Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 4
I. Brúðkaupið var haldið að Skeiði. Bærinn var á sléttlendi niður að firðinum. Brúðkaup voru haldin snemma vors, meðan ís var enn traust ur og akfær á firðinum, en kirkja hafði verið flut-t yfir um, eftir að þjóðbraut var gerð þeim megin fjarð- arins. Þetta var stór jörð og víðlend, hrika vaxinn skógurinn að sunnan og norð- an verðu. Sjálft íbúðarhúsið var stórt og tveggja hæða, grátt á lit með iitlum gluggum, sem stóðu á víð og dreif um veggina, án þess að skeyta vitund um röð né samra'mi. engu var líkara en bóndinn hefði byggt húsið smám saman, einn og einn hluta þess í einu, og síðan hvert sinn dO'ttið í hug eftir á:En hérna vantar þá glugga! Síðan hjó hann gat í vegginn, þar sem honum þótti bezt henta. Aðeins tveir gluggar voru hliðstæðir og í sömu hæð. Þetta var í þeim enda hússins, sem þiljaður var utan og hvítmálaður, og þangað var heldri mönnum boðið inn. Annars blöstu við berir bjálkaveggirnir. Það hefði verið allt of dýrt að þilja þá alla. Breiður stigi með háum þrepum lá upp á loftið. Hann var höggvinn í heilu lagi í geysimikinn furustofn. Húsið stóð á brekkubarðinu, svo að segja á berri jörðinni, og hafði því sigið í neðri endann. Skeið var gamail bær og merkur. Hér hafði kirkjan staðið fyrrum, áður en þjóðbrautin kom hinu meg in. í birkiholti niðri við fjörðinn sáust leifar grjóthleðslunnar. Og þar rétt hjá voru djúpar grafir, sem fleygt var niður i glæpamönnum, er ekki voru kirkjugræfir. í holtsbrún- inni sáust enn fjórar djúpar hoJur eftir fætur trémerarinnar, en þa': voru þeir, sem hegningu hlutu, settii á bak með blýlóð í fótum. Holur þess- ar fylltust ekki né greru frekar en grafir glæpamannanna hjá kirkj- unni. Norðan við kirkjurústirnar var skeiðvöllurinn, þar sem hestaatið vat enn þreytt á hverju ári síðasta laug ardag í ágústmánuði. Og því hafði tiðast lokið með blóðsúthellingum, því að þar æstu dalbúar sig upp, ýttu og hrundu hestum sínum saman, æptu og hrópuðu og ærðust, svo að títt var harla lítill munur á mönn- um og skepnum. Þetta var svo hress andi! Að lokum ruku keppendurr.'i sjálfir saman, öskrandi og óðir, bit’i og klóruðu hver annan. Sumir drógu hníf úr slíðrum, og stungu, því að allir kepptu að einu og sama marki, að sinn graðhestur skyldi verða „graðfo)inn“ að þessu sinni. En á miðjum skeiðvelli stóð hryssan áhuga laus og hlustaði róleg á graðhesta- hvíið, en þarna var hún bundin við stóran stein með gati í gegn, og stendur steinn þessi þarna á vellin- um enn í dag. Það voru þessi hróp og hví, er foss- uðu og flæddu um völlinn, sem voru svo hressandi, að þeim, sem þrengsli dalsins höfðu þjáð og þjakað um langa hríð, létti fyrir brjósti. Og enn var þetta eins og áður: Æpt var og hrópað hærra á Skeiði heldur en á öðrum bæjum, þegar leikar stóðu þar og aðrar skemmtanir. Þar áttu hrikasögurnar heima. Nú var laugardagur og komið fram á miðjan dag. Á morgun átti að fara til kirkju yfir að Móum. Gunnhildur á Móum stóð kyrr uppi í loftherberginu innan um allan brúð arfatnaðinn og starði út í bláina Hún var nýkomin yfir ísinn að heim- an. Móðir hennar gekk um og strauk og breiddi lir öllum hinum glæsilegu brúðarpilsum, sem fara átti í hvert af öðru, stytlri og styttri eins og lauf á fræköngli, og yzt var það allra stytzta, rautt silkipils. Allt var þetta nýtt. Gunnhildur -átti það sjálf. Móa- hjónin voru meðal ríkustu bænda i dalnum. Móðirin tók brúðarkórón- una upp úr öskjunni. Hún gekk að erfðum til Gunnhildar. Móðirin gekk hægt um, eins og hún væri að búa um lík. Gunnhildur stóð við gluggann og horfði yfir að Nórastofu, þar sem sonur nágrannans sat og dundaði við fiðlu sina. Gunnhildur var ekki bemr línis falleg stúlka, þótt hún væri ann ars nógu lagleg — ekki skorti það. Það lá við, að nefbroddurinn lyft- ist eilitið um of uppá við, en það gerði andlitssvipinn aðeins bros- mildari. Hún var björt og fjörleg sem sumarmorgunn á fjöllum, og henni leizt vel á piltana og þeim á Saga eftir Hans E. ICinck ☆ - þýðíng Helga Valtýssonar 916 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.