Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 30.10.1966, Blaðsíða 13
héraðinu. Hann var einn hinna miklu „gróðamanna" á fyrri hluta nítjándu ár. Séreinkenni þeirra var nákvæm- tir og skefjalaus sparnaður og nýtni, og harka við sjálfa sig, ásamt fjár- mála'hyggindum. Sumir þessara manna mundu Móðuharðindin, , en hinir höfðu haft af þeim lifandi sagn- ir af foreldrum sínum. Bárður á Búr- felli er mætavel gerð mynd þessa mannflokks. Hann átti sér sálufélaga í hverju héraði á fyrri hluta aldar- innar. Jóhannes hélt framan af þeim að- ferðum gróðamanna að vera jafnan byrgur allra nauðsynja og selja öðr- um í neyð. Til dæmis er sagt, að hann hafi tekið gemlinga til bjarg- ar á sumarmálum og haldið eftir öðrum hverjum. Betri var heylausum hálfur skaði en allur. Jarðir voru í afarlágu verði eftir „móðuna“ og aldamótaharðindin. Þeir, sem áttu iausa fjármuni, gátu keypt jarðir, eina af annarri. Eftir 1830 fer allt að rétta við og fólkinu að fjölga. Þá varð þröng í sveitum og ábúð eftir- sótt. Þá urðu jarðeignirnar arðsam- ar. Jóhannes Kristjánsson nær ábúð ahrar Breiðumýrar 1826 og býr þar til 1838, en kaupir þá Laxamýri og flytzt þangað. Þar bjó hann í tuttugu og þrjú ár og varð ríkasti maður héraðsins og eignaðist fjölda jarða, þar á meðal höfuðbólin Laxamýri, Héðinshöfða og alla Hrísey á Eyja- firði. Ilann hóf Laxamýri með dugn aði sínum og forsjálni til þess að vera eitt mesta stórbýli landsins, og stóð víða fé hans fótum.'Hann hafði sauðabú á fjörubeit, á nágrannajörð- um reka mikla og selveiði og marg- faldaði tekjur af laxveiði og æðar- varpi, auk mikiis búskapar heima. Jóhannes sleppti nú öllum Búrfells- búskaparháttum. Hann var fram- kvæmdamikill og stórhuga og risnu- mikill, er hann komst í álnir. Jóhannes og Sigurlaug áttu alls fjórtán börn, en níu þeirra komust til fullorðinsára. Ég var svo hepp- inn að kynnast í æsku þremur börn- um Jóhannesar á Laxamýri. Þá voru þau gömul orðin. í bókinni um Sigurð í Yztafelli hef ég sagt ýmislegt frá Sigurjóni á Laxa mýri. Jóhanna, systir hans, var lengi í næsta nágrenni við mig. Jóhannes Guðmundsson frá Sílalæk var maður hennar. Hann var hinn mesti fræða- þulur og minni hans óbrigðult á fornar sagnir. Frásagnarlist hans var glögg og meitluð og þó skreytt léttri kímni og gamansemi. Jóhanna var þver andstaða við hinn hægláta fræðaþul, fjörmikil, skjótráð og iifði öll í önn daglegs lífs og líðandi stundar. Hún var tíu árum yngri en maður hennar. Þau lifðu saman . í hjónabandi í 58 ár' Ég man þau skömmu fyrir andlát þeirra, Jóhann- es þá kominn yfir nírætt, en Jó- — ..r, Kvæðið um ferjumanninn Eitt af afbragðskvæðum Guðmundar Friðjónssonar á Sandi er um Kristján ferjumann, — þann hinn sama Kristián og Jón í Yztafelli segir af í frásögu sinni. Fjölgaði enn í föðurhúsum. Fullt mun senn á efsta bæ. Einn, sem hafði áttatiu ára vaðið krap og snæ, kailaði ferju að konungsgarði — kóngsins yfir sól og blæ. Hann var orðinn hvíldar þurfi, hlýindanna fremur þó. Klökugan bar hann kufl um ævi, krappan hafði róið sjó, unnið loksins upp að vörpum út úr sínum þrönga skó. Leyndi hann sína löngu ævi logunum fyrir innan rif, þvoði sér úr þurrum snævi. þegar gerði rennidrif. Maðurinn auðgi og mikilhæfi mætti reyna þetta lyf. Götu sína gekk hann keikur garplegur i mannraunum. Sá ég hann í svaðilförum sækja á móti storminum. Niðja sinna nauðsyn rækti nótt og dag með afbrigðum. Örlaganna útnyrðingi enginn lengur móti brauzt. Barna og vina mikinn missi mátti hann þola bótalaust. Svalbarð, jörð í Sorgarfylki, sat hann fram á ævihaust. Þaðan sér hinn hljóði og hyggni, hversu mjög er víður sær — lengra en þeir, er lokið hafa lærdómsgreinum f jær og nær. Útigenginn íslendingur oft í djúpan jarðveg grær. Engan hef ég öldung litið íslenzkari í sniðunum: áherzlur með orðakyngi, ef hann beitti skattyrðum. Málsnilldin var móðurtungu mótað gull frá Sturlungum. Veigadrottni vann hann eiða, var hans þegn til efsta dags. Hlána lét í hugskotinu hlátraguð til sólarlags — eldaði margan aftanroða öldungi með snjóhvítt fax. Hallgrímssálma hann í draumi heimti af sínum náungum, lagður til í lokrekkjunni. Liggur hann undir bæklingnum. Fúnar seint hinn veigum varði, verndaður fyrir smásálum. Konungurinn heiðum-hári horfði milt á þennan gest, slitinn af að ferja og fóðra fyrir ekkert mann og lest — setti hann í sínu ríki sólskins megin á hvítan hest. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 925

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.