Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 9
SARA LIDMAN: MEÐAL RÓSANNA í TRJÁGARÐINUM Hvítu hjónin í rósagarðinum not- uðu ekki nema hluta af húsinu: Þau björguðust við sömu setustofuna og sama matsalinn, en sváfu hvort í sínu svefnherbergi — skammbyssa og Íitil, hálsmjó kúluflaska með port- víni á hvítum dúki á náttborðinu hjá sálmabókinni og hægðameðölun- um. Hin herbergin stóðu auð og biðu gesta, sem aldrei komu. Wachira varð þó að strjúka þar af öllu á hverjum degi. Hann hafði ávallt nógu að sinna —þurrka og fága gólf og glugga- kistur, sem aldrei sást á fis, þvo föt húsbændanna og matreiða handa þeim. Þau andvörpuðu armæðulega, hjónin, og sögðust ekki geta heimt- að lengur sömu umönnun og þegar þau höfðu fimm þjóna. En þau voru líka orðin gömul, sögðu þau, og áttu kannski ekki að kvarta, þvi að hvítar hærur væru ekki lengur að neinu metnar. Hvern einasta morgun fóru þau út í garðinn eftir árbítinn og römb- uðu þar fram og aftur með Kobba, sem hafði þjónað þeim í þrjátíu ár, ræddu lengi sín á milli um kvisti, sem til mála kom að kippa af stofni og runna, sem gat verið álitamál, hvort ekki ætti að færa. Klukkan tiu settust þau við einhvern trjálund- inn — þeir voru fimm, sem þau gátu valið um —, og þangað bar Wachira þeim teið. Því heyrðu til dálitlar ein- ræður um markmið lífsins. Þeim var beint að Kobba, en látið kyrrt liggja, ?ió að Wachira stælist til þess að eggja við eyra. Þetta er mikill trjágarður. Og þar vaxa hinar lýtalausu rósir. Fölskva- laus gleðin, sem við, gamla fólkið, höfum af því að horfa á slíkar rósir — er hún ekki líka nokkurs virði í sjálfu sér? Það er öfundsýkin, sem nú fjandskapast við alla fegurð í ver- Öldinni. Öll hin háskalegustu öfl hafa svarizt í fóstbræðralag til þess að tor- tíma þessum rósum — hvernig skyldi eiginlega verða umhorfs í framtíð- inni? En við lifuim svo sem ekki endalaust. Þeir fá auðvitað viljann sinn — þessir, sem fyrirlíta rósirnar okkar. Við deyjum. Segðu okkur það, Kobbi, sem hefur varið ævi þinni til þess að hlynna að þessum garði — því að þitt verk er hann, ekki síður en okkar, -því dettur okkur ekki í hug að bera á móti — vildir þú horfa upp á það, að villimennirnir ryddust hér inn og kvistuðu þessa yndislegu rósa- runna niður með sveðjum sínum? „Ekki segja þetta, Memsab,“ stynur Kobbi. Og við þetta svar vöknar húsfreyj- unni um augu. Hún fálmar til Bwana, mannsins síns, líkt og hún sé að leita sér styrks, leggur hönd sína á hönd hans, og annað hvort þeirra segir: „Villimennskan fer eins og logi yfir akur og treður allt undir fótum sér. En það er satt, sém þú segir: Við lifum ekki endalaust. Og hvers vegna ættum við að óska okkur ann- arra örlaga en rósanna okkar?“ „Bwana aldrei deyja — Memsab aldrei deyja,“ segir Kobbi. „Þú ert trúföst sál, Kobbi minn. En þú ert barn gamla tímans eins og við. Það skilur þú samt, að þann dag, sem þeir ráðast á rósirnar okk- ar, þá er úti um okkur öll“. Kobbi berfætti var svo vel siðaður, að hann grét líka við teborðið, enda þótt hann fengi ekki neitt te. Wac- hira stóð álengdar, þurr um augu, og það var ekki enn úr því skorið, hvort fyrir honum átti að liggja að öðlast aðild að sáttmála þessa trjá- garðs eða ganga í flokk villimann- anna, sem tróðu allt undir fótum sér. Memsab þreyttist aldrei á því að segja: „My dear! Getur það hugsazt, að sú elska, sem er á milli okkar og rósanna, sé einskis virði? Skyldi ekki veröldin vera ögn skárri á meðan þessi elska er virt?“ Eitthvað svipað hafði Wachira dott- ið í hug, áður en hann kynntist al- vöru lífsins. Þau Wambúra gerðu heiminn betri. En hversu skop- leg varð ekki þessi hugsun, þegar Memsab orðaði hana! (Og þó var hún eðlileg: Það, sem menn fá ekki lifað hjá ástkonu sinni, svipar til hinnar Ijúfu fegurðar, sem þrengt er saman í rósabikarnum — það má ekki farast, það verður að fá að gera veröldina ögn betri, og umfram allt má veröldin ekki ryðjast þar inn). En það hvíldi bölvun yfir þessum garði — henni hafði tekizt að smeygja sér þar inn. Gömlu hjón- in voru ekki lengur fær um að dást að rósunum sínum — þau táruðust, ef þau fóru að tala um þær. Ekkert komst að í huga þeirra nema böl- sýnin. Og þau mönuðu villimennina að koma og tortíma fegurðinni, svo að þau fengju að lokum frið — þetta rauðeygða illþýði, sem enn hikaði þó við að vaða yfir rósirnar þeirra. Einn morguninn, þegar Wachira tók tebaukinn, blasti þar óvænt við honum peningaseðill. Það var eins og hann snoppungaði hann, þessi seðill. Hann fór upp með teið, skrúfaði frá krönunum í báðum baðherbergj- unum, fór niður aftur ög lét dúk á morgunverðarborðið, fór upp og skrúfaði fyrir kranana, sótti bakk- ana. Klukkan er tuttugu mínútur yfir sjö í Kenýu, hefðarfólkið hvíta er alls staðar í baði og þjónustufólkið stendur við eldhúsborðin og neytir þess er eftir hefur orðið af teinu, sem húsbændurnir voru vaktir með. Kobbi er þegar kominn í dyragættina með krús sína og ábyrgð á þessum óreynda herbergisþjóni. „Sefur þú ekki vel á nóttunni?" spyr Kobbi. Sjálfan mátti gruna hann um, að hann hefði einhvern tíma sofið lítið, skorpinn og hrukkóttan — það var einna helzt af gömlum vana, að það gljáði á svart skinnið. „Ég svaf líka illa, þegar ég var á þínum aldri,“ segir hann og reynir að vekja dálitla öfund hjá Wachira. „En það var bara af hatri.“ Annar peningaseðill lá undir brauðhnífnum. Wambúra gat ekki lengur mildað skap hans: Hann var eins og rotta á gólfi, þar sem gildrur með tælandi ostbitum voru egndar í hverju skoti. Hann gleymdi að láta á sig hanzk- ana, þegar hann reiddi fram morg unverðinn, og Bwana setti ofan í við hann. Memsab gaut til hans aug- um í laumi. Varir hans skulfu. Hann tók til í svefnherbergjunu'm. Þar var daufur þefur af stöðnu þvagi, rósum og ilmdufti, blandaður Sara Lidman varð kunn fyrir nokkru af bók þeirri, sem hún skrifaði um líf og kjör blökkumanna í Suður-Afríku. Síðan hefur hún áft langdvalir í Kenýu, bæði í Kísúme við Viktoríu- vatn og í Nýerí. Saga sú, sem hér birtist, er kafli úr nýrri bók um samskipfi hvítra manna og svartra í Kenýu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 345

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.