Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Blaðsíða 22
— Ertu sofnaður? spyr faðirinn. — Nei, það er bara svo margt, sem flögratNað manni. — Þú ert svo niðurbeygður. Ég held helzt. að þú sért að leggia upp laupana — Vertu óhræddur. Haltu áfram með söguna. — Já, segir hann með hægð og kreistir i hnefa sér lófafylli af möl, — ■jvo kom þessj nýi tími, skilurðu Ég stóð með byssu í hendi - já, einmitt á hlaðinu hjá honum. Nú er mín stund kom- in. hugsaði ég En hann hafði þá forðað sér í tæka tíð, þræli- inn sá irna. svo að ég varð þó ekki manndrápari. Bro lítur upp. Hann finnur, hvernig honum eykst kjarkur á ný. Svarti gufubáturinn úti á sund inu hefur snúið af leið. Og bát- urinn ósýnilegi, svartastur allra skipa, sem hann vissi stefna hing- að, — nú veit hann, að í honum er annar farmur en hann hafði óttazt fyrir lítilli stundu. Það má koma, sem koma vill. Það er létt af honum þungu fargi, er hann veit Ioks, að hann hefur að minnsta kosti komizt hjá þeirri raun, að gerast vinur þess manns sem stóð vfir höfuðsvörðum bróð- ur hans. En faðirinn bætir við, bitrum rómi: / — Þó að ég viti hvorki fyrir guði né mönnum, hvort ég á að gleðjast yfir því, að því skoti var aldrei skotið. Ég held jafnvel . . . —Vesaiings maðurinn, segir Bro, dapur í bragði. — Hvað áttu við? —Þú hatar hann enn. Hatur er þung öyrði. — Já, ég hata hann enn. Og veiztu, nvað ég gerði? Þegar ég gat ekki náð í húsbóndann sjálf- an, þreif ég öxi og ruddist inn í svefnherbergi hans. Þar var rúm ið hans, •'eiknarmikið bákn með gylltum stuðlum. Ég hjó í sundur þetta djöfuls rúm — muldi það mélinu smærra. Þennan spónahaug sá Bro sjálf- ur — hann man glöggt þann dag á góunni, er hann stóð við kurl- aða rekkju bróður sins á Ristar- bæ og spurði sjálfan sig, hvaða skynsemd gæti stjórnað þvílíkum gerðum. Nú sér hann þær hend- ur, sem greiddu höggin, og þær sitja hvorki á vitfirringi né glæpa manni. En hann þegir um það, 982 sem honum er í huga. Hann snýr sér að þeim, sem verkið vann, og brosir lítið eitt. — En ef þetta er eins og þú heldur — ?ð þú eigir þessu rúmi að þakka barnið, sem hefur ver- ið þér bezt? —Þú ert undarlegur maður, segir faðirinn. Öllu snýrðu þann- ig, að maður verður að fara að hugsa um það. — Þú tókst ekki rétta öxi, seg- ir Bro. Hlustaðu nú á mig. Veiztu ekki, að veröldin er f]^l af vond- um hlekkjum Þeir læsast saman í keðju frá einni mannsævi til annarrar, frá einu verki til ann- ars, og þeir vefjast utan um okk- ur og kyrkja okkur og hneppa okkur í fjötra. Hver einasti hlekk- ur i keðjunnj fæðir undir eins af sér nýjan hlekk — hún lengist án afláts, og henni fylgir óendan- leg bölvun, og hlekkirnir nefnast sekt, hatur, hefnd. . . . Er það ekki ætlunarverk mannanna að brjótast úr þessum fangahlekkj- um? — Hvarnig getur þú brotizt úr þeim? —Ég hegg á þá. Það er til öxi, sem er mýkri en allar aðrar axir í heiminum, en þó beittari. Hún heitir fyrirgefning. Það vopn fékk frelsarinn okkur. —Ég get ekki fyrirgefið þess- um manni. Nú er hann sjálfsagt einn af böðlunum, sem settir hafa verið til þess að dæma okkur. Þegar hann rekur fingurinn í þessa átt, þá þýðir það: Skjótið þennan næst. Og bendi hann þangað: Lát- ið hundana lifa. — Nei, hann er ekki einn þeirra Hann féll á flóttanum. i — Hvað segirðu? Þekktir þú hann? — Þetta var bróðir minn — ríki bróðir minn, sem var drep- inn. Var þig ekki farið að gruna það? Faðirinn sprettur á fætur og starir á hann — Heitir þú þessu nafni — Strang? — Ég hét Strang hér áður, seg- Lausn 40. krossgátu i ir Bro með hægð og kinkar kolli. En faðirinn stendur þarna ringl- aður með hendur í hári sér. — En hvað allt getur verið und- arlegt, hrópar hann — en hvað allt getur verið undarlegt.“ ★ Þetta er sextándi kaflinn í bók Jarls Hemmerts og komið að sögu- lausnum. Ég las hann þarna úti á milli virkjanna, þar sem fang- arnir hírðust fyrir fimmtíu árum, hungraðir, lúsugir og magnþrota, og biðu þess sem verða vildi: Komu aftökusveitarinnar eða skila boða um að hypja sig á land upp. Menn vilja kannski heyra sögu- lokin. Einn fanganna í hóp 67, fangabúðum 3, hefur verið dæmd- ur til dauða. En honum heppn- aðist að strjúka. Fangaverðinum brá í brún. En honum kom ráð í huga. Hann skipaði föngunum að velja sjálfum einn úr hópnurn til aftöku i stað strokumannsins. Og það fór fram lúsapróf á steini og það voru dregin strá. Þeir drógu síðastir sín á milli — faðirinn, sem nú hafði einmitt endurheimt dótturina, og presturinn. Prest- urinn dró styttra stráið og gekk að múrnum. „Fólk af hans tagi veldur ævin- lega einhverju hneyksli,“ sagði hershöfðinginn, þegar upp komst, að presturinn hafði verið skotinn. Þetta er raunar skáldsaga. En það er jftar banablóð í spori í Svíaborg en ferðamanninn grunar þegar hann kemur þangað til þess að skoða þessi gömlu, voldugu vígi og drekka kaffi í hvelfingum veitingastaðarins Valhallar. T I « i IV N — SUNNUÐAGSbLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.