verið snjólaust og cnn er snjó- Iétt og litið gefið, en fénaður er þó hýstur. Hcilsufar fénaðar er gott, hey vel verkuð og fóður- horfur góöar. Aflalaust má heita allt haustið og veturinn, en þó er hugsað til vetrarvertiðar í Faxa- flóa, ef rekstrarlán fœst. — FÚ. Fréttastofan „Haves" skýrir frá því að Trotsky sé væntanlegur til Mexico frá San Francisco, 10.—14. þ. m. Sama fréttastofa segir að kommúnistar í Mexico beiti sér gegn því, að Trotsky íái að dvelja þar í landi og muni af veru hans stafa ófriður, þar sem ann- arsstaðar. — FÚ. Frá Salamanca barst í gær frétt um andlát hins fræga spánska heimspekings, Ijóðskálds og skáld- sngnahöfundar, Miguel de Una- muno, 72 ára að aldri. Hann varð prófessor við Salamanca háskól- ann 32 ára gamall, en lét sig miklu skifta opinber mál, og vegna árása er hann gerði á Primo de Rivera var hann dæmd- ur í útíegð í febr. 1924, en svo illa mæltist þetta fyrir, að honum var veitt heimfararleyfi í júlí sama ár, en hann neitaði að koma heim og settist að i París. Eftir að lýð- veldisstjómin var sett á laggimar á Spáni var Unamuno veitt lífs- ííðarprófessorsembætti við Sala- amm Nfj& bió imb Yíkingurlnn Araerísk stórraynd tekin af Warner Bros. First Nat- ional félaginu, samkvæmt hínni heimsfrægu sögu Captain Blood eftir RAFAEL SABATINI. Aðalhlutv. leika: Ernst Flynn og Olivia De Havilland Börn innan 14 ára fá ekki aðgang. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. Barnasýníng kl. 5, þá verður sýnd hin gullfallega mynd Hlid himinsins leikin af undrubarninu - Shirley Temple. - Síðasta 8inn. U.M.F. Velvakandi Jólaskemmtun félagsins er í Kaupþingssalnum I kvöld (sunnu- dag) klukkan 9. manca-háskólann. í upphafi borg- arastyrjaldarinnar á Spáni fylgdi Unamuno uppreisnarmönnum að máli, en fyrir skömmu sagði hann í viðtali við blaðamenn, að búið væri að missa sjónar af þeim há- lcitu hugsjónum, er lágu til grundvallar uppreisninni og að hún væri nú ekkert orðin annaði en miskunnarlaus stéttabarátta, en enginn efi á því, að ítalskl fas- cisminn stefndi að þvi marki að ná völdum á Spáni. — FÚ. Vélar, scm notaðar eru við skipasmíði, á herskipasmíðastöð fyrir portúgöisk herekip, hafu hvað eftir annað verið skemmdgr upp á síðkastið, og hefir nú öll- um verkamönnum við skipasmíða- stöðina verið sagt upp vinnu þeirri er þeir höfðu. — FÚ. M E L E E S A 44 var heitið til, er bæri kenzl á haim, nema Meleesa. Howland stökk af sleðanum. Það var sigurbros á vörum hans. Hann tók hina tómu skammbyssu Jeans upp í hendi sína og athugaði hana. Hún var af vönduðustu gerð. Hann fór að hlaupa oftar og leng- ur en hann hafði áður gert, og hann var ráðinn í hvernig öllu skyldi hagað. Ef þeir næðu slóð Meleesu á undan bófunum, þá sæti hann fyrir þeim, eins og þeir höfðu svo oft leikið við hann, en ella mundi hann veita þeim eftirför, — og hvort sem yrði, þá var vitneskjan hans megin í þetta skiptið og þeir myndu ugglausir. Eins nákvæmlega og hann væri að leggja ráð á með byggingu einhvers stórvirkis, reiknaði hann út hvernig viðureign þessi ætti að fara. Það yrðu sjálf- sagt tveir eða þrír menn með sleðanum. Ef hann kæmi að þeim óvörum, fengi þá til að gefast upp, þá léti hann Croisset binda þá með stjómtaumun- um, er voru úr leðri. Ef þeim sýndu mótþróa, þá skyti hann þá með skammbyssunni, en þeir myndu án efa hafa rifla sína í hulstrum á sleðanum og yrðu því seinni til. Hann var alveg hættur að hugsa um það, hvort þessir menn kynnu ekki að vera á einhvern hátt tengdir Meleesu. Þeir héldu áfram í norðvestur, og Howland tók eftir því, að skógurinn varð æ þynnri, og að lokum komu auð, trjálaus svæði með lágum skógarbrúsk- um á milli. Skömmu fyrir hádegi komust þeir upp á allháa hæð eftir seinfarna leið upp stöllótta og bratta brekku. — Hérna sérðu ofurlítið sýnishom af „stóru auðnunum", sagði Croisset og benti yfir víðlenda, snævi þakta eyðisléttu, er lá framundan, milli hæða þeirra, er þeir stóðu á, og annara meiri fjalla- hryggja, er risu út við sjóndeildarhringinn. — Sjáðu til, mæli Jean. Þama suður og vestur af hálsunum nokkuð langt til norðurs sérðu dökka ræmu í snjóbreiðuna. Það er skógarbeltið, sem skil- ur okkur frá Athabasca landinu. Einhversstaðar hérna á auðninni rekumst við á slóðina. M o n D i e u, ég átti hálfpartinn von á því, að við mynd- um sjá til þeirra hinna á undan okkur. — Hverra? Meleesu, eða — — Nei, þeirra hinna, herra minn. Eigum við að fá okkur matarbita hérna? — Nei, ekki fyr en við finnum slóðina og vitum hvað ferðalagi þ e i r r a líður, mælti Howland. Mig langar til að vita sem fyrst, hvort þetta eina tæki- færi, sem þú sagðir að ég hefði tii að sleppa lifandi úr þessu, er búið að vera eða ekki. Ef þeir eru komnir á undan okkur, þá------------. — Ef þeir hafa komizt á slóðina á undan okkur, þá gerðir því réttast í því að láta mig senda kúlu í gegn um þig, herra minn, því ella bíður þín ann- að lakara. Croisset gekk að fremsta hundinum og teymdi þá niður hjallann, en Howland hélt við sleðann. Þeir höfðu ferðast nær því klst. yfir hina auðu sléttu, þegjandi og þunglamalegir án þess að sjá nokkuð lifandi annað en þrjá elgi, er höfðu sem snöggv- ast kveikt þá von í brjósti Howlands, að það væru sleðamenn, en skjótt hafði hann þó séð hvers kyns var. Allt í einu staðnæmdust hundarnir snögglega við skipun Croissets. — Hvemig lízt þér á þetta, herra minn, mælti hann og benti á snjóinn við fætur þeirra. I þéttum, óhreyfðum snjónum, sáust glögglega tvenn sleðaför. Howland hljóp áfram í ákafanum og kraup á kné í snjónum til að athuga förin. Er hann leit upp, og um öxl sér, sá hann að það lék einkennilegt bros um varir Jeans. — M o n D i e u, þú ert óaðgætinn, mælti Jean. Ef þú gætir þín ekki betur en svo, þá kynni ég að freistast til að nota mér tækifærið. — Hver skollinn sjálfur, hrópaði Howland og spratt á fætur. Það er satt. Ég verð að biðja þig afsökunar á þessu. Heyrðu, hvað heldurðu að þeir séu langt á undan okkur? Croisset kraup niður og athugaði sleðaförin. — Skelin er nýbrotin. Þeir hafa farið hér um fyrir 2—3 klst. síðan, eða máske lengur. Sjáðu hrímið, sem hefir sezt á hin sleðaförin. Þau eru alsett smákristöllum og ísnálum. Það er auðsjáan- lega þriggja, fjögurra sólarhringa verk. Það er svo langt síðan hún liefir farið hér um. Howland snerist á hæli. Greip riffil Croissets, opnaði hann og fyllti af kúlum. — Ef þú hefir eitthvað matarkyns handa okkur,

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.