Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 25.04.1965, Blaðsíða 18
•• í desemberbyrjun 1864 fór skip .8 Hamilla Mitchell frá Kaupmanna höfn. Ákvörðunarstaður var rúss- .■eski verzlunarstaðurinn Castrisflói við ána Amúr. Hamilla Mitchell var gerð út af rússnesku útgerðarfyrir- tæki, en öll skjöl skipsins voru dönsk. fáni (ianskur bg dönsk áhöfn I apríl lok kom skipið til Batavíu, en hélt áfram norður á bóginn eftir nokkra daga Liðu nú fimm eða sex mán uðir áður en nokkuð heyrðist frá skipinu Fyrstu frásagnirnar voru úr enskum blöðum, og samkvæmt þeim hafði Hamilla Mitchell strand að við Kóreu á sundiuu sem skilur Kóreuskaga frá japönsku eyjunum. Skipstiórinn, kona hans og skips höfnin að þremur undanskildum. höfðu bjargazt í skipsbátinn og var bjargað af enskri skonnortu, sem setti þau á iand ; japanskri höfn Þá þrjá. sem saknað var. rak á haf út um 'ióttina í vonzkuveðrí, en inn- fæddii Kóreubúar höfðu fengið áhöfni ni bát ti! íbúðar. þar sem skip verjúm var ekki teyft að dveljast i landi Þessi frásögn er staðfest með bréfi frá skipstjóra þegar póstur kom uæst frá Kína. Þeir neyddust til að vfirgefa bátinn. sem var hrip lekui og leita hælis í björgunar- bátnum. sem vai bundinn aftan í. í ailri þeirra örvæntingu, sem ríkti, var ekki tekið eftir því, að þrjá menn vantaði, fyrr en báturinn vai úr augsýn og því útilokað að veita nokkra hjálp Skipstjórinn lýsti næstu nótt, sem hinni verstu, er har.n iiafði liíað tlanr. bjóst við þvi á hverj-u andartaki. að skipsbáturinn sykki í ólgandi hai'ið, og skelfingin var enn meiri vegna konu hans og nýfædds barns hennar, sem kom í heiminn nokkrum dögum áður Und- ir morgun slotaði veðrinu nokkuð og þeii ieituðu aftur upp til strandar og svipuðust um eftir hinum bátn- um, en af honum sást ekkert Töldu þeir víst. að hann hefði farizt í óveðrinu. Þeir þrír. sem á honum voru, voru frá Kaupmannahöfn, tveir unglingar af góðum ættum, sem voru í sinni fyrstu ferð, og piltur, lít- ið eitt eldri, seglagerðarmaður um borð. Tíminn leið, en ekkert gat bent tii afdrifa þeirra þriggja, sem saknað var, og þótt einstöku menn hefðu vonað, að þeir væru é lífi, löldu ættingjar þeirra þá af. Sú sannfæring styrkt- ist, þegar menn heyrðu um nánari atvik hjá skipstjóranum sjálfum í Kaupmannahöfn um vorið. Jafnvei hinir bjartsýnustu höfðu gefið upp alla von, þegar bréf kom í miðjum janúar, dagsett í Nýja-Chang í Norð- ur-Kína, frá öðrum ungu mannanna, •;em á skipinu voru, Oluf O . . ., þar sem hann lýsir hrakningum og björg- un þeirra félaga: „ . . Ef allt hefði farið, eins og við var búizt, þegar ég fór að heim- an, hefði ég haft frá ýmsu að segja, en það væri lítið í samanburði við það, sem ég hef nú. Ég ætla að byrja á byrjuninni og segja ailt eins vei og ég get. Hinn þriðja maí 1865 léttum við akkerum í höfninni í Batavíu og héldum áfram ferð okkar til Castrisflóa. Á þeirri leið hjálpuð- um við nokkrum vesalings Kínverj- um, sem voru í slæmri klípu. Eitt sinn um hádegisbil komum við auga á bát, sem stefndi í átt til okkar. Við sáum, að á honum vöru fjórtán óvopnaðir menn, sem grétu og kvein- uðu eins og væru þeir fangar. Skip- stjórinn taldi, að bátur þeirra væri lekur, lét þá koma um borð og við athuguðum bátinn. Hann reyndist bezta lagi. Þeim var sagt að fara aft ur um borð í bátinn, en þeir grétu og sárbændu og gáfu okkur bend- ingar um, að skammt undan væri vopnað skip, sem vildi ræna þá. Við bundum bát þeirra aftan í skipið og drógum þá á eftir okkur til klukkan níu um kvöldin. Þá gerði hagstæðan byr, svo að þeim var borgið. Við komum til Castrisflóa 29. júní, affermdum þar og tókum kjölfestu, og vorum ferðbúnir aftur 13. ágúst. í Castris-flóa er mikið um fisk. Við veiddum þar dag hvern svo marga þorska og lúður, að nægði okkur til kvöldmatar. Landsmenn buðu okkur oft til kaups lax, sem er geysimikið af í Amúrá. Fyrir þrjátíu og fjögurra punda laxa gáfum við, þótt ótrúlegt megi virðast, aðeins tíu kökur af skipskexi og eina brennivínsflösku. Klukkan fjögur að morgni hinn 13. ágúst Jéttum við akkerum og sigldum burt. Við fengum í fyrstu hagstæð- an byr, en það stóð ekki lengi, næsta dag var mótvindur, sem stóð nær óslitið til 29. ágúst. Þá kom hann aftur á norðan. Það gerði rigningu og dimmviðri og við höfðum fengið skipun um að gæta vel að því, hvort sæist land, þegar við vorum í Kóreu- sundi. Stjórnborðsvakt, sem ég til- heyrði, var á verði klukkan átta til tólf um kvöldið. Við sáum ekkert nema tvö skip, sem voru með ljós- ker. Klukkan tólf voru vaktaskipti, og við fórum að hátta. Við vorum varla sofnaðir, þegar hrópað var: „Allir á fætur!“ Við vorum fljótir í fötin og upp á þilfar og horfðum í kringum okkur. Allt var svart og þykkt, land og aftur land. „Tilbúnir við dragreipin, piltar,“ hrópaði skipstjórinn. „Við erum glataðir, ef það er land — en það getur ekki verið land,“ bætti hann við. Mér er óskiljanlegt, hvernig nokkur gat ver- ið i vafa um, að þetta væri land, sem við sáum, og við fengum líka fljótt að þreifa á því, því að rétt í þessu kenndi Hamilla grunns. Við fórum upp og settum seglin föst, en það var ekki þægilegt, því að þegar skipið tók niðri, kom hnykkur á reiðann, svo að við áttum á hættu að falla útbyrðis með stengur og rár. Við fórum nú niður og drukkum kaffi og fengum skipun um að setja öll föt okkar niður í poka. Leki var enn ekki kominn að skipinu. Við hjuggum fyrst stórsigluna, síð- an framsigluna og brandaukann og söguðum stykki úr borðstokknum til að geta komið björgunarbátnum í gegnum opið. Nú var dagur runn- inn, og við sáum, að við vorum inni á flóa, að minnsta kosti tveggja mílna breiðum, og ljóskerin tvö, sem við höfðum séð, hafa verið inni & Hvítir menn voru ekki sérlega þokkasælir í Kína á nítjándu öld, — og eru það sennilega ekki enn. Til þess liggja gildar ástæöur ef grannt er aö gáð. Skip- brotsmennirnir dönsku áttu heldur ekki sjö dagana sæla eftir aö þeir komust Kínverjum í hendur. Þeir voru þrír þessir dönsku piltar sem hröktust frá félög- um sínum við strönd Kóreu. Hér segir einn þeirra sögu þeírra. 354 TlOINN-> SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.