Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 28.06.1970, Blaðsíða 11
Íiði pipuna í grið og er.g til að eyna furðu minni yfir svo óvenju- le.grl brúði frá okkar hefðbundna isjónarmiði séð. En klerkur var vandanum vax- inn. Hann hespaði giftinguna af í skyndi, jafnvel prédikunina, og síð- an var setzt til borðs. Þarna var niargs konar góðgæti, sem of langt yrði upp að telja og ég rausnaðist til að sækja brennivínsflösku, tvær flöskur af léttu víni, franskbrauð og hálfa kúlu af hollenzkum osli. í stuttu máli, við héldum þarna dýrðlega Lucullusarhátíð, sem stóð yfir lengi dags. Að lokinni máltíð var farið í ýmsa sérkennilega leiki og þjóð- lega skemmtan, sem mér þykir leitt að kunna engin deili á. Allir virtust skemmta sér mæta vel, nema brúðurin, sem ég gaf nánar gætur, vegna þess, að hún var auð- sjáanlega miður sín. Um níu leytið neyddist hún til að hverfa úr veizl- unni. Ég sá, að konan var alveg komin á steypirinn, og reyndi að gera þeim skiljanlegt, hversu óvar- legt það væri, að láta hana fara ríðandi heim til sín, tíu kílómetra leið, en því var ekki sinnt: hún fór með bónda sínum, og leikirnir hóf- ust að nýju af enn meira fjöri. Það var naumast liðinn hálfur annar tími, frá því að brúðhjónin fóru, og prestur var langt kominn að svæfa allan mannskapinn og sjálfan sig með óendanlega langri sögu, þegar brúðguminn birtist aftur, sýnilega mjög áhyggjufull- ur. Hann sagði nokkur orð við tengdamóður sína, sem reis á fæt- ur og tók að tína saman lérefts- klúta. Hér var ekki um neitt að villast. Prestur spyr nú, hvort ég sé ekki læknir, og jafnskjótt og ég hafði jánkað því, var söðlaður handa mér hestur og ég reið í loft- inu ásamt eiginmanninum og fer- tugum kvenmanni, sem virtist hafa 'einhverja reynslu í þessum efnum. Við riðum greitt eftir þröngum skorningum, og ég óttaðist að við kæmum of seint. Til allrar ham- ingju var það ekki fyrr en um klukk an fjögur um morguninn, að ég tók á móti einhverju, sem líktist mest apa, en á eftir að verða að manni einn góðan veðurdag, ef .guð lofar. (>ann 12. ágúst eignast hjónin í Gygjarhólskoti dóttur, og gæti sá atburður tímans vegna verið sá kjarni, sem Nougaret vefur frá* sögn sína um.) Þegar ég hafði lokiS þvi nauð- synlegasta, flýtti ég mér heim i kirkjuna. Ég var dauðuppgefinn og sofnaði von bráðar, vafinm inn í skinnfeld. En mikið var ég undr andi, er ég vaknaði um morgun- inn og sá móðurina með nýfædda barnið. Faðirinn flýtti sér að út- skýra, að þeim riði það á miklu að fá mig fyrir skírnarvott, og hefðu þau komið sér saman um að láta skíra strax til þess að tefja ekki brottför mína. Af þessu leiddi, að ég var hárgreiðslumaður, svara- maður, fæðingarlæknir og skírnar- vottur á minna en þrjátíu klukku stundum, .svo að það er synd að segja, að maður eyði tímanum til ónýtis á ferðalögum. (Barnið, sem fæddist að Gýgjarhólskoti þann 12. ágúst, var skírt daginn eftir og hlaut nafnið Margrét Guðmunds dóttir, en ekki er Nougaret getið þar sem skírnarvotts, enda varla leyfilegt af trúarástæðum). Að öllum þessum afreksverkum Ioknum var mér fenginn fylgdar- maður. Loks gat ég kvatt þetta fjölmenna heimili, og árnaðarósk- ir fólksins fylgdu mér- úr hlaði. (Árið 1865 eru 11 menn taldir til heimilis á Torfastöðum.) Ferðafélagi minn var maður á að gizka fjörutíu og fimm ára: hann hafði rakað sig til heiðurs við mig, og til að sýna mér, hve hann var lærður, gekk hann til móts við mig með hattinn í hendinni og mælti með djúpu nefhljóði: Longus tem pus. Ég hugsaði gott til þess að geta rætt við hann á latínu, en varð þess fljótt áskynja, að orða- forði hans náði ekki lengra. Hins vegar tók hann svo mikið í nefið, að það var eltfci sjón að sjá það: þessi ósiður einkeimir mjög fs- lendinga. Þar eð öll ferðalög í þessu veðrasama landi eru farin á hestbaki, eru neftóbaksdósir íbú- anna aflangar með litlu opi í ann- an endann, sem þeir keyra upp í nasimar á víxl og snússa sig af öllum kröftum. Hvert sinn sem fylgdarmaður minn lyfti tóbaks horninu, minnti hann á veiðimann, sem blæs í lúður sinn. Það fór ekki rétt vel á með okkur, því að hann var óviðjafn- anlega seinlátur, en ég vildi flýta för, þar eð ég hafði tafizt um sólar- hring. Stundum reið ég sjálfur á undan, en varð hált á óþolinmæð inni. Fyrst slitnaði önnur ístaðsól- in, svo að ég varð að láta fæturna hanga, þar til við komum á næsta kirkjustað. Þar fengum við kaffi og kökur. meðan blessaður prestur- inn náði sér í áhöld og gerði við hnakkinn. Klukkutíma eftir að við fórum þaðan eða um átta leytið, komum við að ársprænu. sem rann í svörtum öskufarvegi. Mér virtist auðvelt að komast yfir hana á vað- inu, og í stað þess að fara á eftir hestunum, sem öruggara er að treysta en mönnum, þegar svona stendur á, þá lagði ég fyrstur á vaðið. Þegar ég kom út í miðja ána, sökk hesturinn skyndilega með mig á bólakaf, en ég náði í taglið og Iét hann draga mig upp á bakk- ann. Það var hræðilega hvasst: fylgdarmaðurinn hafði gætt sín betur og var kominn yfir ásamt hestunum. Hann bjóst við, að ég ætlaði í þurrt og byrjaði áð taka of- an klyfjaraj<r, en ég var kominn í ilit skap og sló nú duslega í allt Framhald á 526. síðu. í kirkiunnl á TorfastöSum. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 515

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.