Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 20
sagð'ur vera sex þúsund krónur og þótti gífurlegur þá. Menn undruðust framtaki og spáði félaginu ófarnaði.“ Svona var nú hljóðið úr þvi horn- inu í þá daga. Um Kristin" farast Ólafi þannig orð: „Auk afskipta sinna af skólamál um, mundi nú enginn kjósa, að óhreyfð væru enn þau hin mörgu hugðarefni til þjóðþrifa, sem óðals- bóndi Núps hefur þegar unnið að, né ógerð væru öll hin meiri háttar menningarmál héraðs og sveitar, sem hann hefur veitt stuðning sinn.“ Þannig hljóða hin rökréttu um- mæli Ólafs Ólafssonar. Um skólastjórann, séra Sigtrygg, farast Ólafi þannig orð: „íslenzkir Björn Guðmundsson á Núpi. sveítaprestar hafa hvorki verið utan né ofan við söfnuði sína, heldur deilt lífskjörum sínum með alþýðu manna. Þeir, sem skildu hlutverk sín bezt, lifðu með henni í blíðu og stríðu, miðluðu henni af efnum sínum og anda — voru menningarfrömuðir i orðsins beztu og eiginlegustu merk- ingu. Einn af þessum ágætu mönn- um var prófastur Sigtryggur Guð- laugsson. Hann hafði í sér efni braut ryðjandans: menntun, áhuga, fórn- fýsi og óbilandi trú á gróðurmagni æsku og moldar.“ Og enn fremur: Prúðmennska, kjarnmikil og yfirlætislaus hæverska, lærist ekki af bókum, heldur um- gengni. Að vita mikið og vilja vel, fer ekki ávallt saman. Menntun og fróðleikur eru nátengd hugtök, en þó einatt lítt samræmd. Vizkumeiðir manndóms verða að vökvast frá Mímisbrunni göfugs hjartalags og siðferðisþroska." Þessi ummæli Ólafs skólastjóra um þá Núpsbræður gefa glögga inn- sýn í hið gróskumikla starf þeirra og alúð við að koma skólan- um upp auk fjölþættra félagsstarfa innan héraðs og utan. Eins og kunnugt er bæði af blöð- um og útvarpi héldu nemendur séra Sigtryggs hundrað ára minningarat- höfn um ævistarf hans 4. ágúst 1963 og afhjúpuðu minnisvarða af þeim hjþnum, séra Sigtryggi og seinni konu hans, Hjaltlínu Guðjónsdóttur, í gróðurreitnum Skrúði til minning- ar um þá atorku, er tengir saman hina lífrænu grósku skóla- og rækt- unarmála fyrir land og þjóð. * Um síðustu aldamót fór yfir mikil vakningaralda, er vakti vorhug með- al uppvaxandi æskumanna, er ung- mennafélagshreyfingin lagði undir sig hvert byggðarlag landsins af Séra Eiríkur Eiríksson öðru með einkunnarorðunum: „ís- landi allt.“ 1909 var Ungmennafélag Mýra- hrepps stofnað með frábærri forystu Björns Guðmundssonar kennara og síðar skólastjóra að Núpi. Ungmennafélögin breiddust ört út um Vestfirði og mynduðu Héraðs- samband U.M.F. Vestfjarða með Björn Guðmundsson sem brautryðj- anda og forystumann. Alls staðar, þar sem ungmennafé- lögin hafa starfað, hafa þau leitt til gróandi þjójlífs og aukið bjartsýni og trú á land og þjóð. Eins og að líkum lætur, var náið samstarf á milli Ungmennafélags Mýrahrepps og stúkunnar Gyðu i öllum menning- armálum, enda sömu starfsfélagar að jafnaði í stúkunni og ungmennafé- laginu. Ógleymanlegar verða fjöl- breyttar skemmtisamkomur stúkunn- ar á hverjum vetri með leikstarfsemi upplestur, söng og hljóðfæraslátt. Voru þessar skemmtisamkomur ætíð vel sóttar og hugljúfar í hvívetna og með ríkum menningarblæ. Þær lyftu fólkinu upp yfir hversdagsleikann og víkkuðu andlegt útsýni. Auk þess að sýna sjónleiki á skemmtisamkomum, hafði stúkan með höndum opinberar leiksýningar í næstu kauptúnum, svo sem á Þing- eyri og Flateyri. Var starfsemi þessi í mestum blóma á árunum 1910-1915. Voru á þessum árum meðal annars sýndar þar í leikritsformi sögur Jóns Thoroddsens, Maður og kona og Pilt- ur og stúlka, og Borgir Jóns Trausta. Þóttu sýningar þessar takast vel. Ár- ið 1942 lagði Björn Guðmundsson niður skólastjórn á Núpi, en við tók séra Eiríkur J. Eiríksson, er verið hafði við kennslu í skólanum. Hann er núverandi þjóðgarðsvörður á Þing völlum — sókndjarfur bindindis- frömuður og forystumaður Ung- mennafélags íslands eins og alkunn- ugt er. Hér hafa nú verið nefnd nöfn sex manna, er allir höfðu búsetu í Dýra- firði og vörðu þar kröftum sinum til þess að skapa hið gróandi þjóðlíf, Fimm þessara manna eru nú komnir undir torfuna. En „straumur tímans stöðvast eigi,“ því að: Lífið yrkir þrotlaust og botnar aldrei braginn. Trúin á framtíðina er óbugandi máttur. Stephan G., er taldi sig vera heiðingja, lýsir lífstrú sinni, er hann segir: Allt er lífs, því líf er hreyfing, jafnt ljóðsins blær sem kristalls- steinn. Líf er sambönd, sundurdreifing, sjálfur dauðinn þáttur einn. í umróti aldarfars og efnishyggju örlar ósjaldan á umróti hyggjuvits og eðlislægum efasemdum mannlegs skilnings á hinum djúpstæðu rökum trúarbragðanna, sem birtast í svo mörgum myndum, og allar telja sig jákvæðar i þroskabaráttu mannsins. Kristin kirkja á sína sorgarsögu á sagnaspjöldum liðinna alda, þó að hún eigi að glæða innri sýn og trúar- hugð manna, er þeir tileinka sér og túlka hið mikla boðorð meistarans frá Nazaret: „Sýn þú mér trú þína af verkunum.“ Hinn skyggni andi Stephans G. var fljótur að koma auga á meinsemdina miklu í trúarbragðasögunni og verða þar samferða meistaranum frá Nazar et, er hann mælir fyrir munn hans í hinu djúpstæða verki: Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig: I „Hann sá, að eiginelskan blind 1 var aldarfarsins stærsta synd. ^ 1148 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.