Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Blaðsíða 14
A-ft-sarig eöa morguns-árið eða rnorguns-sárið. — Fékkstu ekki feikna skamm- ir fyrir bókina. — Nei, það læt ég allt vera. Indriði G. Þorsteinsson skrifaði þá um bókmenntir á 2. síðu Tím- ans og gerði mér góð skil. Ég man hann líkti mér við Egil Skallagrímsson, Æra-Tobba og Hallgrím Pétursson í einni per- sónu. En annar maður hafði lesið eft- ir mig kvæði í handriti áður en bókin kom út og jós úr skálum hneykslunar sinnar á opinberum málfundi Stúdentafélagsins. Kvæð- ið, sem reitti hann til reiði, hét Hraði: Sól mér í sinni span-gólar tilveran spólar takmarkið hjólar hér inni í bifreiðum vélráðum er kargur ragur urgur argur — Þetta er engin della, ef mað- ur les það þrisvar, segi ég. —Hver gaf svo út Ijóðabókina fyrir þig? — Ég gerði það sjálfur. Fimm hundruð eintök. Ég seldi þau upp á svo sem þremur árum. Eitt skáid, sem ég veit um, seldi sína bók gegnum sima, hringdi i alla sem hann kannaðist við. Það gat ég ekki. Ég er svo hræddur við síma. Og það kemur upp úr dúrnum að Jónas Sváfár skortir áhuga á fleira en síma af því, sem við síhlaupandi nútímafólk getum ekki ári verið. Hann á heldur ekk- ert heimili. — Nú, þú ort eins og Julie Christie, áður en hún varð fræg. Þá átti hún vindsæng og fékk að gista til skiptis hjá vinum og kunningjum. — Ég á heldur enga vindsæng lengur. Yfirvöldin tóku hana af mér. Þú hefur náttúrlega heyrt, að ég bjó lengi í tjaldi. — Nei. — Ég tjaldaði við Njarðargöt- una, nálægt gamla Tívolísvæðinu. Það var ágætt. — Gaztu eldað? — Lifði á brauði og súrmjólk. Hollt, mikið B-vítamín. Þess vegna er ég svona hraustur. Þoli allt. — Hafðtrðu ljósfæri? —Nei. Var aldrei nema blá- nóttina í tjaldinu. — Hvar ortirðu? — Á kaffihúsum. — Hvernig misstirðu vindsæng- ina? —Það var seinna. Þá hafði ég tjaldað í Laugardal. Á tjaldstæði bæjarins. En þar var amazt yið mér. Mér var sagt, að staðurinn væri ekki nema fyrir utanbæjar- menn og útlendinga. Eins og þéir voru skemmtilegir, útlendingarn- ir. Þjóðverjainir kveiktu á fimm kertum undir niðursuðudósum og suðu fisk, sem þeir sníktu niðri við höfn. Stundum sváfu þeir á salernunum. Ég fór burt í stuttan tíma, vestur á ísafjörð, að annast tvö gamalmenni. Þegar ég kom aftur höfðu yfirvöldin tekið tjald- ið mitt. Og vindsængina. Og góð- an svefnpoka. — Áttu þá ails ekkert? Engar bækur? Skáldið kímir. Nei engar bæk- ur. — Ekkert? — Nei, jú, annars, einn dívan. Hann er í láni. — Og langar þig ekkert að eiga? Til dæmis eins og bíl? Aftur brosir skáldið. Það segist einu sinni hafa átt vörubíl. í þrjá mánuði. Ég gefst ekki upp. Þessi útilegu- maður tuttugustu aldar hlýtur að gera einhverjar kröfur, ágirnast eitthvað. — Langar þig ekki að eiga fjöl- skyldu, eiginkonu, niðja. — Nógur er tíminn, anzar skáld ið. Ég hef lesið um fólk á einum stað í Asíu, þar sem karlmenn hafa ekki til siðs að giftast fyrr en fertugir né deyja fyrr en niræðir. Enn gæti ég átt fyrir mér hálfr- ar aldar hjónaband. Gullbrúðkaup. — En hvað með almenningsálit- ið? Ertu alveg laus við metnaðpv- girni? Nú heyrðist hláturstíst í skáld- inu. — Dettur þér aldrei í hug. að nú verðir þú að gefa út ljóðabók fyrir næstu jól, hvað sem það kost- ar? — Nei, ég reyni aldrei að yrkja, ekki neitt að ráði. Það kemur bara. . . náttúrlega geysimikil vinna. . aðallega bara að bíða, bara bíða, svo kemur þetta. Stund- um kemur þetta líka allt í einu. Árið eftir að seinni bókin mín, Geislavirk tungl, kom út, þá orti ég geysimikið._ átta kvæði á einu ári. Venjulega yrki ég bara tvö. — Hvað hefurðu ort alls? — Þrjátíu og sjö kvæði. — Er það raunverulega allt sem þú hefur gert um ævina, að yrkja þrjátíu og sjö kvæði? — Já, nei, jú svo hef ég teikn- að talsvert mikið. Og gert upp- kast að smásögum. Svo er ég að bauka svoiítið við að þýða. — Og ertu ánægður með þetta líf? — Já, já, það held ég. Er þetta ekki makalaust? Ég gat varla trúað augum né eyrum. Hvernig er með ykkur, lesendur góðir? Eruð þið ekki eins og ég síhlaupandi til að komast yfir allt 974 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.