Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 13
)r óþiljuð. Kýrin er undir pallinum bak við stigann, og þar er þiljað fyr- ir. Framar eru tvö rúm, og þar sofa þeir Jón og Bjarni sökum þrengsla í baðstofunni uppi. Nú er fólkið orðið svo margt — ellefu manns. Þegar fram úr baðstofugöngunum kemur, verða fyi'ir okkur lítil göng, er liggja að litlu húsi inn af bæjardyragöng- um. Þetta er búrið. Þar inni eru marg ar tunnur meö hlemmum yfir, og uppi yfir þeim er hilla, sem á er raðað leirtaui og matvælum. Veggir eru hlaðnir úr grjóti. en hella á þaki. Vestan megin við búrið er annað hús stærra. Það er eldhúsið. í því eru tvennar hlóð'ir og mikið af hangi- kjöti í ræfrinu, enda eru þarna tvö í túninu. Hann rennur austast í því, og þar er jarðvegur ákaflega gljúp- ur, svo aö hann rífur hann niður í aur, þegar flóð koma í hann á sumr- in. Eg man eftir einu stórflóði í hon- um að sumarlagi. og þá reif hann niður bakkar.a túnmegin. Var þar ákaflega mikið af hvannarót, sem við strákarnir notuðuin okkur óspart til sælgætis. Bar vel í veiði, því að læk- urinn grof hoibakka undir grasrótina. er datt svo í lækinn. Við þurftum ekki annað að gera en tína upp rætumar, þegar minnkaði í læknum. í túninu var ákaflega mikill hvanna vöxtur og taðan af því nokkuð fall- rýr, því að hvönnin rýrnar mjög við þurrkinn, en er annars talin gott fóð- ( VÍÐIDAL urgras, og mjólka kýr vel af henni. Neðarlega i túninu eru höll, sem kölluð' eru Bringur. Á þeim neðan til eða utan undir þeim eru leiðin þeirra Þorstems Hinrikssonar og sona hans, er fórust í snjóflóðinu 1848. Þar var Þórlaug, amma mín, staur- sett, þegar hún dó 23. janúar 1892. þar til hestfæri kom, svo að unnt væri að flytja hana til greftrunar fram að Stafafelli. * * * Þessu næst skai gerð nokkur grein fyrir því íólki, sem var í Víðidal. Þau hjónin, Sigfús og Ragnhildur, fluttust þangað með Jón, son sinn, vorið' 1883, og voru þau aðeins þrjú í dalnum tvö fyrstu árin. Þessi ár get- ur Víðidalsfólks ekki í kirkjubókum, bú. Þau Ragnhildur og Sigfús búa sér að öllu leyti, og Jón, sonur þeirra, og Helga, kona hans, í öðru lagi. í túninu inn af bænum er o.furlítill lækur, bæjariækurinn. í honum er lítil buna og undir henni pyttur, er straumurinn hefur grafið i gljúpan jarðveginn. Þetta er vatnsbólið og þrýtur aldrei. hvorki sumar né vet- ur. En stundum getur verið erfitt að komast í pað á vetrum, þegar miklir snjóar eru. Verður því að reka nið- ur staur hjá bununni, svo að auðvelt sé að finna hana. Nokkru mrar á móanum er ný- byggð hiaða, veggir úr torfi og grjóti, en skarsúð á þaki. Fjárhús eru tvö eða þrjú, veggir úr torfi eða sniddu, í þaki raftar með viðartróði og tvö- falt torflag ofan á. Á stærsta fjár- húsinu eru svokallaðir skotraftar — strjálir, sterkir raftar. Á þá eru færi- grindurnar lagðar og síffan slett yfir torfi. En þetta þak er rifið undir eins að vorinu, þvi að færigrindurnar þarf að losa og þurrka fyrir fráfærurnar. Þetta hús hriplekur í rigningum á vetrum. í þessum húsum er féð haft, þegar það er heima við á vetrum. sem sjaldnast er þó lengi. Norðaustan við bæinn rennur læk- ur í dálitlum gilskorningi. Hann þom- ar þó oft 1 þurrkatíff', en getur orðið mikill í rigningum. Við þennan læk byggði Stefán Ólafsson bæ sinn, þann er síðar tók af í snjóflóði — vetur- inn 1848 að talið er. Yfir þær tóftir byggðu Sigfús og Jón í upphafi dval- ar sinnar í dalnum og bjuggu þar fyrsta veturinn, en höfðu þar svo fé og hey og fleira eftir það. En 11. jan- úarmánaðar 1888 tók snjóflóð þessi hús öll. Þessi lækur gerir nokkur jarð'spjöll Rústlr Grundar í Víðidal. Séð fram dalinn. og mun nafa dregizt fyrir Stafafells- presti að xáta þá feðga hafa bygging- . • arbréf. En árið 1886 er þetta fólk : -- skrásett heinnlisfast á Grund í Víði^ dal: ~ ~ Sigfús Jónsson. búandi, 46 ára, ' Ragnhildur, kona hans, 56 ára.:.'; '•£ Jón Sigfússon, sonur þeirra, -23 ára.^- v Snjólfur Eiiíksson, vinnumaður 2l~ ,, árs. ' • Helga Þorsteirsdóttir, vinnukona,þ;L 34 ára. —-Á' (L|ósm,: Slg. Þórarlnsson). t - T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 853

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.