Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 3
blómið. Sjálf var hún ung ou veilduleg, og var ekki gott að gera þar upp á milli, hvort þessara tveggja blóma var síður tii þess fallið að leggja á sjóinn utidir skuggalega skammdegisnótt Allt gekk vel ut að siupinu. Kaðall lá í bukt utan á skipshlið- inni, og við hann átti að binda bátinn. En hann losnaði fra áður en því væri lokið, og rak hann þá undir eins aftur fyrir skipið. F.g lagði að honum og ætlaði að koma honum að aftur. En þá reyndtst illmögulegt að draga hann á móti veðrinu, og lauk svo, að krappinn rifnaði úr bátnum og fylgdi hluti af hástokknum með. Enn var lagt að bátnum og reynt að festa raðal um framþóftuna Þar mátti átakið ;þó helzt ekki koma, því að eng- inn var stýrisútbúnaður á bátnum og varð að stýra með ár. Lagði ég því til, að einnig yrði fest um fremri röngina. Þetta tók þó of langan tíma, því að hver mmúla var dýrmæt: Bátinn bar beint að Æðarsteinslandinu. Loks kom að því, að bandið var fast, og dró ég bátinn af stað eins gætilega og mér var unnt. Ég fann með sjálfum mér, að band- ið hafði í rau.ninni ekkert hald, enda rak að því, að þóftan losnaði úr bátnum. Rak hann enn, flatan fyrir sjó og vindi, og virtust horf- ur á, að endalokin yrðu þau, að hann færi þar á land. sem nú er Æðarsteinsvitinn. Ég lét hella smurölíu í sjóinn, og við það stilltist hann heldur. Sólmundur losaði fáeina lóðar- belgi frá rekkverkinu og kom með þá aftur í gang. Var ætlunin að losa um strengina og henda belgj- unum til mannanna. •Sannarlega fann ég á þessari stundu, að ég var minna en ekki neitt. Varð mér þá í þessari neyð litið á draumakkerið hans Halls i Berufirði. Það var eins og birti í huga mínum. Ég vatt mér án taf- ar að akkerinu, og Sólmundur hjálpaði mér að festa tvo lóðar- belgi við legginn á því. Setti ég svo á fulla ferð og renndi eins liðlega og mér var unnt, fram með hinum sökkvandi báti. Bólfæri var fleygt til mannanna í honum, og náðu þeir því við fyrstu tilraun. Síðan drógu þeir akkerið til sín, og gekk það tiltölulega vel, því að belgirnir héldu því uppi. Ég mælti svo fyrir, að festa skyldi akkerið undir krappann í aftur- skutnum Þetta gerði Kristján Ei- ríksson aí mestu lipurð. Eftir nokkrar mínútur vorum við farnir að andæfa. En varlega varð að fara. Mikill sjór var kom inn í flulningabátinn og allir farn- ir að ausa með því, sem var hendi næst. Litla konan var búin að henda fallega blcminu sínu og farin að ausa með fötunni. Hún gerði áreiðanlega það, sem hún gat. Ef til vill hefur þú, sem lest þessar línur, fundið, hvað við er um lítil strá í hendi guðs, þegar svo stendur á. Ég fann það þá. Og enn nýt ég,sælu við að hugsa til þess, hve farsællega herra lífs og ljóss stýrði öllu um borð í Kára á þessari stundu. Þegar út að skipinu kom, var kaðalkörfu rennt ofan í bátinn, og í henni voru allir favþeaarnír dregnir upp. Þá kom Jón Kristó- fersson stýrimaður niður í bátinn o,g ætlaði að flýta fyrir að loio hann. ,En þegar fjmsta tunnan vav komin í járn, hvolfdi flutninga báturinn öllu úr sér Jón Kristó- fersson stökk upp á tunnuna og var dreginn upp á skipið með henni, er var hið eina, sem náðist úr þessum bátsfarmi Framhald á 310. siSu. T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAfi

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.