Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 08.04.1962, Blaðsíða 11
JÓHANNES ÁRNASON Á GUNNARSSTÖÐUM: HAFRALÓNSÁ Eitt af þeim örnefnum ihér í land- inu, sem mér þykir vænst um, er Hafralónsá. Sá, sem þekkir aila henn- . ar duttlunga og myndbreytingar, getur varla fengið sig til að tala um hana sem dauðan hlut. Þegar hyljir eru Ihvftir af sporðaköstum silunga og laxa, en andafjölskyldur kyrja ástar- óð yfir, þá er þar líf, en engin dauða merki. Vatnasvæði Hafralónsár er öll Hvammsheiði og inn um fjallgarða sunnan Heljardals og Stóra-Stakfells. Svo og mest öll Tunguselsheiði suður og austur fyrir Litla-Stakfell. Áin er mjög lítil í þurrkatíð á sumrin, svo að hún er jafnvel væð á hnéstígvél- um. En á vorin, þegar snjó er að taka er hún ógurieg hamhleypa sem ekk- ert stenzt við, en voltur frarn kol- ínórauð, svo að hún heldur sjónum amórauðum langt út á fjörð. Heljar- dalsá kemur úr Heljardal, sem liggur milli Heijardalsfjalla og Stóra-Stak- fells og beygir áin í austur norðan við enda fellsins. Stakfellskíll tekur vatn sunnan af söndum sunnan við Stakfell og fellur austan þess. Hafra- lónskíll kemur úr Hafralóni (eða Hafralónum), sem er talsvert stórt vatn með mörgum töngum, víkum og hólmum. Vatnið liggur skammt í norð austur af Stakfelli og nær langt fil austurs. En kíllinn úr því fellur í vestur og mætir þar Stakfellskíl og Heljardalsá. Þegar þessar þrjár kvísl ar eru fallnar saman, heitir áin Hafralónsá, og er þá strax talsvert vatnsmikil. Þjóðsaga segir, að nafnið á Ióninu sé þannig til komið: Þeir deildu um eignar- og umráðarétt heið- anna Hávarður á Hávarðsstöðum og Hafur á Hafursstöðum og gekk svo langt að þeir börðust í hólma í vatn- inu og felldi Hávarður Hafur og dysj- aði hann í hólmanum. Nafnið Hafurs lón hefur þá breytzt í Hafralón. Hafrálónsá skiptir löndum milli Sauðaness- og Svalbarðshreppa og fellur í botn Þistilfjarðar, nokkuð fyrir sunnan Þórshöfn. Hún liggur því í vegi allra Þistilfirðinga, sem þurfa að sækja verzlun til Þórsihafn- ax, og má geta því nærri, að hún var vondur farartálmi, enda þótt á henni séu góð vöð, og hún straum- lítil, svo að hana leggur vel að vetrum. Á ánni hefur lengi verið togferja frá Gunnarsstöðum og lcostaði sýsliisjóð- ur bátinn að einhverju leyti, og setti taxta fyrir ferjugjaldið, og var það fyrst er ég man eftir 20 aurar fyrir manninn og 5 aurar fyrir hnakk, eða fyrir að róa hest eftir ferju. Síðast var gjaldið orðið 1 lcróna fyrir mann- inn. Það var óþægileg kvöð hér á jörð- inni að annast ferjuna, því að það var vart forsvaranlegt annað en að það væri heima karlmaður, sem gæti ferjað. En þar sem ferjað var í ósn- um flæðir og fjarar, og var því afar erfitt með geymslu á prammanum á sléttum sandinum. En pramminn var alltaf látinn liggja við dregg og kastaðist hann þá oft langt á land, svo að erfitt var einum manni að koma honum á flot. Erfiði, vosbúð og vaðall fylgdi ferjustarfinu að ó- gleymdu vanþakklæti ef seint þótti komið til ferjunnar. í ferjureglugerð var sagt: Ferjutímr ræður sól að sumri en dagur að vetri, og enn fremur: Ferjumaður ábyrgist ef hann ræður, annars sá sem ræður. Ég var farinn að hafa þá föstu reglu að hætta engu, heldur neita um ferju, ef illfært var. Ehda varð aldrei slys við ósinn í mínu minni, þó stundum lægi nærri því. Eitthvert haust í vest- an roki ætluðu tveir ungir menn að ferja sig vestur yfir ána. Þótta var firamarlega í prammanum og lítill framgafl. Þegar nú piltarnir báðir settust á framþóttuna og réru eins og þeir gátu, þá réru þeir bara bátinn undir báruna, svo hann maraði í hálfu kafi, en mennirnir gátu þó hangið í bátnum til sama lands aftur. Á síðustu árum ferjunnar var farið að flytja á kerrum að ánni og síðan í prammanum yfir ána kerrurnar og allan flutninginn. Það var seinlegt verk og erfitt. Það gekk oft erfiðlega á haustin að koma sláturfé yfir ána. Þegar hún var mikil, var það oft rekið inn fyrir Hallgilsstaði þar sem áin fellur í mörgum kvíslum og því grunn. Lítið var gert af því að ferja fé yfir hana enda pramminn lítill til þess. Haust- ið 1909 var reynt að reka fé í ósinn, með þeim árangri að nokkrar kindur hrakti út’ í brimgarðinn og drukkn- uðu. Það, sem eftir var af þeim hóp, var ferjað, og fylltu þeir þá pramm- ann af fé en höfðu tildrátt yfir ána en engan mann í bátnum. Vigfús Jósepsson, sem var þekkt- ur dugnaðarfjármaður og rekstrar- maður hér í sveit, kom einu sinni seint að kvöldi hér í Gunnarsstaði með sláturfé prófastsins á Svalbarði, og var þá einnig búið að taka frá fé hér til slátrunar. Eftir mikið umtal og ráðagerðir varð það að ráði, að reyna að reka féð um 400 í ósinn. Veðrið var í bezta lagi um morguninn eftir, og liggjandinn rétt í birting- una, svo að haldið var beint til óss- ins. Við tókum á, sem tvö íömb fylgdu og héldum við gafl prammans, en þá komu lömbin á eftir og því næst for- ystusauður Vigfúsar og allur hópur- inn. En af því svona æskilega gekk að reka, var öllum þessum hóp slátr- að þennan dag á blóðvelli í Þórshöfn. Þegar sláturtíð átti að fara að byrja haustið 1917, gekk á með stórhríðar, sem héldust nokkra daga, síðustu daga september og fyrstu daga okt< - ber. Göngur drógust og sláturtíð, með an óveðrin héldust, en þegar veður batnaði, var Hafralónsá komin á ís, og var allt sláturfé hér úr sveitinni rek- Framhald á 164. síðu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 155

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.