Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 10
mikið og snoturt ungmenni, og kynnt ist bezt hinum notalegri hliðum lífs- ins. En djúpt kafaði hann ekki. Það var ýmist, að hann eyddi tímanum á búgarði föður síns í Sarajevskó Polje eða undi sér við þær dægradvalir og skemmtanir, sem ungum mönnum, er ekki var talið, að þyrftu að stunda neitt nám eða helga sig neinu starfi, stóðu til boða í Sarajevó á árunum kringum 1910. Faðir hans var honum eftirlátur í öllum greinum, og eng- inn annar hefði getað komið í veg fyrir, að hann gengi þá braut, sem hann var kominn út á, eða beint honum í aðra átt. Lífið var heillandi, og það virtist einungis til þess gert að þjóna íbró og félögum hans. Það var ekki nema sjálfsagt að njóta alls þess, sem það gat boðið þeim „Eldiviður, eldiviður!“ Já — það mátti skilja, að íbró minntist þessa alls sem tak- markalauss munaður. Og það var munaður, sem átti sér skamman aldur. Hann var kvaddur i herinn árið 1914, og þetta sama sumar skaii heimstyrjöldin á. Fyrst barðist hann gegn Rússum, síð- an gegn ítölum og þá særðist hann hroðalega. Seinna varð hann liðþjálfi og undirforingi í hersveitunum í Pili- stýába í Ungverjalandi. Þetta var und arlegl þrautalíf og þó þægilegt á sinn hátt. Hann flaut í gegnum það og kúlnahríðina eins og maður, sem ranglar stefnulaust í þoku. Tíminn leið við drykkjuskap, spilamennsku, glaðværð og ribbaldaskap hermanna lífsins. Árin komu og fóru, og hann vissi satt að segja ekki full- komlega, við hverja hann barðist eða hvers vegna þrammaði í herfylkingu. drakk, söng og úthellti blóði sínu, þó að hann þröngvaði öðrum til þess að gera þetta líka. Og árið 1918 sneri hann heim, heldur báglega á sig kom inn: Fölur, magnþrota af blóðmissi (honum hafði nálega blætt til ólífs í skotgröfunum við Tolminó) og þó enn þjakaðri af hinu taumlausa líf- erni í hernum. Faðir hans var kom- inn á álttugasta árið og orðinn hrum ur. Móðir hans var dáin og systur hans giftar. Heimili hans var brátt úr sögunni. Peningarnir gengu systk inunum úr greipum, og fasteignirn- ar. þessar góðu og gjöfulu fasteign- ir. urðu að engu fyrir augunum á þeim. Það var einungis, þegar hann settist að drykkju með félögum sín- um, að flest virðist eins og það áður var. En allt breytti um svip jafn- skjótt og víman rann af honum, hvarf og varð að engu. Húsið í Sagrdzije hafði þegar verið selt á stríðsárunum. Nú var hitt húsiðjíka selt, stóra húsið í Bjelave, og flutt í leiguíbúð, sem var miklu minni. Búgasðurinn í Sarajevskó Polje fór í hundtia, þegar landbúnaðarlöggjöf- in nýja komst á. Og þannig hraktist hann inn í nýjan héim, sem hafði ekkert pflögu nema óskiljanleg óþæg indi og cvæntustu skakkaföll. „Eldiviður, eldiviður"! Faðir hans dó. íbró byrjaði að vinna eins og þá var sagt: Hann fór að verzla. Hann komst í félagsskap við garðyrkjumann og ætlaði að selja blóm. Honum þótti vond lykt af blóm unum, þegar hann fór að sýsla við þau til langframa, og það kom að litlu haldi, þó að hann reyndi að verja sig gegn þessari lykt með brennivíni og tóbaki. Blómin voru viðkvæm, kaupendurnir duttlungafull ir og sérvitrir. Það sannaðist, að öll vinna var mæðusöm, jafnvel blóma- sala. Og þar á ofan gekk allt á tré- fótum. Hann vissi ekki, hverjir það voru, sem settu fyrir hann fótinn — hann skildi það eitt, að hann hras- aði við hvert fótmál og féll í þriðja hverju spori. í fám orðum sagt: Með hverjum degi sem leið, missti lífið nokkuð af hinum gamla ljóma sínum og auðlegð — einmitt þvi, sem íbró sóttist eftir af ástríðuþrunginni hvöt, likt og örvæntingarfullur maður, sem er að kafna af loftleysi. í þessum þrengingum kvæntist hann. Stúlkan var dugleg og fríð sýnum og hafði alizt upp á myndarheimili, en heím- anmundurinn var Iítill, og það stóð ekki á því, að þau ykju kyn sitt: Mörg börn fæddust og dóu: Blómaverzlun in varð gjaldþrota. Garðyrkjumaður- inn hélt garðinum, en íbró Sólak hreppti skuldirnar. Hann fór að vinna i bæjarskrifstofunum. ~„Eldiviðu-ur!“ Það verður að segja hverja sögu eins og hún er: Hann hafði ekki vit- að, hvað þessar bæjarskrifstofur voru enda aldrei leitt hugann að því. En nú barði hann þar ofan af fyrir sér, og þá hlaut hann að komast að raun um, hvílíkt amstur og armæða fólst á bak við þetta orð. O-nei — það varð kannski ekki sagt, að þetta væri erfitt og vanda- samt starf. En hvimleitt var þaS: Honum fannst sér misboðið. Hverju orði og hverri hreyfingu fylgdi ósegj anleg niðurlæging, átakanleg skömm, sem sá gat skynjað, er hét Sólak. Og ekkert nema ^ren' ivmið gat þveg ið af honum smánina og þó a um stundar sakit. Árin liðu, en ekki lét betur í ári — það rofaði ekki einu sinni til í draumaveröldinni. Þau seldu flest, sem þau áttu innan stokks, lifðu við sult og seyru og áttu varla leppana utan á sig. Þau gátu ekki leynt ör- brigð sinni. Fjögur börn fæddust þessi árin, og þau dóu öll nema eitt. Það var stúlka. Hún komst á legg —, falleg, hlédræg og greind stúlka, sem naut sæmilegrar fræðslu og blaðaði dálítið í bókum. Þegar hún var kom- in á átjánda ár', giftist hún vænum pilti, sem vann í tóbaksverksmiðju. Hann kunni bæði að lesa og skrifa, var ekki til muna eldri en hún og engu efnaðri en faðir hennar. Svo andaðist konan. Hann varð al- einn eftir. Enginn hirti um hann, og hann lagðist að fullu og öllu í drykkjuskap. Þetta sögðu þeir allir, en enginn skeytti um, hvað olli því. Þeir ráku hann úr starfi sínu í bæj- arstjórnarskrifstofunum, og honum fannst niðurlæging sín svo mikil, að hann gat varla afborið hana. Hann gat ekki einu sinni keypt hálfa brennivínsflösku, og samt var það eiginlega nú, sem hann fór að drekka fyrir alvöru. Og nú var það líka, að hann fór að ramba um göturnar með eldiviðarvagninn. „E-e-eldiviður!“ Upp frá þessari stundu tók hann endanlega að snúa baki við veröld- inni. Svo sagði fólk. En sjálfur finn- ur hann glöggt, að þetta er ekki rétt. Nei og aftur nei. Hann lætur ekki undan síga fyrir heiminum, flýr ekki frá starfi sínu, guð sé lof. En allt, sem í heiminum er, dauðir hlutir og lifandi fólk og allt, sem það hugs ar, segir og gerir — allt þetta sneið- ir hjá honum alla daga, skilur hann gremjuþrunginn eftir í myrkri, sem ekkert getur rofið nema ein römm veig brennivíns. í því einu býr söng- ur og blómaangan, og í því dylst hönd, sem gælir við vangann. Allt annað hefur snúið baki við honum — stig af stigi og þó óðfluga og œiskunnarlaust. Og brennivínið — það er allt. Þegar svo var komið, var hann glataður. Hann var orðinn utanveltu í veröldinni. Og sökk sífellt dýpra og dýpra. Það var dóttirin ein, Semsa, sem kom til hans að staðaldri og reyndi að hlynna að honum, þó að hún ætti heima í öðrum borgarhluta íSiíSSSSSiSSSgSSSgSSSSSSSSSS^SSSgSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSgSSSSSÍSSflSSSSgSSÍtSgSSSSgRSftSSSSiSSSSSSÍÍgSSSSS^iiSSSSSSSS ívó Andric er Bosníu,maður og fœddist i TravniJc árjð 1892. Hann gekk i menntaskóla l Sarajevo og stundaði heimspeki- nám í Zagreb, Vín og Kraká. f heimsstyrjöldinni fyrri tóku austurrísk yfirvöld hann hvað eftir annað fastan, en þegar að henni lokinni gerðist hann kunnur rithöfundur. í slðari heimstyrjöldinni hafðist hann við í Beögrad og vann að tveim- ur skáldsögum, sem komu út 1945. Önnur þeirra var Brúin yfir Drínu, sem hann hlaut verðlaun fyrir árið 1946 og gerði hann siðar heimsfrægan. Nóbelsverðlaunin hlaut hann 1961. *^?:.^2SSg2S2?SSSSSSSSSS£SSSSSSSSSSS£SSSSS5íS£S2SSSSSSSSSSS2SSSSSSSSSS82SS82SS8g8SSSSSSSSSSSSSS£Si>SSS2SSSS 538 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.