Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 05.04.1964, Blaðsíða 14
i V V Selirnir hafa skr|?S!« á knd t!l þni? a5 njóta sólarinnar á volgu grjótinu. ÞaS kemur bó fyrir, að þeír sieppa ef þeir eru með mæSrum sínum, því að þær verða fyrr varar við hættuna og berja þá kópana miskunnarlaust á fram. Samt eru þessir kútar ekld nema tveggja eða þriggja nátta, þeg- r.r þeir bera skyn á að forða sér, þótt það hrökkvj ekki til, nema svonefnd ir frávillingar. Það eru kópar, sern hafa villzt frá mæðrum sínum- Þessi lithi skinn eru svo hungruð og ör- magna, að þau vita ekki sítt rjúkandi ráð. Frávillingar skríða þarna eitthvað npp, og komi maður, góna þeir á hann og hljóta að launum eilífa sæiu án fyrirvara. Á ánni sjálfri er notuð ferja, sem farið er á fram og aftur á milli eyr- anna, og kópurinn tindur saman. Oft fást tugir kópa á sólar'nring i þess- (''vm veiðiferðum. Stundum sefur kópurinn á rifi úci fy.rir söndunum. Hann marar þar j kafUog rekur aðeins trýnið upp úr. til þess að anda. Samt er þetta ráð ekki öruggt, því að veiðimaðurinn sér, þegar þeir koma upp úr, veður út til þeirra og vill þá önd- unarstarfsemin oftast truflast. En eft ii því sem kópurinn stækkar, gerisf hann óhultari Hann hættir sér ekki eins langt upp og er varari um sig og fljótari að skjóta veiðimanninum ref fyrir rass. Selurinn fer nú að halda sig minna við árósinn og sandinn og leitar meira upp eftir ánni. Um þetta leyti fara kæpurnar að færa frá, sesn kall að er. Þær fara þá með kópana upp á áreyrarnar, gefa þeim að sjúga, svæfa þá og læðast síðan burtu og koma aldrei til þeirra framar. Upp frá því verður hinn nýi árgangur að sjá fyrir sér sjálfur. Þegar hér var komið, leið að þvi, að þriðji þáttur selveiðanna hæfist. Það var nokkurs konar íyrirdráttur Tækin, sem notuð voru við þetta, voru selnót og ferja. Ferjan var dreg in inn ána, þannig að band var haít frammi í og rr.aður, sem gekk á landi eða óð grunnt með landinu, dró hana, en annar stóð í skutnum og stjakaði með ár. Stundum var ferjan líka dregin af hestum á landi. Selur inn hrökk i ána, en skreið svo upp litlu neðar. Þegar veiðimennirnir þólt ust konnnir nógu langt, var haldið út á álinn og nótin gefin út. Nú hófst darraðardans. Annar mað urinn hélt í nótina, en hinn var und ir árum. Nótin og ferjan bárust með flughraða undan hinum þunga straumi, þó að ræðarinn andæfði af öllum kröftum. Selurinn hentist í dauðans ofboði í ána, hver sem bet- ur mátti, en það var hans aðalvilla. Álarnir eru fnjóir, og hræðslan varð dómgreindinni yfirsterkari, svo að fjöldi þeirra lenti í nótinni. Þegar komið var í nótina, svo að hún fór að flókna, var haldið nær landi, þar sem straumur er minni, og farið að innbyröa. En slíkt var enginn barna- leikur. Var þá oft betra að hafa snör handtök og krafta í kögglum. Þegar byrjað var að draga nótina inn, koimu hausarnir upp við borð- stokkinn, gráir og grimmilegir. Það skein í hvítar vígtennurnar,-og heift- þrungin augu beindust að fjandmönn unum. Kylfan var reidd til höggs og slegið beint á trýnið — annað högg dugði ekki. Væri slegið ofar, þá gretti kobbi sig bara og hleypti spik- inu fram á hausinn og náði bá kannski að bíta fjandmann sinn. En selsbit er allra bita verst. Þarna var svo nótin innbyrt og greidd, selur- inn rotaður og skorinn og skilinn eftir á einhverri eyrinni. Og önnur ferð hófst. Þetta gekk koll af kolli meðan mennirnir höfðu þrótt til og eitthvað var eftir af sel, því að hann smáflýði alla leið út í sjó. Eg heyrði oft getið um fimmtíu til sextíu sela veiði á einni nóttu í svona veiðiferðum. Þessi veiðferð gengur ekki nema áin sé örlítil, því að þá eru álarnir svo mjóir, að selurinn getur illa forðazt nótina. Þegar fyrirdrættinum lauk, var veiðinni safnað saiman og róið méð hana að landi. Loks var hún flutt heim á hestum um þverbak, og mátti 302 TÍIttiNK- SUNNUDAGSBLAÖ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.