Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1963, Blaðsíða 20
Sýndisi siti hvorum Þorbjöm Guðrúnarson, vinnumað- ur Gísla á Þorpum, var fauti mikill, þegar hann reiddist. Dag nokkurn var hann að slætti á grýttu landi, og komu skörð í eggina á ljánum. Varð þá Þorbirni skapbrátt. Þreif hann hamar og barði alla eggina úr lján- um. Þegar Gísli kom í smiðjuna tii þess að dengja spík sína, sá hann ljá Þorbjarnar liggja skemmdan og skörðóttan á steðjanum. Gekk hann þá til Þorbjarnar og fann að þessu: „Þó grýtt sé, held ég það hafi verið óþarfi að brjóta Ijáinn svona“ Þorbjörn tók þessum aðfinnslum illa og elti húsbónda sinn til smiðj- unnar. Kom þar, að hann ^þreii sleggju og reiddi að Gísla. GísU tók hana af honum og kvað óþarfi að sýna sér banaúlræði af ekki meira tilefni. „Já“, svaraði Þorbjörn. „Þá sýn- ist okkur nú sitt hvorum, Gísli minn“. Hvorki skyld né vandalaus Séra Sigurður Thorarensen í Hraun gerði var síðari maður Sigríðar Páls dóttir, er áður átti sr. Þorstein Helga son í Reykholti Sigríður lifði séra Sigurð, en var svo hrum orðin, þeg- ar hann andaðist, að húri gat ekki verið vig útförina' Eftir á spurði hún, hvernig tengdasyni sínum, séra Skúla Gíslasyni á Breiðabólstað, hefði mælzt. Sá, er svaraði, kvað hann hafa skammað heiminn og synd ina og sagt, að allir hefðu verið séra Sigurði vondir, bæði skyldir og vandalausir. ,,Ekki þarf ég ag taka það til mín“, sagði Sigríður, „því að hvorki var ég honum skyld né vandalaus". MaríuiíkneskiS Séra Jón Halldórsson í Stórholli og Jón bóndi Jónsson á Felli í Kolla- firði voru vinir. Því var ljóstrag upp, að séra Jón ætti vingott við eina vinnukonu sína, Maríu að nafni. Þetta barst norður i Kollafjörð og til eyrna Jóni bónda. Nokkru síðar bar fundum þeirra séra Jóns og Fellsbóndans saman á mannfundi. Jón á Felli var drukkinn sem oftar. Víkur hann sér að vini sínum, séra Jóni, og segir: „Ertu orðinn kaþólskur, séra Jón?“ Klerkur brosir vig og spyr á móti, hví hann ætli það. ,,Ég hef heyrt, að þú hafir Maríu líkneski hjá þér og fallir fram og tdbiðjir það“, sagði Jón. Ekki í kot vísa® Magnús Brynjólfsson í Meðalholts- hjáleigu var góðglaður í kaupstaðar- ferð á Bakkanum. Þar hitti hann kunningja sinn, er hann bauð heim með þessum orðum: „Vertu velkominn að Meðalholts- hjáleigu. Þá skalt þú fá nóg af mjólk og mysu hjá Brynjólfi gamla i Með- alholtshiáleigu og Magnúsi, syni hans, og allri þeirri blessuðu Jesú- ætt.“ „Höskuldur da#fÉÍ Þau Jón, bóndi í Grindavík, og kona hans sváfu sitt í hvoru rúmi í öðrum enda baðstofunnar. Hösk- uldur, vinnumaður þeirra, var sagð ur eiga göngur inn í baðstofuendann um nætur, þegar kyrrð var komin á, og lét Jón bóndi það afskiptalaust, enda sjálfur orðinn aldurhniginn. Nótt eina heyrðist dynkur mikill r baðstofunni, því að Höskuldi hafði hlekkzt svo á í dyrum hjónahússins, að hann datt kylliflatur. Þá heyrðist Jón segja inní í myrkr- inu: ,,Ó-já, Höskuldur datt, Höskuldur datt“. „Hinkrið þíð við“ Séra Eggert Briem á Höskuldsstöð- um var ákaflega drykkfelldur hin síðari ár sín og embættaði þá stund- um ógáður. Kom þá fyrir, að hann brá sér úr predikunarstólnum í miðri ræðu og gekk út erinda sinna. Einu sinni tafðist hann venju frem- ur lengi, og voru kirkjugestir risnir úr sætum sínum, er hann kom aftur. Vatt prestur sér þá í skyndi upp i predikunarstólinn og mælti: „Hinkrið þið við, piltar. Ég ætlaði að messa dálítið meira". Ijóssins faðir Séra Jón Helgason, síðar biskup, gaf út tímarit, sem hét Verði ljós. Einhverju sinni kom hann í póst- húsið með fangig fullt af blaðapökk- um og ruddi sér braut að afgreiðslu borðinu. Einhver, sem varð að þoka sér frá, sagði meg ónotahreim, að mikið lægi nú á. „Já“, svaraði prestur, „ljóssins faðir hefur í mörg horn að líta. Nú þarf hann ag bregða sér austur í Rangárvallasýslu." Þeim var ekki vorkunn Jón verri, er svo var kallaður tU aðgreiningar frá bróður sínum, var sveitarómagi á Vatnsleysuströnd. Hann var óhemju matmaður, og ef matur var annars vegar, lét hann greipar sópa, hvar sem hann mátti því við koma. Yar hann kallaður hinn versti vágestur, ef hann komst í mannlausar sjóbúðir og fánn þar fyrir ólæstar skrínur vermanna. Eitt sinn sætti hann hinum hörð- ustu átölum sjómanna, er komu að skrínum sínum hroðnum, og var hon um óspart hótað verstu kvölum þessa heims og annars. Jón sat hinn róleg asti undir þessum reiðilestri og datt hvorki af honum né draup. Loks sagði hann þó, þegar linna tók fár- yrðunum: „Ég held þið getið passað skrín- urnar ykkar, þegar þið vitið, hvernig ég er“. Hégvær bóndi Sigurður Jónsson, bóndi á Jaðri í Hreppum, var frábærlega yfirlætis laus maður, og gætti þess jafnan í orðum og gerðum. Vinnumann einn, er verið hafði hjá honum, falaði hann til næsta árs meg þessum orð- um: „Ælla þú hangir ekki, ef ég lafi?“ Strompunum óhætt Þeir Jón lognhattur og Árni strompur hittust á förnum vegi. — Nú er lognið, Jón minn, segir Árni. — Það fjúka ekki stromparnir, hreytti Jón á móti. FyrirgefÖu, ef ég lýg Jón Bjarnason, alþingismaður í Ólafsdal, kom á bæ og gekk á röð- ina og heilsaði fólki, svo sem vera bar. Stúlku einni, ungri og fríðri, heilsað hann með þessum orðum: „Sæl vert þú, jómfrú góð — þú fyrirgefur, ef ég lýg“. Ósporlatur á kvöldin Guðbrandur í Hólmlátri var svo samhaldssamur, að fágætt var, og ekki var honum gefið um gestakom- ur fremur en annað, sem leiddi af sér tilkostnað. Eitt sinn kom ferðamaður í hríðar veðri að kvöldlagi að Hólmlátri og baðst gistingar, en Guðbrandur kvað engin tök á því að hýsa hann. Vísaði hann honum ag Bílduhóli, þar sem honum myndu standa opnar dyr. Varð það úr, að Guðbrandur fylgdi honum langleiðina þangað, svo að hann villtist ekki í kófinu. Jónas bóndi á Bílduhóli tók gestin um vel og kvað furðu, að hann skyldi finna bæinn í dimmviðri og náttmyrkri. „Ég kom hérna að næsta bæ“, sagði komumaður, „og fylgdi mér maður þaðan nær því að þessum bæ, og hygg ég þag hafi verið hsúbónd- inn sjálfur". „Það mun rétt vera“, svaraði Jón- as. „Hann hefur aldrei tahð það á sig að fylgja ferðamönnum til næsta bæjar, þegar kvöld er komið.“ 212 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.