Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 18
er fyrst og fremst það, að það er samhæft kenningum kaþólsku kirkj- unnaram guð og manneskjuna. Þetta viðhorf er enn fremur gert þannig úr garði, að það samrýmist daglegri reynslu og athugun. — Það er ekki fyrr en farið er að gera nákvæmar mælingar og tilraunir, að gallarnir og skekkjurnar í þessari heimsmynd koma í ljós. Það má líkja viðhoifi miðaldanna til guðs og heimsins við garðyrkjumann og garð hans: — Garð yrkjumaðurinn hefur ákveðið, hvern- ig garðurinn hans á ag vera. Til þess að fullnægja þeirri ákvörðun, sáir hann mismunandi fræjum i moldina, sem eiga að spíra og verða að blóm- um sem gefa garðinum það útlit, er hann hefur fyrirfram ákveðið. — Þannig hafði guð innréttað veröld- ina: Þar hafði allt sinn ákveðna stað og stöðu, og allt þróaðist í samræmi við hans vilja Hver maður hafði líka sinn ákveðna stað i samfélagsskipun- inni það gilti jafnt um kónga, aðal, bændur og borgara — og það að rísa gegn vilja guðs að brjóta gegn þess- ari skipun. Þegar þessi heimsmynd brestur, á það rót sína að rekja til margs konar atburða og breytinga. sem eiga sér stað í lok miðalda — Miðaldaþjóðfé- lagi var skipt í skýrt afmarkaðar stéttir, og hver þeirra hafði ákveðið verk — og valdssvið, sem þeim hafði verið falig samkvæmt hinu guðdóm- lega markmiði. Klerkastéttin réð ein öllu í andlegum og trúarlegum mál- um. Þjóðhöfðingjar og aðall höfðu hið veraldlega vald í sínum höndum, en hlutverk bænda og borgara — samkvæmt hinni guðlegu tilhögun — var ag framleiða nauðþurftir. f sam- ræmi við þetta hlaut skipan þjóð- félagsins að vera eilíf og óumbreyt- anleg. — Það fór þó svo, að þetta „guð- dómlega“ þjóðfélag hélt ekki velli þegar fram liðu stundir: Eftir kross- ferðirnar tóku Evrópubúar að hafa verzlunarviðskipti við Araba og reynd ar við fleiri þjóðir í austurhluta heims. Verzlun og samskipti manna , í millum tóku miklum stakkaskipt- -j? l,m af þessum ástæðum, og það hafði ~aftur í för mpð sér, að til varð ný j stétt manna hin efnaða borgarastétt, ' sem fékk æ meiri efnahagsleg ítök í ' þjóðfélaginu. Og meðal þessarar stétt ar var jarðvegur fyrir nýja menningu, sem var frábrugðin miðaldamenning- '<? unni. ~ i Það, sem eirikenndi þessa nýju ~'< ’ menningu, var nýtt viðhorf til manns- ' ins sjálfs. Nú komu menn auga á 2--, ‘ einstakiinginn. Hann var ekki lengur r? ( aðeins hluti í markmiði guðs og þáði gildi sitl af því, heldur hafði hann öðl- azt gildi í sjálfum hér og sitt eigið markmið. — Þessí nýja menning sótti sér 733 Hluti af myndskreytingu Botticellis (gerSri um 1490) viS hlð fræga verk Dante „Divina Commedía". — Hinn guðdómlegi gamanletkur. — Myndin á að tákna ferð skáldsins tll helvítis, og mennirnir tveir efst á myndlnni eru skáldið °9 ieiðsögumaður hans. Neðar sést það, sem fyrir augu þeirra ber í undirheimum Svartlr djöflar láta svipurnar hvjna á bökum syndaranna. — Myndin gefur 9° hugmynd um helvítistrú miðaldanna. að sumu leyti ínnblástur til Arab- anna: Þeir höfðu tekið við hinni grísku menningu í stónim dráttum og leitt hana lengra. Það var ekki svo lítið, sem Evrópumenn lærðu af Aröb- um, til dæmis er talna- og reikniskerfi nútímans frá þeim runnið. Það greiddi og þessari nýju menningu veginn, að Austur-rómverska ríkið leið undir lok, þegar Tyrkir hertóku Konstanínópel um miðja 14. öld. Þá flýðu þaðan margir menn, sem höfðu tileinkað sér gríska heimspeki og fluttu hana með sér til Evrópu, sér- staklega Ítalíu. Og þaðan barst t>un til annarra landa. Veraldarhyggju tók meira að setí.|a að gæta innan kirkjunnar sía' r og þá sprettur fram menningarstra ur, sem kallaður hefur verið húm ^ ismi vegna hins endurvakta ah'^arrf. manninum sjálfum sem slíkum. M® ir af helztu og beztu mönnum lcl ja unnar höfðu meiri áhuga á að >SrUnna mannleg vandamál og afstöðu rnannj hverra til annarra en viðhalda w ^ lokuðu heimsmynd kirkjunnar. - í gjn<' felldi manninn og veröldina > T í M I N N SUNNUDAGSBt^0

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.