Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 11
að hin höfuga frjósemi þessa dals náði einnig til mannanna. Þ.%2 er skemmst af því að segja, að þarna fundust fornminjar á þrem ur stöðum í sömu gröfinni og einum stað í löngum skurði, er grafinn var út frá henni. Þessar minjar voru tvö þúsund ára gamlar eða þó öllu held- ur rúmlega það. Við uppgröftinn -veittu fornleifa- fræðingarnir athygli trjágrein í hotni grafarinnar. Slikt er ekki fá- gætt í mómýrum, og gáfu þeir þess- um drumbi lítinn gaum. Það hvarfl- aði þó að þeim að taka hann upp, en ekki varð samt af því, fyrr en að því var komið, að mokað skyldi ofan í gröfina. Það var þvf síðasta verk þeirra að skoða hann. Þeir urðu undr andi, þegar það rann upp fyrir þeim, að það var raunar konulíkneski, er þeir höfðu handa á milli. Það hafði legið þarna undir grjóthrúgu, og ofan á grjótinu voru tvær dyngjur af hálfrotnuðum jurtastönglum, á- samt ófcal brotum úr leirkerum, kylfu, stjaka, löngum fjölum, sem minntu á skíði, dýrabeinum og fleira slíku, er ýmist lá á grjóthrúgunni eða skammt frá henni. Það gekk yfir mikil regnskúr, þegar vísindamenn- irnir hófu gyðjuna upp úr gröfinni. Því að gyðja var það, sem hér var fundin. Líkneskið var úr eik, tæpar þrjár álnir á hæð. Að ofan var það einn stofn, en klofnaði í tvennt nokkuð ofan við miðju. Kynferðið leyndi sór ekki, og allt talaði skýru máli um það, hvaða þjónustu þessi goðvera veitti mönnum. Hún virðist hafa ver- ið „ móðug á munað". Höfuð og hand leggi vantaði með öllu, en náttúran sjálf hafði með vaxtarlagi greinanna skapað þessari líkneskju þriflegar mjaðmir. Mennirnir, sem tilbáðu hana , hafa fundið hana nálega full- skrapaða í skóginum og ekki þurft annað að gera en bæta örlítið uni í smáatriðum. Þá var fengin gyðjan mikla, ímynd móður jarðar, sem öllu veitti líf. Það var hún, sem lét kornið spíra, miðlaði sól og regni og veitti góða uppskeru — það var hún, sem gæddi menn og dýr frjósemd, og frá henni stafaði árgæzka öll. Það er talið fullsannað, að fyrir tvö þúsund árum hafi verið vatn á þeim stað, þar sem þessar merkilegu fornminjar fundust. Líkneskjunni hefur verið sökkt þar og borið á hana grjót. Það minnir á þá sögu Tacit- usar, að gyðjan Nerþus hafi verið færð að vatni á vagni sínum til laug arinnar að lokinni yfirreið. Síðan hefur fórnargjöfum verið sökkt í vatnið á þeim stað, þar sem likn- eskjan var. — Jurtastönglarnir reyndust vera hör. Leirker og bein úr dýrum finnast tlðum, þar sem fórnir hafa verið færðar. En þarna hefur verið að verki nýtið lélk, sem sóaði ekki í gegndarleysi, enda þótt sjálf frjósemigyðjan ætti hhxt að máli því að sum beinin báru það með sér, að þau höfðu verið klofin til mergjar, áður en þeim var offrað. Nútíma- fólki kann að þykja þetta smámuna- semi við guðdóminn, og ekki horfðu þessir fornu þjóðflokkar ævinlega í smámunina, svo sem sjá má af vopnum þeim og verjum, gulli og gersemum, er fundizt hafa í blót- keldum og víðar. En tímarnir breyt- ast og mennirnir með. Og þarna hef- ur sýnilega verið um það að ræða að veita gyðjunni hlutdeild í heilagri máltíð. Á sama hátt hefur hörinn kannski verið hennar skerfur af upp- skerunni, svo að hún gæti spunnið sér í serk á hinn kvenlega líkama sinn. Það eru skíðin, sem eru dular- fyllst, og kunna ménn ekki að skýra, hvers vegna þeim hefur verið sökk þarna. Þau eru óslitin og hafa sýni- LÖGPU í Grágás, sem er frá því um miðbik þrettándu aldar, er talað um lög- pundara. Öllum mun ljóst, að hér er um að ræða vog, en hitt liggur ekki ems í augum uppi, hvernig sú vog var. Við breytingar á Budolfi-torgi í Ála- borg komu i leitimar eigi færri en þrjátíu þúsund munir, sem bæjar- búar hafa týnt á liðnum öldum. Þar á meðal var lítil vog úr bronsi, og var talið, að hún myndi vera frá siða- skiptatímunum. Þrjár gerðir voga eru kunnar frá þessum öldum: skálavog, bismari og pundari. Það, sem þarna kom í leitimar, var vog af þeirri gerð, er nefnd mun hafa verið lög- pundari á fslandi. Lögpundarinn var myntvog og hið mesta þarfaþing á sínum tíma. Pen- ingar þeir, sem mótaðir voru, reynd- ust misjafnir að þyngd, og silfurpen- ingar höfðu gildi eftir þyngd sinni. Þeir peningar giltu til dæmis eina mörk silfurs, er voru tvö hundruð til tvö hundruð og þrjátíu grömm að T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ lega aldrei verið notuð, nema þá skinn hafi verið þanið á þau, og er það jafnvel talið sennilegast, því að annars verður ekki skýrt, hvernig þeim hefur verið fest á fætur manna. Bernin. vora úr nautgripum, geit- um, sauðfé, hesti, hundi og héra. Og loks var eitt herðablað úr mannL Beinasérfræðingar segja, að það hafi verið brotið á sama hátt og mörg dýrabeinanna. Ekki er þetta talinn órækur vitnisburður um mannfórnir, þótt grana megi, að það tákni, að gyðjan, sem gaf líf, hafi einnig tekið líf. Og er þess þá að minnast, rð þrælarnir, sem fylgdu Nerþusi til vatnsins, áttu ekki afturkvæmt til mannheima, að sögn TacituSar. Þeir, sem höfðu litið hana augum og farii höndum um hana og góss hennar, hurfu í vatnið. Helztu heimildir: Heiðinn siður á íslandi eftir Ólaf B-riem, Skal'k (Hun er Moder Jord, eftir H.A.). NDARI þyngd. Lögpundarinn var því nauð- synlegt áhald, þegar menn reiddu af höndum silfurgjald eða veittu því við töku. Þessi vog var svo úr garði gerð, að hún vó aðeins ákveðna þyngd. Yzt á vogarstönginni var flatt blað, og á það var myntin látin. Væri þyngd in ekki nærri lagi, hélzt stöngin ekki í stilli, og myntin datt af henni. Oft var hægt að leggja lögpund- ara saman, svo að þægilegt væri að hafa þá meðferðis, til dæmis á ferða- lögum. Þannig var sá úr garði gerður er fannst í Álaborg. Áður var einn pundari af þessu tagi til í Danmörku, og í safninu í Osló eru tveir, er teljast verða til þess- arar gerðar. Heimild: Skalk (Under döds- straf forbudt eftir Paul H. Rasmussen). r ■■■■ im SunnudagsblaSið birt- ir fúslega skemmtilegar og vel skrifaðar grein- ar, sem því berast. 203

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.