Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 7
\ Kafli úr útgerðarsögu Ása í Bæ: „Sá hlær bezt' . . . Og svo kom bíllinn einmitt á sömu dög- um, svartur skódi, og enda þótt hann væri á skakklapparverði, þá fylgdi því ekki svo lítili greiíaskapur að setjast inn i glitlakkaðan vagn- inn og nikka til gangandi fólks út um glugga hans. Ég segi ekki að menn hafi. keypt sér hatta til að taka ofan fyrir mér, en þeir litu við þeg- ar bíFinn fór framhjá og ég ók hægt til að þeir vilitust ekki á því hyer væri á ferð. Þetta var að verða ánægjule-gt Iíf. Þetta vor er smátt um afla umhverfis Eyjar, svo við revnum ókunnar slóðir, nokkrir góðir dagar v;ð Eldey, en þegar við erum komnir af stað, þá er haldið áfram ailt norður fyrir land . .. Ég gleymi ekki því, sem ég sá á Djúpi það kvöld, þvílík i sjávarkyrrð sér maður aldrei sunnanlands né logn algert. Röstin undan þessum litla bát klauf haff ötinn að baki svo langt út í fjarsk- ann, tð augun gáfust upp að stara þangað. Og firðir opnast og lokast og áfram hjá Ströndum, þar sem himnafaðirinn geymir timburhlaðana dna, og sama lognkyrrðin, sama eilífðar sumar- værðin yfir landi og sjó. . . Á Kálfshamarsvík urðuni v’ð prýðilega varir við bjartan stubbara, en þá tók loks að kalda og við settum inn á Siglufjörð. Það gerði norðaustan rok og síldar- flotinn leitaði hafnar, því enn var sú tíð, að menn væntu silfursins á sín gömlu mið. . . Næt- ur á Sigluíirði sem minntu á liðna tíð, flóandi vín, og þeir settu gítar í fangið á mér og þess- ir stirðu prttar skakrúllunnar slógu korður með- an ég raulað’ gamlar vísur og þeir allt í kring- um mig á þilfari sjóaramir, al'lir vinir, vel híf- aðir, stilltir á hlýrri júlínótt milli þessara fjalla og bátarnir með sinn sigluskóg bíðandi veðurs hver með sinn persónulega svip og hendur strák- anna f terkari en hjólbarðar krepptar að flöskum og augu með drauma til heiðanna, þar sem elsk- an stutta biður með opinn faðminn og Ramselius splæsi'- á róíulausan hund, ó hvílik stund, hvílík stund . . . Og kvöld úti í Grímsey . . . aliar trill- ur komnar að landi, þessar unaðsfleytur sumar- bárunnar og kariarnir standa í aðgerð og urmuill af gargantíi ritu i slóginu, mennirnir hamingju- samir í hrotunni og nOkkrar stúlkur með skell- ótta höfuðklúta að hjálpa þeim. Og þetta kvöld göngum við á land i eynni og þegar við kom- um á hamarinn norðan við bryggjuvoginn, þá blasir við okkur sundið og handan þess fjöll Norðuriandsins reisuleg, en eins og ögn dapur- leg í þeirri birtu, þegar sólin á skammt til norð- urs, bai sem hún ætlar sér ekki að setjast í nótt, feiknarlegt glóandi bál, næstum hvít í miðju en rauð til jaðranna og þessi roði um himin, haf og land og þarna í hafnarkrílinu spegill fægður þeim meLstarahöndum, að þegar augun hafa horft um stund, þá veiztu ekki lengur hvað er haf og hvað er himinn, því fuglinn, sem þú „veizt“ að flögra? 1 loftinu, hann flögrar líka í sjónum og allt er runnið I eitt. Þetta er nóttin norður við Dumbshef, rauðglóandi nótt þegar hvönnin ang- ar, fuglinn flögrar og stúlkurnar með skellótta klúta hjálpa til að slœgja fiskinn, en varfærinn hlátur þeirrt berst úpp á grösugan hamarinn. . . Við höfum kíkt á nokkrar sveitir og erum á leið til Húsavíkur um nótt — þá sofnar blessaður ökuþórinn við stjórnvölinn — kannski höfum við líka verið sofandi — að minnsta kosti vökn- um við e’Iir úti í mýri, bíllinn á hliðinni, stopp. Engan sakaði nema mig, ég marðist illilega á brjósti og þsr með lauk þessari frægðarför áður en berjatíminn hófst. .. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 19?

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.