Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Blaðsíða 19
mynd. Menn fóru meira að segja að efast um algert gildi þessarar heims- myndar, og m^rgir miklir hugsuðir reyndu að fá nýja innsýn í tilveruna og nýjan skilning á manninum með heimspeki hinna fornu heimspekinga. sem grundvöll. Fundur Ameríku og aðrar þýðingarmiklar landkönnunar- ferðir gerðu og sitt til þess að grafa undan hinni þröngu miðaldalífsskoð- un. — Kópernikus. sem kenndi, að sólin, en ekki jörðin, væri miðdepill heimsins, var í rauninni aðeins einn af fulltrúum þessarar tilhneigingar til endurmals á lífinu. Fjöldinn allur af lærðum mönnum vann ötullega að grískum og latneskum málrann- sóknum, til þess að rit fortíðarinn- ar yrðu aðgengileg á ný. Frægastur °g merkastur þessara manna var án vafa Erasmus frá Rotterdam, sem rneðal annars gaí út Nýja testament- ið í hinni upprunalegu grísku mynd ureð nýrri. endurbættri latneskri týðingu. En veraldarhyggjan innan kirkj- unnar hafði einnig neikvæðar afleið lngar. Hún varð til þess, að menn hirkjunnar sóttust eftir æ meira valdi °g notuðu það til þess að græða fé af fávísum al.menni'ngi. Frægust og ill- raemdust fjáröflunaraðferð kirkjunn- ar er aflátssalan svonefnda, sem Varð til þess að grafa undan valdi hirkjunnar yfir sálum manna. Menn e>ns og John Wikliff í Englandi og Johan Húss í Bæheimi risu upp til andmæla og síðan kemur Marteinn Lúther fram á sjónarsvið sögunnar. — Kenningar hans hafa það í för með sér, að hin trúarlega afstaða breyt- ist. Kirkjan er ekki lengur ómiss- andi milliliður milli guðs og manna. Nú geta menn snúið sér beint til guðs, hver einstaklingur fyrir sig, því að enginn — hvorki kirkjan né aðrir — hafa einkarétt á því að milda og túlka orð hans. Þetta varð til þess, að menn urðu að leita sér annarrar leiðsagnar, þeg- ar þeir mynduðu sér lífsskoðun. Þessa leiðsögn fundu fyrstu siða- skiptamennirnir, Lúther, Melanchton og Kalvín í Biblíunni, en þeir litu svo á, að hún væri heilagt opinber- unarrit guðs, og í henni væri að finna leiðsögn, sem dygði á öllum mannleg- um sviðum. í þessu greindu siðaskipta menn og kaþólska menn á, — að vísu voru þeir sammála um það, að Biblían væri heilagt rit, en kaþólskir menn álitu, að hún væri það einungis vegna þess, að kirkjan hafði látið safna í hana og viðurkennt hana sem slíka. Kirkjan hefði líka ein vald til þess að túlka orð Biblíunnar á hinn eina rétta máta. En þessi skoðun siðaskiptamann- anna, að Biblían hefði að geyma fyrirmæli um mannlega hegðun á öllum sviðum, leiddi af sér margvís- leg vandamál, sem að verulegu leyti hafa átt þátt í hinum mörgu árekstr- um milli trúar- og siðferðisskoðana, er hafa haft áhrif á lífsskoðanir manna fram til þessa dags. Það má vissulega fullyrða með miklum rétti, að í Biblíunni finnist-dæmi um flest fyrirbrigði mannssálarinnar, en um leið og reynt er að skipa þeim lær- dómum, sem hægt er að draga af henni, í kerfi, er sýndi svart á hvítu, hvernig menn eigi að trúa og breyta, fer ekki hjá því, að menn rekast á margvíslegar mótsagnir. Það varð því að skýra og túlka orð Biblíunnar eftir sem áður, og slík túlkun hlaut að fara mjög eftir því, hver átti i hlut. Skapgerð, tilfinningar, skoðanir og fordómar túlkandans, hlutu því að setja sinn svip á túlkunina. Enda sjáum við af dæmum sögunnar, að siðaskiptahreyfingin klofnar í marg- ar stefnur og þær síðan á ný eftir því, hvaða sérstöku túlkun hver og ein aðhylltist. Þsssi klofningur í skilmngi á Biblí- unni varð til þess, að margir sneru sér frá kirkjunni og leituðu halds í tilverunni annars staðar, og þá kemur til kasta hinnar vísindalegu hugsunar, sem hafði einmitt unnið mikla sigra í lok 16. aldar: Mörg stærðfræðileg lögmál varðandi hreyf ingar hluta höfðu verið uppgötvuð um þetta leyti og einnig ýmisleg lög- mál um hreyfingar himintunglanna. Og þegar Isaac Newton fann þyngd- arlögmálið, sem varpaði ljósi á öll önnur hreyfingarlögmál, sáu menn, að mögulegt var að skýra fyrirbrigði tilverunnar með jafnnáttúrlegum hætti og vél. Það var ekki nauðsyn- legt eins og áður að reikna með til- verknaði dularfullra krafta eða anda. Margir hugsandi menn reyndu með svipuðum hætti að finna náttúrlega og eðlilega skýringu á ýmsum vanda- málum, sem viðkomu lífsskoðuninni. Þannig reyndu þeir að skýra tilveru guðs með hjálp skynseminnar, eða hvað væri illt og gott og hvernig menn ættu að breyta. Margar snjall- ar tilraunir voru gerðar til þess að leysa þessi vandamál, en niðurstöð- ur þeirra voru ólíkar, og þá upp- götvuðu menn, hve sálarlíf mannsins er flókið. Þrjá menn ber hæst í hinum miklu trúarlegu umbyltingum, sem urðu í lok miðalda. Þeir eru allir menn trú- arinnar, en hver þeirra hefur sín sér- stöku einkenni, sem síðan skjóta upp kollinum hvað eftir annað í hinum trúarlegu átökum, sem eiga sér stað á næstu öldum. Þeir eru allir full- trúar hinna nýju tíma, allir bylting- armenn, hver með sínum hætti. Þess- ir menn eru Erasmus frá Rotterdam, Marteinn Lúther og Jean KaMn. Þar sem þeir allir áttu mikinri þátt í því að kollvarpa trúarviðhorfum 739

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.