Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 10
fyrirbrigði og margir mætir menn komið þar við sögu. Nú mun sú kenning dr. Trausta Einarssonar al- mennt viðurkennd, að gosin stafi af yfirhitun vatnsins yfir suðumark, áður en suðan komi upp. Nákvæmar hita- mælingar i Geysi hafa sýnt, að slikar hitasveiflur eiga sér einmitt stað um miðbik hverpipunnar, sem er um tuttugu metrar á dýpt. Skýring Trausta er þvi sú, að þetta yfirhitaða vatn taki skyndilega að sjóða mjög ofsalega, og komi þannig gosinu af stað. Þegar ég kom fyrst aö Geysi var vatnið i honum kyrrt á yfirboröi, og svo langt sem séð varð niður i hverinn var þarenga hreyfingu að sjá. Skál sú, sem er umhverfis op hverpipunnar, var barmafuli af vatni og sló á hana annarlegum bláma, sem gaf hvernum einhvern dulrænan svip, svo aö hann var að útliti eigi ólikur afar miklu auga, er starir sifellt úti óráðið himin- djúpið, Þannig kom hann mér fyrir sjónir við fyrstu syn, þessi ókrýndi konungur allra goshvera. Ég þóttist nú vita, að dálitil bið myndi verða á þvi, að sápa yrði látin i hverinn og kom mér þvi til hugar að verja þeim tima til þess að bregða mér uppi svonefnt Laugafell, sem er all- mikil hæð vestan til við Geysi. Er hæð þessi mjög auðveld uppgöngu og tók það mig aðeins timakorn að ganga á hæsta hluta hennar. Af Laugafelli er útsýni fritt og sá ég þaðan einkar vel yfir allt umhverfi Geysis og nálægar byggðir. Skammt frá i vestri, handan við fagurt gróðurlendi, ris mikið fell, sem Bjarnarfell nefnist. Hið efra eru hliðar þess naktar mjög og svipharðar, en undirhliðar allar eru þaktar skógar- kjarri, hlýlegu og laðandi. 1 nor-austri ber Bláfell við himin, svipfagurt og mikilfenglegt. Til suðurs og austurs sér yfir viðáttumikið landsvæöi. Blikandi ár falla þar mót suðri, frjálsar og orkumiklar, en friðar gróðurlendur teygjast hvarvetna út i fjarlægan bláma, þarsem fjöllin móka i djúpri kyrrð. — Þannig er umhverfi Geysis. Er ég hafði dvalizt þarna á fellinu um stundarsakir og virt fyrir mér út- sýnið i góðu næði, verð ég þess var, að allmargir bilar eru að koma brunandi eftir veginum, sem liggur að Geysi, og að nokkrir bilar eru þegar komnir að hverasvæðinu. Þykir mér ráðlegast að hraða mér niður af fellinu, þvi að ég tel vist, að nú verði tekið til við að „framleiða” hið væntanlega gos. — Og það stóð heima, þvi að þegar ég kom að Geysi var Sigurður Greipsson þar fyrir, ásamt fleira fólki, og sýnilega albúinn þess, að töfra fram gos. Var nú vatnið i hverskálinni lækkað og var það gert á þann hátt, að þvi var hleypt út um þar til gerða rauf, sem höggvin hefur verið i skálarbarminn. Að þvi búnu voru 80 kg. af blautsápu sett i hverinn og siðan var beðið átekta. Leið nú nokkur stund án þess að neitt sögulegt gerðist annað en þafy að fólk var stöðugt að safnast að hvernum. Loks mátti sjá, að vatnið var tekið að ókyrrast og litlu siðar kvað við dynkur einn, válega þungur, og samtimis kemur kúfur á vatnið i Geysir gýs undir þungbúnum himni 562 Ljósm. Þorst. Jósefsson. Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.