Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 12.12.1965, Blaðsíða 22
DÝRIN — Fr?mhald af 1146. síðu. ör væri skotið upp úr vatilinu, gríp- ur fiskinn í ginið, sveigir skrokkinn og lætur fallast niður. Annar fiskur er á lofti, og annar höfrungur er kominn á sömu stundu. Síðan tekur stjórnandi sinn fiskinn á hvora hönd og jafnskjótt renna tveir höfrungar sér upp úr vatninu. Stjórnandinn reisir stiga í stefn- inu, og nú eru fiskarnir, sem hann hefur á loft. fimm eða sex metra yf- ir vatnsflöt. En höfrungarnir gripa þá af sömu Leikni og áður. Það kem- ur sjaldan fyrir, að þeim skeiki, þótt þeir verði að stökkva meira en tvö- falda lengd sína upp úr vatninu Þeir virðast geta ákvarðað fjarlægð- ina svo, að ekki skeiki sentimetra. Þeir sjá ekki fiskinn á meðan þeir eru í kafi. Þess vegna verða þeir að reka hausinn upp úr, miða stefnuna og ákvarða fjarlægðina. Síðan láta þeir sig síga aftur á Dak, svo að þeir fái nógu langt tilhlaup, og í næstu andrá stróka þeir upp eins og flugfiskar Við og við fleygir stjórnandi fiski í vatnið. En höfrungarnir synda ekki beina leið að honum eins og ein- faldast væri og brotaminnst. í þess stað lyfta þeir sér að mestu leyti upp úr vatninu og dansa aftur á bak á sporðinum eftir vatninu og láta sig síðan síga á bakið. Þessi dans þeirra er svo glæsi'egur. að all- ir hlióta að falla i stafi. í annarri laug leika nöfrungarnir sér að því að stökkva ' gegnum hring, sem hangir nokkra metra yf- ir vatninu. bótt þaninn sé á hann pappír, sem þeir rífa stökkinu. Nákvæmni sína sýna þeir á margan hátt Þar er eitt með iðru. að þeir stökkva þrjá til fjóra metrá upp úr vatninu og grípa sígarettu úr munni manns, og það er líka hægt að láta þá breyta til og þrífa í hái manns- ins í öðru tilvikinu taka beir hlut, sem stjórnandinn er með, og fara með hann en í hinu Jiepsa þeir í hann og sleppa takinu afnskjótt. Það fer ekki hjá því að það þarf allmikla skynsemi tii þess að læra slíka tilbreytni í hegðun og mis- skiija aldrei. til hvers er ætlazt Enn hefur enginn skaddazt á nefi né misst hárlokk af völdum höfrung- anna Það hefui áður verið drepið á það að höfrungar virðast oft eiga tal saman. Þegar stjórnandinn talar til þeirra, færa þeir sig næi honum, koma hálfir upp úr vatninu og sva/a honum með svipuðum hljóðum og þegar þeir miða bráð sína Það er nauðaiíkt því, að nögl sé dregin yi>r tennur í greiðu Þetta eru furðuleg- ar samræður: Maðurinn segii nokk- ur orð, og jafnskjótt svara höfrung- arnir urgandi rómi. En höfrungarnir geta gefið frá sér ýms hljóð önnur. Stundum er líkt og þeir flauti, og eru það fyrirmæli um samheldni flokksins. Fari kafari niður til þeirra með hljóðnema, flykkjast þeir undir eins að honum úr öllum áttum, reka sporðinn upp úr vatninu og standa á höfði í kring- um gestinn. Þannig syngja þeir í hljóðnemann einhverja angurværa og kveinsára melódíu. Furðulegri söng- ur hefur aldrei borizt frá útvarps- stöð en höfrungasöngurinn. Enginn getur lengur borið á móti því, að höfrungar og fleiri dýr af hvalakyni séu búin miklum hæfileik- um. Við vitum ekki enn, hve miklir þeir eru, og við höfum ekki komizt til botns í því, hvernig þeim er varið. En það eru þó mennirnir, sem rann- saka höfrungana. Hitt vitum Við ekki glöggt, hvað þeir kunna að hugsa um okkur. Vafalaust mun þekking okkar á dýrum, eðli þeirra og eigindum, auk- ast smám saman. En sú leit, sem hér hefur verið lýst, miðar ekki að því einu að lesa þau ofan i kjólinn. Þetta er einnig leit að lögmálum, sem kunna að varpa ljósi á séreðli mannsins, skýra margt í fari hans og kenna honum að þekkja betur sjálf- an sig en hann hefur gert hingað til. Og á því er honum ekki vanþörf. Yður varð á skyssa — Framhald af 1136. sfSu. ingurinn — mikið hafði fundizt af fingraförum. en þau höfðu öll til- heyrt hinni látnu konu. — Það var ekkert á eldskörungn- um að græða, en kannski er unnt að ná óljósum fingraförum af hurð- inni. Widén þakkaði kurteislega. Dágóð stund leið áður en Karlsson hringdi. — Engin blöð neins staðar, held- urðu virkilega . . . Widén greip fram í fyrir honum. — Hvaða blað keypti hún, Karls- son? Líttu á blöðin á borðinu, ef þú vilt vera svo vænn. — Hún var áskrifandi að Smálend- ingnum, fékk hann í pósti frá fæð- ingarborginni sinni. — Jæja, er það, já. Þakka þér fyr- ir Karlsson, sé þig seinna. Hann var kominn hálfa leið upp úr stólnum, áður en hann lagði tólið á Hann greip jakkann sinn af stól- bakinu og flýtti sér niður í póst- húsið, þar sem hann náði tali af ráðn- Lausn 44. krossgátu ingarstjóranum og útburðarstjór- anum. Sá síðarnefndi leit í hverfa- skrána —jú, það stóð heima. Sami bréfberi bar út póst á báða morð- staðina, hæglátur maður, sem hét Jónsson. Hann hafði borið út í þetta hverfi i tvö ár, en fulltrúinn hélt þó ekki, að . . . Widén hagræddi sér í stólnum, því að nú var hann viss. En líkur nægðu ekki, hann varð að fá manninn til þess að játa á sig sökina. Widén sneri sér að þeim. — Getið þið kallað í manninn? Hverfastjórinn leit á klukkuna, hringdi síðan í innanhússímann og náði í Jónsson, sem var í þann veg- inn að leggja af stað í síðustu ferð- ina þann daginn. Skömmu síðar var barið að dyrum og Jónsson kom inn. Hann leit spyrj- andi á mennina þrjá. Widén reis á fætur, gekk að dyrunum og lokaði þeim um leið og hann sagði: — Ég er Widén lögreglufulltrúi, getið þér ekki gert yður í hugar- lund, hvers vegna ég er hér? Jónsson svaraði ekki, hann stóð bara kyrr og starði á lögreglufull- trúann. — Yður varð á skyssa, herra Jóns- son. Þér tókuð með yður dagblöðin frá í dag og í gær, í stað þess að skilja þau eftir í póstkassanum eins og venjulega. Enginn annar en morð inginn gat vitað, að þau yrðu ekki lesin. — Blöðin? Herra Jónsson gaf frá sér hálfkæft óp um leið og hann kreppti hnef- ana, svo að hnúarnir hvítnuðu. — Dagblöðin, ég hugsaði alls ekki út í það. — Hann virtist skilnings- vana. — Ég hélt, að þau hefðu enga þýðingu.. - , Widén gekk í áttina að símanum. — Þér hefðuð átt að hugsa út í það, Jónsson. Komið þér með mér í lögreglustöðina. H.N.Z. ÞÝDDI. 1150 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.