Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 16.05.1965, Blaðsíða 10
Þessi mynd snertir sama efni ag sagan. Sænskur fræðari er að kenna tveimur sveitakonum á Ceylon líffærafræði og heilsugæzlu. Þær eiga sfðan að fræða aðrar konur f nágrenninu. Gamla ljósmóðirin reiddist og snaraðist heim til þeirra hjóna. „Hvers vegna viltu endilega fara í sjúkrahúsið?" spurði hún. „Er ekki unnt að bjargast lengur við mig? Ég veit þó ekki betur en fólk i beztu efnum sendi eftir mér, þegar barns er von. Þannig hefur það að minnsta kosti verið hingað til. En nú fer það líklega að verða siður að rjúka í sjúkrahús, hvenær sem út af ber.. Að fara í sjúkrahús til þess að leggjast á gólf — það tekur þvi þá helzt! Og heldurðu svo sem, að það geri eitthvað meira fyrir þig þar? Sjúkrahús er, skal ég segja þér, ekki staður handa konum, sem ætla að aia barn. Þar skera þeir í fólk, rista sundur á því magann. Og þar ieyja menn hundruðum saman á hverjum degi — hvað annað? Þessi steipugála, hún Ponna — hvaða vit ætii hún hafi á þessu?“ Það voru fleiri á sama máli. En Sísúu varð ekki hnikað. Svo var það einn daginn, er hún var að sjóða sykur úr pálmasafa, að hún varð alit í einu svo máttfarin, að hún gat varla hreyft sig. Hún vissi, að fæðingarhríðirnar voru skammt undan. Maður, hennar var ekki heima. En hún gat fengið móð- ursystur sína til þess að fara með sig í vagni til Jafna. Þangað voru ekki nema fáir kílómet ,rar. Hún fór beint til Ponnu, og Ponna hlutaðist til um’ að hún kæmist í sjúkrahúsið. Þar þótti Sísúu einkennilegt um að litast. En brátt fékk hún svo ákafar hríðir, að hún gaf því ekki framar gaum, er fyrir augum bar. Þetta var örðug fæðing. Það varð að grípa til svæfingarlyfja og verkfæra. En loks skauzt í heiminn lítill dreng- ur. Sísúu brá, þegar hún kom aftur til sjálfrar sín. Hana furðaði stór- lega á því, að hún hvíldi í stórri, hárri rekkju. Við rekkjuna var hjúkr- unarkona eitthvað að sýsla. „Hvernig fór með barnið?“ spurði hún lágri röddu. „Barnið? Það var drengur." „Og lifir hann?“ „Já-já. Þetta er myndarlegasti drengur, hér um bil tólf merkur." „Hamingjunni sé lof! Er áreiðan- legt, að hann deyi ekki.“ „Það vona ég. Þú skalt ekki vera hrædd um, að hann deyi.“ Allt var hreint og hvítt í kring- um hana, og sjálf lá hún á snjó- hvítu laki. „Má ég ekki fara að baða mig?“ spurði hún hjúkrunarkonuna. Ljósmóðirin í þorpinu lét hana ævinlega baða sig nokkrum njínút- eftir að barnið fæddist. „Hvaða vitleysa! Hér er allt hreint. Nú liggur þú hér eina viku. Og svo geturðu baðað þig, þegar þú ert búin að jafna þig.“ „Á ég að liggja hér í heila viku? Hvers vegna? Og hver sér þá um barnið? Maðurinn minn getur ekki verið án mín svo lengi — einhver verður að matreiða handa honum. Ég er svo hraust, að ég get vel farið á fætur. Ég hef alltaf farið á fætur eftir þrjá daga, ef ég hef ekki haft mikinn hita. Það er ekki annað en ég er vön. Og heima — þar er svo margt, sem þarf að gera, og sá, sem þarf að vinna, liggur ekki í rúm- inu í heila viku. Ríka fólkið getur gert það og þeir, sem ekkert hugsa um heimili sitt.“ „Nú skaltu ekki tala meira, Það þreytir þig.“ Allt í einu varð Sísúa þess áskynja, að sarinn hennar hafði ver- ið tekinn af henni. Hún varð skelfd og spurði: „Hvar er slæðan min?“ „í körfunni þarna úti í horninu. Hún er óhrein. Þú færð hana, þegar búið er að þvo hana.“ „Fáðu mér hana. Þetta er bezti sarinn minn.“ „Vertu ekki svona óróleg. Það væs- ir ekki um slæðuna þá arna. Þú skalt fá hana, þegar við erum búnar að þvo hana.“ 418 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.