Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 12.08.1972, Blaðsíða 13
— Jú, jú, þar hafði verið veðurat- hugunarstöð, og þar höfðu þá að sjálf- sögðu lika hafzt við menn. Engu að siður var þar allt ákaflega frumstætt, þegar ég kom þangað. Húsakynni voru gamaldags, með panelþiljum, eins og maður mundi frá uppvaxtarárum sin- um, og allt var fornfálegt útlits. Ég man, að mér brá i brún, þegar ég leit inn i bakarofninn á eldavélinni. A hon- um var stærðar gat, og vissi það ein- mitt inn að eldholinu, sem við mátti búast. Ég hafði orð á þvi við vitavörð- inn, sem þarna hafði verið, að ég héldi að konum myndi ekki lika vel að eiga að baka i svona apparati. Hann var ungur maður, gamansamur og þó heimspekilega sinnaður. Og nú stakk hann hendinni undir vestisboðunginn og sagði með mestu rósemi: Geturðu ráðið fyrir mig gátu? Ég lét litið yfir þvi, en bað hann að lofa mér að heyra. ,,Hvað er gat með járni i kring?” spurði hann. En ég var ekki nógu frumlegur eða þá hugmyndarikur til þess að svara þvi þarna á stundinni. ,,Nú, þaðer auðvitað rör”, sagði hann þá. Auðvitað var hann að reyna að hressa mig upp og gera mér glatt i sinni. — Þurftir þú að búa lengi við þessar aðstæður? — Nei, ekki er nú hægt að segja það. Að einu ári liðnu var öllu umbylt þarna, staðnum breytt i alþjóða veður- athugunarstöð og fluttar þangað ýms- ar vélar og tæki, sem sliku heyra. Enn fremur var komið á miklu tryggara fjarskiptasambandi að og frá vitan- um, þvi nú þurfti að senda veður á þriggja tima fresti allan sólarhring- inn. — Nú eru þarna i nágrenni við þig einhver auðugustu fiskimið Is- lendinga, þar á meðal sjálfur Halinn. Þarftu ekki stundum að veita sjó- mönnum upplýsingar um veður — fyrir utan það sem þú sendir Veður- stofunni? — Jú, komið hefur það fyrir. Það er langhelzt að slikt gerist á veturna, þegar lengst er nótt og veður verst. Og auðvitað reynir maður að greiða fyrir sjófarendum og verða þeim að liði á allan hátt, sem i manns valdi stendur. — Þú sagðir i upphafi, að tilgangur- inn með vitavarðarstarfinu hefði verið sá að öðlast frið til ritstarfa. Hefur þér nú gefizt það næði samhliða veður- þjónustunni? — Já. Ég tel, að þarna hafi ég fengið allan þann starfsfrið, sem hægt er að gera sér vonir um, svo fremi sem maður hefur jafnframt með höndum eitthvað, sem hægt er að kalla ábyrgð- arstarf. Ég er fyrir löngu búinn að skilja, að allir menn, sem hafa löngun Óskar Aðalsteinn Guðjónsson, rithöfundur og vitavörður. og þörf til þess aö skrifa, þeir verða og hljóta að finna sér einhvern þann vett- vang, sem gerir þeim fært að sinna þessari hneigð sinni. — Vel á minnzt: Hvað varstu gam- all, þegar þú byrjaðir að skrifa, og hvað kom þér til þess að taka þér slikt fyrir hendur? — Þetta er nú stór spurning og litil von til þess að ég geti svarað henni til fullnustu, sizt i stuttu máli. En ég held að ég ætti að byrja á að segja það, að fyrstu spor min á hinni svokölluðu listabraut voru ekki skáld- skapartilraunir, heldur leiklist. Þegar ég var strákur heima á Isafirði, gerð- ist ég nokkurs konar andlegur leiðtogi krakkanna sem voru með mér i barna- skóla og fékk þau til þess að flytja ým- islegt leiklistarkyns, sem ég hafði les- ið. Ég hafði yndi af þvi að skipa niður i hlutverkin og æfa þau. En svo kom að þvi, að ég fór að hugsa að liklega gæti ég bara sjálfur samið það, sem við Sunnudagsblað Tímans 565

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.