Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 4
Fyrir nokkrum árum var hafin kornyrkja hér á landi í allstórum stíl í nokkrum sveitum, og gerSust sumir allbjartsýnir á framtíð henn- ar. Þá gerði ég það af forvitni að skyggnast um viðgang þessarar at- vinnugreinar í fornum heimildum. Fortíðin er eina leiðarljósið, sem við eigum á brautum framtíðarinn- ar. Rannsóknirnar urðu tímafrekar eins og vænta mátti, og mér vannst ekki tóm til þess að koma þeim í höfn. Samt sem áður þóttist ég kom- ast að ákveðnum niðurstöðum. Þær voru ekki ýkjanýstárlegar, en samt sem áður mun fáum vera það Ijóst, að sú var tíðin, að við íslendingar fluttum út korn. Kornyrkjusaga mín lenti ofan í skúffu með öðru dóti, en hún rifjað- ist upp fyrir mér í vor við hafís- fréttirnar. „Landsins forni fjandi" lagði íslenzk akurlönd- í auðn í gamla daga, og við erum svo nýsloppnir frá mesta kuldaskeiði, sem yfir land- ið hefur gengið frá því að það byggð- ist, að við vitum ekki, hvort árgæzk- unni er aðeins tjaldað til nokkurra ára, við lifum á hlýviðraskeiði á ís- öld, eða hlýöld er gengin í garð. Ég mun hafa ætlað mér að vinna kornræktarfróðleik minn rækilegar, þegar ég lagði hann til hliðar árið 1962, en þess verður enginn kostur í bráð. Ég læt hann því fara, þeim mönnum til ánægju, sem enn erja islenzka mold. Þess ber að geta, að hér er einungis um að ræða frum- drög að sögu islenzkrar akuryrkju. Þessi þáttur í atvinnusögu þjóðar- innar er lítt rannsakaður eins og flest annað. í eina tíð settu akrar svip á Fljóts- hlíðina, og um gervallt Suðurland, við Faxaflóa og Breiðafjörð hefur allmikil kornyrkja verið stunduð allt til loka miðalda. Á þessu svæði hafa fornar akurgirðingar staðið allt fram á okkar daga sem gerði og nátthag- ar. Nú jafna jarðýtur hinnar miklu vélaaldar óðfluga yfir slík verksum- merki járnaldarfólksins, sem hér bjó til skamms tíma. Það væri nokkurs virði, ef bændur og jarðyrkjumenn vildu gefa nokkurn gaum að fornum gerðum og garðbrotum, sem finnast kunna í túninu. Einhvern tíma kem- ur sá dagur, að allur sá fróðleikur þykir góðra gjalda verður. Fyrr eða síðar verður saga íslenzkrar akur- yrkju rannsökuð til hlítar. Blómaskeið íslenzks landbúnaðar. Hafið við strendur íslands er á ýms um stöðum og árstímum auðugt af næringarefnum og morandi af lífi. íslenzk fiskimið teljast með hinum beztu í heimi — eru með frjósöm- ustu svæðum jarðar, ef svo mætti að orði komast. Landið sjálft hefði snið- ið þjóðinni allþröngan vaxtarstakk, ef hún hefði eingöngu átt að lifa af kvikfjárrækt og jarðyrkju. „f þá veiðistöð kem ég aldrei á gamals aldri,“ segir Ketill flatnefur, er syn- ir hans eggja hann til íslandsferðar. Fiskisögur hafa verið einhver fyrstu tíðindin, sem héðan spurðust, og alls konar veiðiföng hafa verið landnem- unum til mikillar bjargar meðan fátt var um búpening og ræktun lítil Þegar stundir iiðu, óx landbúnað urinn, og kvikfjárrækt og jarðyrkja varð aðalatvinnuvegur íslendinga, er landnámsöld lauk, þótt þeir stunduðu sjósókn jöfnum höndum. ísland vai numið á fremur skömmum tínia fólksflutningar út hingað voru mjög örir, af því að landið bauð góða kosti norrænu fólki á tæknistigi 10. aldar. Hér voru engir þeir myrkvið- ir, sem landnemunum veittist ekki fremur auðvelt að breyta í tún, akra og engi, þar sem landgæði leyfðu og þurfa þótti. Landnámsmennirnir voru margir upprunnir í hálfgerðum bjargfugla- bústöðum á strönd Vestur-Noregs, kreppu barrskóga og brattra fjalla. Hér var víða meira undirlendi en nokkurs staðar í Noregi, og menn þurftu ekki að heyja erfitt landvinn- ingastríð við skóginn. í Egils sögu er dregin upp sennileg mynd af bún- aðarháttum efnaðra landnámsmanna. Skalla-Grjmur var verklundarmaður og hafðf um sig margt manna. Fyrstu árin er búfé han.= fátt. og lætur hann þá menn sína > ýmsa atvinnu. í landnáminu itiou hann fjögur stórbú og hefur verkaskiptingu inilli þeirra. Á Ökrum hefur hann akur- yrkju, á Álftanesi fiskveiði og sel- veiði, eggjatöku og hvalveiðar. í Grísartungu Iét hann varðveita sauð- fé sitt, en nautgripi að Borg. Lax- veiði stunduðu menn hans í Norðurá og Gljúfurá. Skalla-Grímur lét flytja að sér rekavið, en hann var hinn mesti völundur á tré og járn. Smiðju hafði hann alllangt frá bæ sínum, þar sem skógurinn var beztur til kolagerðar. Járn vann hann úr mýr- arrauða eins og þá var títt. Skalla-Grímur kemur snemma út, uyggir landkostasveit og er sjálfur mikill atorkumaður. Þess vegna verð- ur ekki dregin sú ályktun af búskap hans, að fjárafli allra landnáms- manna hafi staðið með jafnmiklum blóma, bæði til hafs og heiða. „Sumir þeir, er fyrstir komu út, byggðu næstir fjöllum, og merktu að því landkostina, að kvikféð fýstist frá sjónum til fjallanna." Menn settust alls staðar að, þar sem byggilegt var og hófu landbún- að með svipuðu sniði og þeir höfðu vanizt í átthögum sinum. Meðan landrými var nægilegt og örtröð hafði ekki spillt frjósemi vallarins, gátu menn gefið sig lítt skipta að landbúnaði. Tíunda öld var blóma- 412 ÍÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.