Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 18
Margt var það, sem dreif á d»ga Frans frá Assisí, og marga raun varð hann að standast. En hann söng fegurst, þegar hann þjáðist mest, sæll í þjáningunni sökum þess hlutskipt- is, sem honum hafði auðnazt — að mega festa í fótspor frelsarans. í æsku hafði hann viljað gerast riddari og 'farandsöngvari, en nú var hann riddari og liðveizlumaður sjúkra og fátækra og söngur hans fegurri en nokkurs annars farandsveins. Sú blessun, sem fylgdi honum, var ekki af þVí sprottin, að hann gaf ölmusur, hvenær sem hann átti nokkuð að gefa. heldur hinu, að hann gaf hverj- um, sem á vegi hans varð, með nokkr um hætti hluta af sjálfum sér. Eng- inn var svo aumur, að hann yrði annars var en Frans væri jafningi hans, og af auði hjarta síns megnaði hann að gefa þeim, sem sízt þóttist eiga sér viðreisnar von, eitthvað af því, sem mestu máli skiptu — sjálfs- virðingunni. Og þetta gat hann gert með augnaráðinu einu saman eða lít- illi handahreyfingu. Samfara þessum hæfileika Frans til þess að glæða sjálfsvirðingu þeirra, sem dýpstu voru sokknir, var takmarkalaus auðmýkt. Einn samtíð- armanna hans segir svo frá: „Þegar menn hrósuðu honum, varð hann miður sín. Þá kallaði hann ein- hvern bræðranna til sín og sagði: „Svo fremi sem þú vilt gera vilja minn, þá ávítaðu mig hörðum orðum og segðu mér sannleikann umbúða- laust í stað þeirra lygi, sem aðrir bera sér i munn“ Þegar bróðirinn kallaði Frans heimskan og gagnslausan, hló hinn helgi maður og sagði: „Drottinn blessi þig, sonur minn því að þú segir mér hreinan og beisk- an sannleikann, og hann þurfti ég að heyra“. Vetradag einn var Frans á göngu með trúnaðarvini sínum, bróður Le- one. Það var kalt í veðri, og báðir skulfu þeir af kulda „Faðir, ég bið þig í guðs nafni að segja mér, hvernig ég á að finna hina fullkomnu gleði“, sagði bróðir Leone. Og Frans svarar honum: „Þegar við komum ‘nú til Portiuncula, gegn- drepa og hálfdauðir af kulda, ataðir auri og máttvana af sulti, og berjum að dyrum í klaustrinu, þá kemur hliðvörðurinn og spyr reiðilega: „Hverjir eruð þið?“ Og við svörum: „Við erum tveir bræður þínir“. En hann segir: „Þið segið það ekki satt. Þið eruð flækingar, sem reikið um og prettið fólk og stelið ölmusum frá fátæklingunum — burt með ykk- : ur“. Þegar hann hefur sagt þetta og vill ekki opna fyrir okkur, stöndum | við úti í slyddu og krapi, hungraðir og kaldir, og nóttin fer að. Ef um- | berum þessi skammaryrði og sætkum ' okkur við slíka vonzku og látum okk- ur lynda þessa meðferð án þess að rsiðast og án þess að mögla og hugs- um í þess stað í ást og auðmýkt, að þessi vörður þekki okkar leyndustu hugrenningar og guð láti hann tala þannig til okkar — ó, bróðir Leone, taktu eftir því: Þá höfum við fundið hina fullkomnu gleði. Og ef við höldum áfram að berja, og hann kemur út fokreiður og hagar sér við okkur eins og áleitna þorpara hrekur okkur burt með illum orðum og barsmíðum og segir við okkur: „Snautið þið burtu, svínin ykkar, hypjið ykkur til holdsveikisjúkling- anna, því að hér fáið þið hvorki mat né húsaskjól", og við sættum okkur við þetta með þolinmæði, ást og gleði — ó, bróðir Leone, taktu eftir því: það er hin fullkomna gleði. Og ef við, tilneyddir af hungri og kulda á myrkri vetrarnóttu, berjum enn einu sinni og biðjum hann grát- andi í guðs nafni að hleypa okkur rétt inn fyrir hliðið, og hann verður enn reiðari en áður og segir: „Þið eruð ósviknir þorparar og skuluð fá það, sem þið eigið skilið", og þrífur svo lurk, slítur af okkur hetturnar og varpar okkur til jarðar, veltir okkur upp úr krapinu og lemur okk- ur með Iurknum og við afberum þetta með gleði og þolinmæði, hugs- andi um þjáningar Krists hinn elsk- aða og hve miklu meira við ættum að umbera af elsku á honum — ó, bróðir Leone, taktu eftir því: í þessu er fólgin hin fullkomna gleði“. Margir héldu Frans frá Assisí geggjaðan. En þeir, sem hlýddu á boðskap hans, hrifust svo, að þeir grétu. Aldrei höfðu þeir heyrt neitt þessu líkt. Það voru ekki fyrst og fremst orð hans, sem hrifu áheyrend- ur, heldur miklu fremur maðurinn sjálfur, sem ljómaði af ást til guðs og manna. Læknir, sem hlýddi á predik- un hans, komst svo að orði: „Reyni ég að rifja það upp, sem Frans sagði, þá eru orðin ekki leng- ur hin sömu og þegar þau hljómuðu af vörum hans.“ Því var svo farið um Frans frá Assisí, að hann þurfti aðeins að segja orð eða renna augum til manna til þess að eignast nýja lærisveina, er fylgdu honum til æviloka. Það gat því ekki hjá farið, að kringum hann flokkuðust aðdáendur, og með þeim stofnaði hann bræðralag, sem hafði það hlutverk að gera iðrun og yfirbót og hjálpa þeim sem voru hjálparþurfi. Leiðarstjarna hans var það boð ritningarinnar, að menn skyldu selja það, sem þeir áttu, og gefa það fátækum. Og margir menn gerðu þetta með fögnuði og lifðu eftir það af því, er þeir gátu aflað sér með vinnu sinni eða þeim var gefið í guðsþakkaskyni. Margir læri- sveinar hans fléttuðu körfur, riðu net, gerðu við skó, hjálpuðu bænd- um um uppskerutímann, söfnuðu brenni eða sópuðu götur. Frans taldi það nauðsynlegt, að lærisveinar hans bæðust beininga. Með því lærðist þeim auðmýkt. Einu sinni kom hann þar að, er þeir sátu við dúkað borð. Þá dulbjóst hann, kom að dyrum þeirra og bað þá að gefa sér ölmusu. Þeir þekktu hann ekki, en réttu honum mat á diski. Hann tók við honum, settist á jörð- ina og mælti: „Nú sit ég eins og sómir góðum reglubróður." Frans gerði þó ekki strangastar kröfur t.il lærisveina sinna, heldur sjálfs sin. Hann vildi ekki einu sinni Klaustur betllmunka af reglu hellags Frans I Asslsf. 546 T í M l N iN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.