Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 13
nseaiin, jaftovel skelfilegir, ag ott ektki sjálfirátt. Vi® í'myndum okkur tíðast, að jþedir, sem börðu ofan af fyrir sér toieð þessunn hætti, hafi verið 6nauðastir allra snauðra og aldrei átt málungi matar. Það mun rétt, að matföngum safnaði ekki það fóik, sem á reiki var árlangt, því að saðningu fékk það á bæjum, þar sem það gisti eða kom við og hirti ekki um að draga sarnan í forðabúr. En sumir eignuðust þó ofuflitlar reiitur, sem þeir geymdu hjá bændum, er þeir töldu trún- aðarvini sína, og varð þess stund- um langt að bíða, að þeir vitjuðu eigna sinna. Nokkrir komust líka yfir skildinga, stöku menn, svo nokkru nam, því að talsvert hraut til þeirra á ævilöngu flakki. Þeirra gátu þeir aflað, er fóru með einhverja sölumennsku öðrum þræði, héldu uppi nokkurri skemmtan eða báru sig nógu hörmulega til þess að vekja með- aumkun. Og sumir gresjuðu sér kannski lítilræði, þótt langflestir væru ráðvandir. Það gat þó verið undir hælinn lagt, hvort förumennirnir höfðu mikla gagnsemd af skildingunum sínum, utan þeirrar ánægju, sem það hefur vakið þeim að eiga þá um sinns sakir. Þeir vildu oft lenda í höndum annarra að lyktum, og valt þá á ýmsu, hvar þeir höfnuðu. Þeir urðu innlyksa í kistilhandraða góðvina, yfirvöld tóku þá til ráð- stöfunar og þjófar þefuðu þá uppi. Það vofði margur voðinn yfir fjár- ni.unum réttlausra manna. Eðli förumennskunnar olli þvi, að þeir, sem þá stigu tróðu, urðu víða kunnir. Surna þekkti nálega hvert mannsbarn í heilum lands- fjórðungum, og enn víðar barst orðsporið. Fyrr á öldum gleymd- ust þeir þó flestir, þegar gengin var sú kynslóð, er var þeim sam- tíöa. Förumannaflokkarnir voru þá stundum fjölmennir í hallær- um, og stöðugt bættist í skörðin, þótt dauðinn grisjaði á ekru sinni. Um þá, sem ráku lestina í þess- um mikla flokki, gegndi öðru máli. Þeir voru eins og síðasti gedrfugl- inn — mionisstæðir furðufuglar, sem fólki hefur orðið tíðrætt um — 'einnig þeim, sem aidrei litu þá auguim. í fari flakkaranna flestra var eitthvað, sem sjaldhitt var. Sumir voru að sönnu kunnastir að flærð og ágengni, stærilæti og fautaskap. Það voru ilifyglin. En aðrir voru víðast aufúsugestir skamman tíma, einkum eftir að förufólkinu fækkaði til muna, og héldu uppi mikilli skemmtan víða á bæjum, hvar sem þeir komu. Einn hermdi eftir prestum og sýslumönnum, annar skrýddist svörtu pilsi og Tveir, sem margir þekktu — til vinstri Óli prammi me3 harmóniku sína — til hægri Ólafur gossari, ekkl alveg frómur, en snar í snúningum og léttur á fæti. gaf saman hjón, þriðji nafði stök- ur á hraðbergi, fjórði iðkaði tón- þrautir, fimmti fór með málverk, sjötti hafði uppi spekimál. For- vitnilegt var að hnýsast í varn- ingsbagga þeirra, er slíkt höfðu meðferðis, og nokkrir voru trúir bréfberar, jafnt embættismanna Gunna hara var göngukona af Kialarnesi. Hún var mjög fráhverf karlmönnum, og þegar æruverðugur hreppstjóri bau3 henni a3 sitja fyrir aftan sig á hesti yfir vatnsfall, reiddist hún svo, a3 hún strunsaöi til fjalls og varS þar úti. Löngu síSar fundust bein hennar og millur úr upphfutnum hæst uppi á Veggjum, fjalli austast á Botnsheiði. TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 205

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.